Tókst ekki að mynda hægri stjórn á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 30. september 2023 15:00 Alberto Nuñez Feijóo, leiðtoga Lýðflokksins tókst ekki að mynda ríkisstjórn eftir að hafa haft stjórnarmyndunarumboðið í rúman mánuð. Pedro Sánchez, forsætisráðherra og leiðtogi sósíalista fer á fund Fillipusar VI Spánarkonungs eftir helgi og tekur við stjórnarmyndunarumboði. Juan Carlos Rojas/Getty Images Leiðtoga hægri manna á Spáni tókst ekki að tryggja sér meirihluta í spænska þinginu í gær og þar með er ljóst að hægri ríkisstjórn tekur ekki við völdum á Spáni. Það kemur nú í hlut sitjandi forsætisráðherra og leiðtoga sósíalista að reyna að mynda ríkisstjórn. Það var hvergi slegið af í umræðunum fyrir atkvæðagreiðslu spænska þingsins í gær um hvort Alberto Feijóo, leiðtogi hægri flokksins Partido Popular, nyti stuðnings meirihluta þingheims til að mynda ríkisstjórn. „Spilltasti forsætisráðherra í sögu Spánar“ „Þér eruð spilltasti forsætisráðherra í sögu Spánar,“ sagði Santiago Abascal, leiðtogi öfgahægriflokksins VOX í ræðu sinni, og beindi máli sínu til Pedro Sánchez, sitjandi forsætisráðherra og leiðtoga jafnaðarmanna. Atkvæðagreiðslan leiddi í ljós það sem nær allir vissu fyrirfram, að Feijóo nýtur ekki stuðnings meirihluta þingsins þrátt fyrir að flokkur hans hafi unnið þingkosningarnar í sumar og sé nú stærsti flokkur landsins. Núna tekur Sánchez við keflinu og freistar þess að mynda samsteypustjórn með vinstra bandalaginu Sumar, með stuðningi aðskilnaðarsinna í Baskalandi og Katalóníu. Myndun vinstri stjórnar gæti kostað fórnir Þrátt fyrir að Sánchez sé borubrattur og staðhæfi að hann myndi stjórn á næstu dögum, þá er deginum ljósara að sú fæðing verður ekki sársauka- eða átakalaus. Hann þarf að ná samkomulagi við hægri flokk aðskilnaðarsinna í Katalóníu, Junts, sem setur fram tvær kröfur fyrir því að styðja vinstri stjórnina. Annars vegar að kosið verði aftur um sjálfstæði Katalóníu á þessu kjörtímabili, Sánchez mun ekki ganga að því og Junts mun að sætta sig við það. Hins vegar er það ófrávíkjanlega krafa Junts að öllum sakborningum sem voru ákærðir og eða fangelsaðir í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 verði veitt sakaruppgjöf. Þeirri kröfu virðist Sánchez ætla að kyngja til að halda völdum og það hefur verið harðlega gagnrýnt, ekki bara af andstæðingum hans, heldur einnig innan eigin raða. Þannig hefur Felipe González, fyrsti forsætisráðherra sósíalista eftir endurreisn lýðveldisins árið 1982, sagt að slíkt samkomulag sé hreinlega brot á stjórnarskrá landsins. Á næstu vikum kemur í ljós hvort Sánchez tekst að mynda starfhæfa ríkisstórn. Takist það ekki verður boðað til enn einna þingkosninga á Spáni í byrjun næsta árs, sem yrðu þá þær sjöttu frá árinu 2015. Spánn Kosningar á Spáni Tengdar fréttir Sumarkosningar í fyrsta sinn: Spánverjar kjósa til þings í dag Spánverjar ganga að kjörborðinu í dag í þingkosningum sem fara fram í gríðarlegum hita, en þetta er í fyrsta sinn sem kosið er að sumri til á Spáni. 23. júlí 2023 13:00 Allt í hnút í spænskum stjórnmálum Engin ríkisstjórn er enn í kortunum á Spáni. Sá flokkur sem vann stærsta kosningasigurinn í þingkosningunum um síðustu helgi á þó litla sem enga möguleika á að mynda ríkisstjórn. Og það stjórnarmynstur sem helst blasir við sósíalistum gæti orðið flokknum dýrkeypt. 29. júlí 2023 12:33 Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
Það var hvergi slegið af í umræðunum fyrir atkvæðagreiðslu spænska þingsins í gær um hvort Alberto Feijóo, leiðtogi hægri flokksins Partido Popular, nyti stuðnings meirihluta þingheims til að mynda ríkisstjórn. „Spilltasti forsætisráðherra í sögu Spánar“ „Þér eruð spilltasti forsætisráðherra í sögu Spánar,“ sagði Santiago Abascal, leiðtogi öfgahægriflokksins VOX í ræðu sinni, og beindi máli sínu til Pedro Sánchez, sitjandi forsætisráðherra og leiðtoga jafnaðarmanna. Atkvæðagreiðslan leiddi í ljós það sem nær allir vissu fyrirfram, að Feijóo nýtur ekki stuðnings meirihluta þingsins þrátt fyrir að flokkur hans hafi unnið þingkosningarnar í sumar og sé nú stærsti flokkur landsins. Núna tekur Sánchez við keflinu og freistar þess að mynda samsteypustjórn með vinstra bandalaginu Sumar, með stuðningi aðskilnaðarsinna í Baskalandi og Katalóníu. Myndun vinstri stjórnar gæti kostað fórnir Þrátt fyrir að Sánchez sé borubrattur og staðhæfi að hann myndi stjórn á næstu dögum, þá er deginum ljósara að sú fæðing verður ekki sársauka- eða átakalaus. Hann þarf að ná samkomulagi við hægri flokk aðskilnaðarsinna í Katalóníu, Junts, sem setur fram tvær kröfur fyrir því að styðja vinstri stjórnina. Annars vegar að kosið verði aftur um sjálfstæði Katalóníu á þessu kjörtímabili, Sánchez mun ekki ganga að því og Junts mun að sætta sig við það. Hins vegar er það ófrávíkjanlega krafa Junts að öllum sakborningum sem voru ákærðir og eða fangelsaðir í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 verði veitt sakaruppgjöf. Þeirri kröfu virðist Sánchez ætla að kyngja til að halda völdum og það hefur verið harðlega gagnrýnt, ekki bara af andstæðingum hans, heldur einnig innan eigin raða. Þannig hefur Felipe González, fyrsti forsætisráðherra sósíalista eftir endurreisn lýðveldisins árið 1982, sagt að slíkt samkomulag sé hreinlega brot á stjórnarskrá landsins. Á næstu vikum kemur í ljós hvort Sánchez tekst að mynda starfhæfa ríkisstórn. Takist það ekki verður boðað til enn einna þingkosninga á Spáni í byrjun næsta árs, sem yrðu þá þær sjöttu frá árinu 2015.
Spánn Kosningar á Spáni Tengdar fréttir Sumarkosningar í fyrsta sinn: Spánverjar kjósa til þings í dag Spánverjar ganga að kjörborðinu í dag í þingkosningum sem fara fram í gríðarlegum hita, en þetta er í fyrsta sinn sem kosið er að sumri til á Spáni. 23. júlí 2023 13:00 Allt í hnút í spænskum stjórnmálum Engin ríkisstjórn er enn í kortunum á Spáni. Sá flokkur sem vann stærsta kosningasigurinn í þingkosningunum um síðustu helgi á þó litla sem enga möguleika á að mynda ríkisstjórn. Og það stjórnarmynstur sem helst blasir við sósíalistum gæti orðið flokknum dýrkeypt. 29. júlí 2023 12:33 Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
Sumarkosningar í fyrsta sinn: Spánverjar kjósa til þings í dag Spánverjar ganga að kjörborðinu í dag í þingkosningum sem fara fram í gríðarlegum hita, en þetta er í fyrsta sinn sem kosið er að sumri til á Spáni. 23. júlí 2023 13:00
Allt í hnút í spænskum stjórnmálum Engin ríkisstjórn er enn í kortunum á Spáni. Sá flokkur sem vann stærsta kosningasigurinn í þingkosningunum um síðustu helgi á þó litla sem enga möguleika á að mynda ríkisstjórn. Og það stjórnarmynstur sem helst blasir við sósíalistum gæti orðið flokknum dýrkeypt. 29. júlí 2023 12:33
Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49