Ólafur fetar ótroðnar slóðir í Kúveit: „Tilboð sem ekki margir myndu segja nei við“ Aron Guðmundsson skrifar 30. september 2023 09:30 Ekki er ýkja langt síðan að Ólafur gekk til liðs við Gróttu Vísir/Skjáskot Ólafur Brim Stefánsson verður fyrsti íslenski handboltamaðurinn til þess að spila fyrir félagslið frá Kúveit. Hann hefur samið við Al-Yarmouk þar í landi og segir að ekki gætu margir leikmenn hafnað því óvænta tilboði sem hann fékk frá félaginu. „Í gegnum árin hef ég verið með nokkra umboðsmenn sama hafa verið að reyna koma mér út í atvinnumennsku. Ég hef fengið fullt af tilboðum til mín. Ekkert sem mér hefur litist á. En núna kom bara mjög óvænt tilboð sem ég held að ekki margir myndu segja nei við,“ segir Ólafur Brim. „Þetta er bara frábært tækifæri fyrir mig. Bæði sem handboltamann og líka sem manneskju. Að fá að þróast og eflast, kynnast svona gjörólíkri menningu. Öðruvísi siðum.“ Það hefur lengi verið draumur Ólafs að halda út í atvinnumennsku. Nú rætist sá draumur. „Það er alveg frábært að þessi draumur sé að verða að veruleika.“ Tilboð Al-Yarmouk heillaði Ólaf upp úr skónum. En hvað er það við tilboðið sem er svo heillandi? „Það halda mjög margir að handboltinn þarna í Kúveit sé ekkert rosalega góður en þetta er bara fínasti handbolti. Hann er villtur og mjög hraður. Fjárhagslega hliðin á þessu er líka mjög góð, eins og fólk heldur líka. Þetta eru bara tvær mjög góðar ástæður fyrir mig til þess að stökkva á þetta tækifæri.“ Ólafur er uppalinn hjá Val en hefur einnig leikið með liðum Fram og Gróttu hér á landi. Hann samdi á nýjan leik við Gróttu í sumar og dvelur því ekki lengi hjá félaginu. Hann segir þjálfara liðsins, Róbert Gunnarsson, sýna þessari ævintýraþrá sinni skilning. „Ég og Robbi erum náttúrulega fínir félagar. Hann sagði við mig að hann væri svekktur þjálfunarlega séð en samgleðst mér. Við skildum því sáttir, sem vinir.“ En við hverju ertu að búast þarna úti í Kúveit? „Þegar að stórt er spurt. Það er allavegana mjög heitt þarna úti. Ég bara veit ekki alveg við hverju ég á að búast. Bara einhverju góðu ævintýri.“ Kúveit Olís-deild karla Handbolti Grótta Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
„Í gegnum árin hef ég verið með nokkra umboðsmenn sama hafa verið að reyna koma mér út í atvinnumennsku. Ég hef fengið fullt af tilboðum til mín. Ekkert sem mér hefur litist á. En núna kom bara mjög óvænt tilboð sem ég held að ekki margir myndu segja nei við,“ segir Ólafur Brim. „Þetta er bara frábært tækifæri fyrir mig. Bæði sem handboltamann og líka sem manneskju. Að fá að þróast og eflast, kynnast svona gjörólíkri menningu. Öðruvísi siðum.“ Það hefur lengi verið draumur Ólafs að halda út í atvinnumennsku. Nú rætist sá draumur. „Það er alveg frábært að þessi draumur sé að verða að veruleika.“ Tilboð Al-Yarmouk heillaði Ólaf upp úr skónum. En hvað er það við tilboðið sem er svo heillandi? „Það halda mjög margir að handboltinn þarna í Kúveit sé ekkert rosalega góður en þetta er bara fínasti handbolti. Hann er villtur og mjög hraður. Fjárhagslega hliðin á þessu er líka mjög góð, eins og fólk heldur líka. Þetta eru bara tvær mjög góðar ástæður fyrir mig til þess að stökkva á þetta tækifæri.“ Ólafur er uppalinn hjá Val en hefur einnig leikið með liðum Fram og Gróttu hér á landi. Hann samdi á nýjan leik við Gróttu í sumar og dvelur því ekki lengi hjá félaginu. Hann segir þjálfara liðsins, Róbert Gunnarsson, sýna þessari ævintýraþrá sinni skilning. „Ég og Robbi erum náttúrulega fínir félagar. Hann sagði við mig að hann væri svekktur þjálfunarlega séð en samgleðst mér. Við skildum því sáttir, sem vinir.“ En við hverju ertu að búast þarna úti í Kúveit? „Þegar að stórt er spurt. Það er allavegana mjög heitt þarna úti. Ég bara veit ekki alveg við hverju ég á að búast. Bara einhverju góðu ævintýri.“
Kúveit Olís-deild karla Handbolti Grótta Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira