Hafi hagnast um hundrað milljónir dala á haugalygi Árni Sæberg skrifar 2. október 2023 21:54 Trump tók til máls þegar rétturinn tók hádegishlé í dag. Michael M. Santiago/Getty Saksóknari í New York í Bandaríkjunum sagði við upphaf réttarhalda yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann hefði hagnast um ríflega hundrað milljónir Bandaríkjadala með því að ljúga til um verðmæti eignasafns síns. Réttarhöld í máli á hendur forsetanum fyrrverandi hófust í New York í morgun. Dómari í málinu komst að þeirri niðurstöðu í síðustu að hann hefði bakað sér bótaskyldu með því að ljúga til um ríkidæmi sitt í fjölmörgum tilvikum og platað þannig banka og tryggingafyrirtæki á löngu tímabili, eða frá árinu 2011 til 2021. Dómarinn sagði að hann hefði, auk tveggja sona hans, Donald ygri og Eric, ofmetið virði fyrirtækis síns um allt að 2,2 milljarða dollara sem hefði á móti fært þeim milljónir dollara í sparnað. Málsaðilar, það er að segja verjendur Trumpfeðga og saksóknarinn höfðu farið fram á að dómari myndi úrskurða í málinu áður en réttarhöldin hæfust, en þeim er ætlað að skera úr um hversu háa sekt feðgarnir þurfa að greiða fyrir svindlið. Fer fram á 250 milljóna dala sekt Saksóknarinn Letitia James krefst þess að Trump verði dæmdur til greiðslu 250 milljóna Bandaríkjadala, að honum og sonum hans verði bannað að stunda viðskipti í New York og að honum og fyrirtæki hans verði bannað að sýsla með fasteignir í ríkinu í fimm ár. Áður en réttarhöldin hófust í morgun sagði Trump við fréttamenn að málið væri sviksamlegt og höfðað sem hluti af pólitískri herferð gegn honum. Þá sagði hann að James, sem er demókrati, væri „spillt manneskja, skelfileg manneskja.“ Þá fór hann ekki fögrum orðum um Arthur Engoron, dómarann í málinu. Hann sagði hann hlutdrægan demókrata sem nýtti málið til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs á næsta ári. „Þetta er dómari sem ætti að svipta lögmannsréttindum. Þetta er dómari sem ætti að setja úr starfi,“ hefur Reuters eftir honum. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Vill að dómarinn stígi til hliðar Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa lagt fram kröfu um að dómarinn Tanya Chutkan stígi til hliðar. Það á hún að gera á þeim grundvelli að hún hafi sýnt fram á óhlutlægni í garð Trumps. 11. september 2023 22:53 „Þessi yfirlýsing er virðislaus“ Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur beðið dómara um að kanna hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi ofmetið háhýsi sín, golfvelli og aðra eignir í ríkinu um meira en tvo milljarða dala. James hefur sakað Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik. 31. ágúst 2023 15:13 Græddi tæpan milljarð á fangamyndinni Myndin sem tekin var af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann gaf sig fram í Fulton sýslu á fimmtudag, hefur með varningssölu skilað 7,1 milljón Bandaríkjadala í kosningasjóð Trump. 27. ágúst 2023 13:39 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Réttarhöld í máli á hendur forsetanum fyrrverandi hófust í New York í morgun. Dómari í málinu komst að þeirri niðurstöðu í síðustu að hann hefði bakað sér bótaskyldu með því að ljúga til um ríkidæmi sitt í fjölmörgum tilvikum og platað þannig banka og tryggingafyrirtæki á löngu tímabili, eða frá árinu 2011 til 2021. Dómarinn sagði að hann hefði, auk tveggja sona hans, Donald ygri og Eric, ofmetið virði fyrirtækis síns um allt að 2,2 milljarða dollara sem hefði á móti fært þeim milljónir dollara í sparnað. Málsaðilar, það er að segja verjendur Trumpfeðga og saksóknarinn höfðu farið fram á að dómari myndi úrskurða í málinu áður en réttarhöldin hæfust, en þeim er ætlað að skera úr um hversu háa sekt feðgarnir þurfa að greiða fyrir svindlið. Fer fram á 250 milljóna dala sekt Saksóknarinn Letitia James krefst þess að Trump verði dæmdur til greiðslu 250 milljóna Bandaríkjadala, að honum og sonum hans verði bannað að stunda viðskipti í New York og að honum og fyrirtæki hans verði bannað að sýsla með fasteignir í ríkinu í fimm ár. Áður en réttarhöldin hófust í morgun sagði Trump við fréttamenn að málið væri sviksamlegt og höfðað sem hluti af pólitískri herferð gegn honum. Þá sagði hann að James, sem er demókrati, væri „spillt manneskja, skelfileg manneskja.“ Þá fór hann ekki fögrum orðum um Arthur Engoron, dómarann í málinu. Hann sagði hann hlutdrægan demókrata sem nýtti málið til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs á næsta ári. „Þetta er dómari sem ætti að svipta lögmannsréttindum. Þetta er dómari sem ætti að setja úr starfi,“ hefur Reuters eftir honum.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Vill að dómarinn stígi til hliðar Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa lagt fram kröfu um að dómarinn Tanya Chutkan stígi til hliðar. Það á hún að gera á þeim grundvelli að hún hafi sýnt fram á óhlutlægni í garð Trumps. 11. september 2023 22:53 „Þessi yfirlýsing er virðislaus“ Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur beðið dómara um að kanna hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi ofmetið háhýsi sín, golfvelli og aðra eignir í ríkinu um meira en tvo milljarða dala. James hefur sakað Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik. 31. ágúst 2023 15:13 Græddi tæpan milljarð á fangamyndinni Myndin sem tekin var af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann gaf sig fram í Fulton sýslu á fimmtudag, hefur með varningssölu skilað 7,1 milljón Bandaríkjadala í kosningasjóð Trump. 27. ágúst 2023 13:39 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Vill að dómarinn stígi til hliðar Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa lagt fram kröfu um að dómarinn Tanya Chutkan stígi til hliðar. Það á hún að gera á þeim grundvelli að hún hafi sýnt fram á óhlutlægni í garð Trumps. 11. september 2023 22:53
„Þessi yfirlýsing er virðislaus“ Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur beðið dómara um að kanna hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi ofmetið háhýsi sín, golfvelli og aðra eignir í ríkinu um meira en tvo milljarða dala. James hefur sakað Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik. 31. ágúst 2023 15:13
Græddi tæpan milljarð á fangamyndinni Myndin sem tekin var af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann gaf sig fram í Fulton sýslu á fimmtudag, hefur með varningssölu skilað 7,1 milljón Bandaríkjadala í kosningasjóð Trump. 27. ágúst 2023 13:39