„Ég vissi ekki að hann væri alvitur“ Árni Sæberg skrifar 29. september 2023 15:46 Ómar R. Valdimarsson er verjandi Alexanders Mána, sem er ákærður fyrir þrjár tilraunir til manndráps. Vísir/Vilhelm Rannsóknarlögreglumaður, sem stýrði rannsókn á hnífstunguárásinni á Bankastræti Club, fullyrti þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag að aðeins einum hníf hafi verið beitt í árásinni. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ sagði verjandi manns, sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps, en dró ummælin síðar til baka. Lögreglumaðurinn lýsti því hvernig rannsóknin fór fram eftir að hann tók við stjórn hennar þegar hann mætti til vinnu föstudaginn 18. nóvember árið 2022. Hann sagði að áherslan hafi verið á að greina myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum, bæði á Bankastræti Club sem og á öðrum stöðum, einna helst Dubliner og Paloma. Þar höfðu árásarmennirnir safnast saman áður en þeir lögðust til atlögu. Hann sagði að mikill fjöldi rannsóknarlögreglumanna hefði komið að málinu og teymi stofnuð utan um hvern anga rannsóknarinnar. Sáu bara einn hníf Lögregluþjónninn sagði að við ítarlega greiningu á upptökum frá Bankastræti Club hafi aðeins einn hnífur sést. „Hvergi nokkurs staðar í myndbandinu eða í ferlinu, sjáum við fleiri en einn hníf. Vissulega reyndum við eftir fremsta megni að greina öll vopn en við urðum ekki vör við fleiri hnífa,“ sagði hann. Hins vegar hafi sést ein kylfa, eitt vasaljós og stunguvesti. Þá segir hann að lögreglan hafi varið miklu púðri í leit að umræddum hníf, sem sakborningurinn Alexander Máni Björnsson gekkst við að hafa verið með. Hann hafi sagst hafa hent hnífnum í ótilgreinda ruslatunnu. „Okkur langaði mikið að finna þennan hníf, lögðum mikla vinnu í það, meðal annars að sjá hann betur á myndbandinu. Það var ekki hægt að þysja inn á hann, var alltaf það grófkornóttur að við sáum ekki hvernig hnífurinn var.“ Hnífurinn hefur enn ekki fundist. Telja næsta víst að Alexander Máni hafi stungið alla þrjá Líkt og greint hefur verið frá hefur Alexander Máni Björnsson játað að hafa stunguð tvo brotaþola málsins en ekki þann þriðja. Þá neitar hann að hafa reynt að verða mönnunum tveimur að bana. Við skýrslutöku á mánudaginn sagði hann að það sæist á upptökum úr öryggismyndavélum staðarins að hann hefði ekki stungið brotaþolann Lúkas Geir. „Ég get ekki verið á tveimur stöðum í einu.“ „Við skoðuðum það og reyndum að vinna myndbandið eins vel og við gátum varðandi snertingu þeirra á milli, Eina snertingin sem varð til þess að hann féll niður var þegar hann rakst í Alexander Mána, niðurstaðan var sú að yfirgnæfandi líkur væru á því að Alexander Máni hefði stungið Lúkas,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn. „Alls ekki, ég veit ekki hvernig þú dregur þá ályktun“ Þá var komið að Ómari R. Valdimarssyni, verjanda Alexanders Mána, að spyrja lögreglumanninn spjörunum úr. Hann spurði út í það hvernig lögregla hefði komist að því að Alexander Máni hefði verið með hníf inni á Bankastræti Club. „Það var ljóst strax í upphafi þegar myndbandið var skoðað að maður hélt á hníf þegar hann gekk inn á Bankastræti Club, það var ekki ljóst hver var á bak við grímuna. Það varð fljótt ljóst að það var Alexander Máni.“ Þá sagði Ómar að Alexander Máni hefði gengist við því að hafa verið með hníf umrætt kvöld og spurði hvort rannsókn hefði verið hætt á þeim tímapunkti. „Alls ekki, ég veit ekki hvernig þú dregur þá ályktun,“ sagði lögreglumaðurinn. Ómar velti sömu spurningu upp þegar rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Dómari bað verjendur um að vera kurteisir Þá spurði Ómar lögreglumanninn hvort hann gæti útilokað það að fleiri en Alexander Máni hafi verið með hníf inni í svokölluðu VIP-herbergi á staðnum, þar sem árásin var framin. Lögreglumaðurinn sagðit geta fullyrt að Alexander Máni hafi verið sá eini með hníf. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ muldraði Ómar þá lágt. Dómari spurði hann þá hvað hann hefði sagt. „Ég sagði að ég vissi ekki að hann væri alvitur, en ég dreg það til baka.“ Dómari sagði það gott og bað verjendur, og verjanda, um að vera kurteisir. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Lögreglumaðurinn lýsti því hvernig rannsóknin fór fram eftir að hann tók við stjórn hennar þegar hann mætti til vinnu föstudaginn 18. nóvember árið 2022. Hann sagði að áherslan hafi verið á að greina myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum, bæði á Bankastræti Club sem og á öðrum stöðum, einna helst Dubliner og Paloma. Þar höfðu árásarmennirnir safnast saman áður en þeir lögðust til atlögu. Hann sagði að mikill fjöldi rannsóknarlögreglumanna hefði komið að málinu og teymi stofnuð utan um hvern anga rannsóknarinnar. Sáu bara einn hníf Lögregluþjónninn sagði að við ítarlega greiningu á upptökum frá Bankastræti Club hafi aðeins einn hnífur sést. „Hvergi nokkurs staðar í myndbandinu eða í ferlinu, sjáum við fleiri en einn hníf. Vissulega reyndum við eftir fremsta megni að greina öll vopn en við urðum ekki vör við fleiri hnífa,“ sagði hann. Hins vegar hafi sést ein kylfa, eitt vasaljós og stunguvesti. Þá segir hann að lögreglan hafi varið miklu púðri í leit að umræddum hníf, sem sakborningurinn Alexander Máni Björnsson gekkst við að hafa verið með. Hann hafi sagst hafa hent hnífnum í ótilgreinda ruslatunnu. „Okkur langaði mikið að finna þennan hníf, lögðum mikla vinnu í það, meðal annars að sjá hann betur á myndbandinu. Það var ekki hægt að þysja inn á hann, var alltaf það grófkornóttur að við sáum ekki hvernig hnífurinn var.“ Hnífurinn hefur enn ekki fundist. Telja næsta víst að Alexander Máni hafi stungið alla þrjá Líkt og greint hefur verið frá hefur Alexander Máni Björnsson játað að hafa stunguð tvo brotaþola málsins en ekki þann þriðja. Þá neitar hann að hafa reynt að verða mönnunum tveimur að bana. Við skýrslutöku á mánudaginn sagði hann að það sæist á upptökum úr öryggismyndavélum staðarins að hann hefði ekki stungið brotaþolann Lúkas Geir. „Ég get ekki verið á tveimur stöðum í einu.“ „Við skoðuðum það og reyndum að vinna myndbandið eins vel og við gátum varðandi snertingu þeirra á milli, Eina snertingin sem varð til þess að hann féll niður var þegar hann rakst í Alexander Mána, niðurstaðan var sú að yfirgnæfandi líkur væru á því að Alexander Máni hefði stungið Lúkas,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn. „Alls ekki, ég veit ekki hvernig þú dregur þá ályktun“ Þá var komið að Ómari R. Valdimarssyni, verjanda Alexanders Mána, að spyrja lögreglumanninn spjörunum úr. Hann spurði út í það hvernig lögregla hefði komist að því að Alexander Máni hefði verið með hníf inni á Bankastræti Club. „Það var ljóst strax í upphafi þegar myndbandið var skoðað að maður hélt á hníf þegar hann gekk inn á Bankastræti Club, það var ekki ljóst hver var á bak við grímuna. Það varð fljótt ljóst að það var Alexander Máni.“ Þá sagði Ómar að Alexander Máni hefði gengist við því að hafa verið með hníf umrætt kvöld og spurði hvort rannsókn hefði verið hætt á þeim tímapunkti. „Alls ekki, ég veit ekki hvernig þú dregur þá ályktun,“ sagði lögreglumaðurinn. Ómar velti sömu spurningu upp þegar rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Dómari bað verjendur um að vera kurteisir Þá spurði Ómar lögreglumanninn hvort hann gæti útilokað það að fleiri en Alexander Máni hafi verið með hníf inni í svokölluðu VIP-herbergi á staðnum, þar sem árásin var framin. Lögreglumaðurinn sagðit geta fullyrt að Alexander Máni hafi verið sá eini með hníf. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ muldraði Ómar þá lágt. Dómari spurði hann þá hvað hann hefði sagt. „Ég sagði að ég vissi ekki að hann væri alvitur, en ég dreg það til baka.“ Dómari sagði það gott og bað verjendur, og verjanda, um að vera kurteisir.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira