LeBron undirbýr sig fyrir tímabilið „eins og nýliði“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. september 2023 16:40 LeBron James er á leiðinni inn í sitt 21. tímabil í NBA deildinni AP/Marcio Jose Sanchez LeBron James mun spila fyrir Los Angeles Lakers á sínu 21. tímabili í NBA deildinni í vetur. Þrátt fyrir að hafa misst mikið úr síðasta tímabili er hann staðráðinn í að komast í sitt allra besta leikform. LeBron verður 39 ára í desember og hefur spilað í NBA deildinni síðan hann var valinn af Cleveland Cavaliers árið 2003. Leikmaðurinn hefur lítið látið af snilli sinni og var með frábæra tölfræði á síðasta tímabili, en missti af 27 leikjum vegna meiðsla. Hann hefur frá dögum sínum með Miami Heat verið frumkvöðull og mikill talsmaður þess að leikmenn deildarinnar taki sér hvíld frá leikjum öðru hverju. Nú hefur NBA deildin þó hert reglur sínar varðandi hvíldartíma leikmanna. LeBron er sem áður segir kominn á nokkuð háan aldur og frá því að hann gekk til liðs við Lakers fyrir fimm árum hefur hann misst af fleiri leikjum (111) heldur en öll fimmtán árin þar áður (71). Framkvæmdastjóri LA Lakers, Rob Pelinka, hefur ekki áhyggjur af þessari þróun. „Það er ótrúlegt að sjá leikmann með 20 ár undir beltinu undirbúa sig fyrir 21. árið eins og hann sé nýliði.“ Pelinka sagði svo liðið vera búið að styrkja sig fyrir tímabilið og búa yfir betri breidd en áður, sem muni setja minna álag á stjörnurnar. „Við þurfum að vinna saman til að hjálpa LeBron að komast heill í gegnum tímabilið og inn í úrslitakeppnina. Ég held að breiddin sem við höfum bætt við okkur, fjölbreytnin fram á við, skotmennirnir, allt er þetta að fara að hjálpa við það“ bætti Pelinka við. Lakers hafa haldið kjarnanum af liði síðasta árs saman, samningar voru framlengdir við Anthony Davis, Austin Reaves, D'Angelo Russell, Rui Hachimure og Jared Vanderbilt. Þeir bættu svo við sig nýjum mönnum í Christian Wood, Gabe Vincent, Taurean Prince, Jaxson Hayes og Cam Reddish. Þeir duttu út í úrslitum vesturhlutans í fyrra en gera aðra atlögu að titlinum á þessum tímabili. Fyrsti leikur þeirra verður þann 24. október gegn ríkjandi meisturum í Denver Nuggets. NBA Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Sjá meira
LeBron verður 39 ára í desember og hefur spilað í NBA deildinni síðan hann var valinn af Cleveland Cavaliers árið 2003. Leikmaðurinn hefur lítið látið af snilli sinni og var með frábæra tölfræði á síðasta tímabili, en missti af 27 leikjum vegna meiðsla. Hann hefur frá dögum sínum með Miami Heat verið frumkvöðull og mikill talsmaður þess að leikmenn deildarinnar taki sér hvíld frá leikjum öðru hverju. Nú hefur NBA deildin þó hert reglur sínar varðandi hvíldartíma leikmanna. LeBron er sem áður segir kominn á nokkuð háan aldur og frá því að hann gekk til liðs við Lakers fyrir fimm árum hefur hann misst af fleiri leikjum (111) heldur en öll fimmtán árin þar áður (71). Framkvæmdastjóri LA Lakers, Rob Pelinka, hefur ekki áhyggjur af þessari þróun. „Það er ótrúlegt að sjá leikmann með 20 ár undir beltinu undirbúa sig fyrir 21. árið eins og hann sé nýliði.“ Pelinka sagði svo liðið vera búið að styrkja sig fyrir tímabilið og búa yfir betri breidd en áður, sem muni setja minna álag á stjörnurnar. „Við þurfum að vinna saman til að hjálpa LeBron að komast heill í gegnum tímabilið og inn í úrslitakeppnina. Ég held að breiddin sem við höfum bætt við okkur, fjölbreytnin fram á við, skotmennirnir, allt er þetta að fara að hjálpa við það“ bætti Pelinka við. Lakers hafa haldið kjarnanum af liði síðasta árs saman, samningar voru framlengdir við Anthony Davis, Austin Reaves, D'Angelo Russell, Rui Hachimure og Jared Vanderbilt. Þeir bættu svo við sig nýjum mönnum í Christian Wood, Gabe Vincent, Taurean Prince, Jaxson Hayes og Cam Reddish. Þeir duttu út í úrslitum vesturhlutans í fyrra en gera aðra atlögu að titlinum á þessum tímabili. Fyrsti leikur þeirra verður þann 24. október gegn ríkjandi meisturum í Denver Nuggets.
NBA Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli