Vala Kristín og Hildur Vala verða Anna og Elsa í söngleiknum Frosti Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. september 2023 21:20 Vala og Hildur eru öllum hnútum kunnugar í íslensku söngleikjasenunni. Þjóðleikhúsið Leikkonurnar Vala Kristín Eiríksdóttir og Hildur Vala Baldursdóttir munu fara með hlutverk systranna og prinsessanna Önnu og Elsu í íslenskri útgáfu á söngleiknum Frozen sem frumsýnd verður í Þjóðleikhúsinu í mars næstkomandi. Þetta var tilkynnt í sjónvarpsþættinum Vikunni með Gísla Marteini á RÚV rétt í þessu. Hildur mun fara með hlutverk ísprinsessunnar Elsu. Hildur hefur starfað í þjóðleikhúsinu frá útskrift úr Listaháskólanum og fór með hlutverk Ronju ræningjadóttur í samnefndu leikriti. Síðan þá hefur hún meðal annars leikið í Kardemommubænum, Nashyrningunum og Atómstöðinni. Þá mun Vala fara með hlutverk Önnu, litlu systur hennar. Hún hefur verið fastráðin við Borgarleikhúsið frá árinu 2015 þar sem hún hefur meðal annar stigið á svið í verkunum Oleanna, Allt sem er frábært og Matthildi, þar sem hún hlaut Grímuverðlaun sem leikkona í aukahlutverki. Að auki er Vala einn framleiðenda sjónvarpsþáttanna Venjulegt fólk. Gísli leikstýrir á öllum Norðurlöndunum Söngleikurinn Frost verður sýndur í Þjóðleikhúsinu en að auki í leikhúsum í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, og á öllum stöðum undir leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar. Uppfærslan á söngleiknum Frost er samstarfsverkefni milli Vesturports og fimm leikhúsa á Norðurlöndunum, þar á meðal Þjóðleikhússins. Gísli Örn Garðarsson leikari og leikstjóri kemur til með að leikstýra í öllum fimm leikhúsunum. Sýningin verður frumsýnd í Ósló nú í október, síðan hérlendis í mars, svo í Stokkhólmi, Helsinki og loks í Danmörku. Bak við íslensku uppfærsluna er öflugt listrænt teymi. Bragi Valdimar Skúlason mun sjá um að þýða söngleikinn á íslensku. Leikmyndahönnuðurinn Börkur Jónsson, einn helsti samstarfsmaður Gísla Arnar, mun hanna leikmyndina. Þá mun búningahönnuðurinn Christina Lovery hanna búningana. „Þetta er bara ævintýri með geggjuðum lögum, húmor og dramatískri sögu. Þetta er því með öll kryddin sem þarf í góðan söngleik,“ sagði Gísli Örn um verkefnið í viðtali við fréttastofu í vor. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan. Uppfært: Fyrst kom fram að Vala færi með hlutverk Elsu og Hildur með hlutverk Önnu. Svo reyndist það öfugt. Leikhús Menning Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Labbar sextán þúsund skref á dag í París Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Fleiri fréttir Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Gefur endurkomu undir fótinn Labbar sextán þúsund skref á dag í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Sjá meira
Þetta var tilkynnt í sjónvarpsþættinum Vikunni með Gísla Marteini á RÚV rétt í þessu. Hildur mun fara með hlutverk ísprinsessunnar Elsu. Hildur hefur starfað í þjóðleikhúsinu frá útskrift úr Listaháskólanum og fór með hlutverk Ronju ræningjadóttur í samnefndu leikriti. Síðan þá hefur hún meðal annars leikið í Kardemommubænum, Nashyrningunum og Atómstöðinni. Þá mun Vala fara með hlutverk Önnu, litlu systur hennar. Hún hefur verið fastráðin við Borgarleikhúsið frá árinu 2015 þar sem hún hefur meðal annar stigið á svið í verkunum Oleanna, Allt sem er frábært og Matthildi, þar sem hún hlaut Grímuverðlaun sem leikkona í aukahlutverki. Að auki er Vala einn framleiðenda sjónvarpsþáttanna Venjulegt fólk. Gísli leikstýrir á öllum Norðurlöndunum Söngleikurinn Frost verður sýndur í Þjóðleikhúsinu en að auki í leikhúsum í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, og á öllum stöðum undir leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar. Uppfærslan á söngleiknum Frost er samstarfsverkefni milli Vesturports og fimm leikhúsa á Norðurlöndunum, þar á meðal Þjóðleikhússins. Gísli Örn Garðarsson leikari og leikstjóri kemur til með að leikstýra í öllum fimm leikhúsunum. Sýningin verður frumsýnd í Ósló nú í október, síðan hérlendis í mars, svo í Stokkhólmi, Helsinki og loks í Danmörku. Bak við íslensku uppfærsluna er öflugt listrænt teymi. Bragi Valdimar Skúlason mun sjá um að þýða söngleikinn á íslensku. Leikmyndahönnuðurinn Börkur Jónsson, einn helsti samstarfsmaður Gísla Arnar, mun hanna leikmyndina. Þá mun búningahönnuðurinn Christina Lovery hanna búningana. „Þetta er bara ævintýri með geggjuðum lögum, húmor og dramatískri sögu. Þetta er því með öll kryddin sem þarf í góðan söngleik,“ sagði Gísli Örn um verkefnið í viðtali við fréttastofu í vor. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan. Uppfært: Fyrst kom fram að Vala færi með hlutverk Elsu og Hildur með hlutverk Önnu. Svo reyndist það öfugt.
Leikhús Menning Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Labbar sextán þúsund skref á dag í París Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Fleiri fréttir Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Gefur endurkomu undir fótinn Labbar sextán þúsund skref á dag í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp