Er skóli með menntuðum kennurum draumsýn? Mjöll Matthíasdóttir skrifar 3. október 2023 09:00 Íslenskir kennarar, ásamt kollegum um alla Evrópu, nýta fyrstu vikuna í október til að vekja athygli á kennarastarfinu. Hagsmunir og áskoranir kennara um allan heim eru af líkum toga. Fleiri menntaða kennara vantar til starfa og víða er pottur brotinn er kemur að starfsaðstæðum, faglegu sjálfstæði og möguleikum til starfsþróunar. Evrópsku kennarasamtökin, ETUCE, hafa sett fram áherslur í tíu liðum sem allar hljóma kunnuglega í eyrum íslenskra kennara. Ég hvet kennara til að kynna sér lykilþættina 10, leggja orð í belg og segja frá sinni reynslu undir myllumerkinu #kennaravikan. Hér á landi höfum við lögfest að til að nota starfsheitið kennari og starfa við leik-, grunn- eða framhaldsskóla á vegum opinberra aðila, eða við aðra hliðstæða skóla, þurfi leyfisbréf og hæfni sem nánar er kveðið á um í reglugerð. Lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 95/2019 tóku gildi 1. janúar 2020 og reglugerð nr. 1355/2022 fjallar um almenna og sérhæfða hæfni sem krafist er af kennurum. En er skóli með hæfum og vel menntuðum kennurum raunveruleiki eða bara draumsýn? Alveg eins og íbúum þessa lands fjölgar, þá fjölgar líka nemendum í skólum. Ný hverfi rísa og sem betur fer nýir skólar líka. Það gefur því auga leið að það þarf fleiri kennara. Átak til að fjölga nemum í kennaranámi hefur skilað einhverjum árangri en það dugir samt engan veginn til. Undanfarin ár hefur þurft að gefa fleiri undanþágur frá lögum og ráða leiðbeinendur til starfa í skólum. Það veldur álagi á þá sem fyrir starfa í skólunum. Við sem samfélag verðum að búa þannig um hnútana að börn þessa lands fái gæðamenntun í sínum uppvexti. Treysta þarf fagmennsku kennaranna. Skólar eiga að vera fyrirmyndarvinnustaðir bæði fyrir nemendur og starfsfólk og þar er víða verk að vinna sem rekstraraðilar skóla verða að setja í forgang. Vinnuaðstæður í víðum skilningi eru áhrifaþáttur á gæði skólastarfs. Huga þarf að nemendafjölda og samsetningu námshópa. Heilsuspillandi skólahúsnæði á ekki að líðast en það er því miður víða staðan eins og fréttaflutningur síðustu missera sannar. Úrbætur í þeim efnum þola enga bið. Ein áskorunin sem skólastarfi mætir er fjölgun nemenda með annað móðurmál en íslensku. Ársfundur Félags grunnskólakennara lýsti nýlega yfir miklum áhyggjum vegna skorts á skipulagi, fjármögnun og mönnun sem skólar glíma við vegna fjölgunar nemenda með erlendan bakgrunn. Þær áhyggjur koma frá kennurum sem daglega sinna þessum nemendum. Þeir vilja svo sannarlega sinna þessu verkefni af fagmennsku, með hagsmuni nemenda að leiðarljósi, en upplifa álag því þá skortir námsefni og bjargir. Árlegt Skólamálaþing Kennarasambands Íslands verður haldið á morgun, miðvikudaginn 4. október. Yfirskriftin er „Með opnum örmum; hvernig tökum við sem best á móti nemendum af erlendum uppruna?” Skólamálaþingið verður haldið í Stórholti, sal Kennarasambandsins við Borgartún, en því verður einnig streymt og er upplýsingar að finna á vef KÍ. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mjöll Matthíasdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir kennarar, ásamt kollegum um alla Evrópu, nýta fyrstu vikuna í október til að vekja athygli á kennarastarfinu. Hagsmunir og áskoranir kennara um allan heim eru af líkum toga. Fleiri menntaða kennara vantar til starfa og víða er pottur brotinn er kemur að starfsaðstæðum, faglegu sjálfstæði og möguleikum til starfsþróunar. Evrópsku kennarasamtökin, ETUCE, hafa sett fram áherslur í tíu liðum sem allar hljóma kunnuglega í eyrum íslenskra kennara. Ég hvet kennara til að kynna sér lykilþættina 10, leggja orð í belg og segja frá sinni reynslu undir myllumerkinu #kennaravikan. Hér á landi höfum við lögfest að til að nota starfsheitið kennari og starfa við leik-, grunn- eða framhaldsskóla á vegum opinberra aðila, eða við aðra hliðstæða skóla, þurfi leyfisbréf og hæfni sem nánar er kveðið á um í reglugerð. Lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 95/2019 tóku gildi 1. janúar 2020 og reglugerð nr. 1355/2022 fjallar um almenna og sérhæfða hæfni sem krafist er af kennurum. En er skóli með hæfum og vel menntuðum kennurum raunveruleiki eða bara draumsýn? Alveg eins og íbúum þessa lands fjölgar, þá fjölgar líka nemendum í skólum. Ný hverfi rísa og sem betur fer nýir skólar líka. Það gefur því auga leið að það þarf fleiri kennara. Átak til að fjölga nemum í kennaranámi hefur skilað einhverjum árangri en það dugir samt engan veginn til. Undanfarin ár hefur þurft að gefa fleiri undanþágur frá lögum og ráða leiðbeinendur til starfa í skólum. Það veldur álagi á þá sem fyrir starfa í skólunum. Við sem samfélag verðum að búa þannig um hnútana að börn þessa lands fái gæðamenntun í sínum uppvexti. Treysta þarf fagmennsku kennaranna. Skólar eiga að vera fyrirmyndarvinnustaðir bæði fyrir nemendur og starfsfólk og þar er víða verk að vinna sem rekstraraðilar skóla verða að setja í forgang. Vinnuaðstæður í víðum skilningi eru áhrifaþáttur á gæði skólastarfs. Huga þarf að nemendafjölda og samsetningu námshópa. Heilsuspillandi skólahúsnæði á ekki að líðast en það er því miður víða staðan eins og fréttaflutningur síðustu missera sannar. Úrbætur í þeim efnum þola enga bið. Ein áskorunin sem skólastarfi mætir er fjölgun nemenda með annað móðurmál en íslensku. Ársfundur Félags grunnskólakennara lýsti nýlega yfir miklum áhyggjum vegna skorts á skipulagi, fjármögnun og mönnun sem skólar glíma við vegna fjölgunar nemenda með erlendan bakgrunn. Þær áhyggjur koma frá kennurum sem daglega sinna þessum nemendum. Þeir vilja svo sannarlega sinna þessu verkefni af fagmennsku, með hagsmuni nemenda að leiðarljósi, en upplifa álag því þá skortir námsefni og bjargir. Árlegt Skólamálaþing Kennarasambands Íslands verður haldið á morgun, miðvikudaginn 4. október. Yfirskriftin er „Með opnum örmum; hvernig tökum við sem best á móti nemendum af erlendum uppruna?” Skólamálaþingið verður haldið í Stórholti, sal Kennarasambandsins við Borgartún, en því verður einnig streymt og er upplýsingar að finna á vef KÍ. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun