Þingmaður segir frumvarpið draga úr skilvirkni og auka kostnað Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. október 2023 11:48 Um fimmtán hundruð Venesúelamenn hér á landi bíða eftir endanlegri niðurstöðu frá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Vísir/Steingrímur Dúi Fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum mun draga úr skilvirkni, auka kostnað og lengja biðtíma að sögn þingmanns Pírata sem telur breytingarnar fela í sér afturför í útlendingamálum. Dómsmálaráðherra boðar frekari breytingar á útlendingalögum með frumvarpi sem hún hyggst leggja fram á Alþingi. Samkvæmt því stendur meðal annars til að fella niður heimild til að veita fólki mannúðarleyfi ef umsækjandi um alþjóðlega vernd hefur ekki fengið úrlausn sinna mála innan lögbundinna tíma. Þá verður ekki lengur veitt bráðabirgðadvalarleyfi eftir endanlega synjun umsóknar og reglum um endurgjaldslausa talsmannaþjónustu breytt þannig að rétturinn mun eingöngu ná til málsmeðferðar á kærustigi en ekki til lægri stjórnsýslustiga. Í samantekt um frumvarpið kemur fram að breytingarnar séu gerðar í þágu skilvirkni og sparnaðar. Þeim fjölgi sem verði hér án niðurstöðu Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir fyrirhugað frumvarp ekki koma á óvart. Að hennar mati sé um afturför að ræða. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Arnar „Það er verið að taka fleiri skref í að færa lögin til þess sem þau voru fyrir árið 2016 sem er vonbrigði vegna þess að það voru gerðar miklar útbætur sem juku skilvirkni. Það voru settir tímafrestir sem voru talsvert rýrðir með frumvarpinu sem samþykkt var í mars en nú er verið að afnema þá og það mun gera það að verkum að þeim einstaklingum fjölgar sem verða hér í lengri tíma án þess að fá niðurstöðu og það er sannarlega ekki til að auka skilvirkni né til að spara kostnað, þannig við höfnum því að það sé ástæðan fyrir þessum breytingum.“ Þá segir Arndís miður að skerða eigi þjónustu talsmanna á fyrsta stjórnsýslustigi, sem sé öfugt við þróunina í Evrópu. „Þannig það er líka rangt að við séum að samræma okkar löggjöf því sem gengur og gerist annars staðar, við erum að samræma við löggjöf sem stendur að breyta. Þannig við erum alltaf skrefinu á eftir.“ Flóttafólk á Íslandi Alþingi Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Dómsmálaráðherra boðar frekari breytingar á útlendingalögum með frumvarpi sem hún hyggst leggja fram á Alþingi. Samkvæmt því stendur meðal annars til að fella niður heimild til að veita fólki mannúðarleyfi ef umsækjandi um alþjóðlega vernd hefur ekki fengið úrlausn sinna mála innan lögbundinna tíma. Þá verður ekki lengur veitt bráðabirgðadvalarleyfi eftir endanlega synjun umsóknar og reglum um endurgjaldslausa talsmannaþjónustu breytt þannig að rétturinn mun eingöngu ná til málsmeðferðar á kærustigi en ekki til lægri stjórnsýslustiga. Í samantekt um frumvarpið kemur fram að breytingarnar séu gerðar í þágu skilvirkni og sparnaðar. Þeim fjölgi sem verði hér án niðurstöðu Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir fyrirhugað frumvarp ekki koma á óvart. Að hennar mati sé um afturför að ræða. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Arnar „Það er verið að taka fleiri skref í að færa lögin til þess sem þau voru fyrir árið 2016 sem er vonbrigði vegna þess að það voru gerðar miklar útbætur sem juku skilvirkni. Það voru settir tímafrestir sem voru talsvert rýrðir með frumvarpinu sem samþykkt var í mars en nú er verið að afnema þá og það mun gera það að verkum að þeim einstaklingum fjölgar sem verða hér í lengri tíma án þess að fá niðurstöðu og það er sannarlega ekki til að auka skilvirkni né til að spara kostnað, þannig við höfnum því að það sé ástæðan fyrir þessum breytingum.“ Þá segir Arndís miður að skerða eigi þjónustu talsmanna á fyrsta stjórnsýslustigi, sem sé öfugt við þróunina í Evrópu. „Þannig það er líka rangt að við séum að samræma okkar löggjöf því sem gengur og gerist annars staðar, við erum að samræma við löggjöf sem stendur að breyta. Þannig við erum alltaf skrefinu á eftir.“
Flóttafólk á Íslandi Alþingi Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira