Mátti ekki fletta sjúkraskrá kollega síns eftir vinnuslys Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. september 2023 20:48 Læknirinn bar fyrir sig að vinnustaður sinn hefði farið fram á að hann gæfi sitt mat á samstarfsmanni sínum. Vísir/Vilhelm Persónuvernd hefur úrskurðað lækni sem fletti fjórum sinnum upp í sjúkraskrá samstarfsmanns síns eftir að hann lenti í vinnuslysi brotlegan við persónuverndarlög. Læknirinn gegndi störfum trúnaðarlæknis á vinnustað kvartanda og höfðu uppflettingarnar farið fram í tengslum við störf hans sem trúnaðarlæknir. Áður hafði Embætti landlæknis komist að þeirri niðurstöðu að læknirinn hefði verið brotlegur við lög um sjúkraskrár. Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að samstarfsmaður læknisins hafi lent í vinnuslysi og hafi verið óvinnufær á tímabili. Hann hafi hætt störfum hjá viðkomandi heilbrigðisstofnun og síðar komist að því að læknirinn hafi flett upp í sjúkraskrá sinni. Starfsmaðurinn vísaði til þess að trúnaðarlæknirinn hefði ekki komið að læknismeðferð sinni og að hann hafi ekki verið að leita sér læknisaðstoðar á þeim tíma sem uppflettingarnar fóru fram. Hann hafi lent í vinnuslysi og hætt störfum. Eftir það hafi læknirinn skoðað sjúkraskrá hans fjórum sinnum án samskipta við sig. Læknirinn segir vinnuveitanda hafa leitað til sín Í svarbréfi trúnaðarlæknisins kemur fram að hann hafi um nokkurra ára skeið starfað sem læknir á viðkomandi heilbrigðisstofnun þar sem starfsmaðurinn hafi verið búsettur. Hann segir starfsmanninn hafa lent í vinnuslysi og verið óvinnufæran. Reynt hafi verið að koma til móts við hann svo hann gæti mætt til vinnu, sem hann hafi samþykkt. Læknirinn segir að starfsmanninum hafi hins vegar síðar verið sagt upp störfum sökum heilsubrests. Starfsmaðurinn hafi í framhaldinu leitað réttar síns varðandi ólögmæta uppsögn á grundvelli lengds veikindaréttar og segir læknirinn hann hafa vísað til þess að hann hafi lent í öðru vinnuslysi. Trúnaðarlæknirinn segir að vinnuveitandinn hafi í kjölfarið leitað til hans, í því skyni að meta afleiðingar hins meinta vinnuslyss. Síðar hafi vinnuveitandi svo að nýju óskað eftir sérstöku mati frá honum sem trúnaðarlækni fyrirtækisins. Segir læknirinn að matið hafi farið fram í formi viðtals á starfsstöð hans. Segir hann að í umræddu viðtali hafi hann fengið munnlegt samþykki frá samstarfsmanni sínum fyrir því að fletta upp í sjúkraskrá hans. Starfsmaðurinn vísaði hins vegar til þess að staðsetning viðtalsins hefði verið valin að frumkvæði trúnaðarlæknisins. Hann hefði rætt við sig sem trúnaðarlækni og ef þörf hefði verið á frekari heilsufarsupplýsingum hefði að hans mati verið viðeigandi að óska eftir læknisvottorði. Hefði hann ekki verið búsettur í viðkomandi sveitarfélagi hefði læknirinn ekki haft aðgang að þessum gögnum og því var það mat starfsmannsins að læknirinn hefði misnotað sér aðstöðu sína. Trúnaðarlæknir geti aldrei verið heimilislæknir Persónuvernd segir í úrskurði sínum að engar lögfestar reglur séu um trúnaðarlækningar. Árið 2009 hafi Siðfræðiráð Læknafélag Íslands hins vegar tekið saman viðmiðunarreglur um slíkar lækningar. Samkvæmt viðmiðunarreglunum er litið svo á trúnaðarlæknir geti aldrei verið heimilislæknir starfsfólks. Mikilvægt sé að trúnaðarlæknir gæti þess að starfsmaður geri sér grein fyrir að sem trúnaðarlæknir hafi hann skyldum að gegna gagnvart fyrirtæki eða stofnun sem hefur ráðið hann til starfa og skiptir miklu að starfsmenn geri sér grein fyrir stöðu trúnaðarlækna. Að mati Persónuverndar er því ekki talið að starfsmaðurinn hafi í umrætt sinn verið fyllilega upplýstur um tilgang fyrir vinnslu persónuupplýsinga sinna og hvaða afleiðingar meðferð þeirra gæti haft fyrir hann. Þá telur Persónuvernd nokkurs aðstöðumunar hafa gætt á milli starfsmannsins og trúnaðarlæknisins þar sem hann hafi verið að vinna að mati á afleiðingum vinnuslyss að beiðni vinnuveitanda starfsmannsins. Persónuvernd Heilbrigðismál Vinnuslys Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Sjá meira
Læknirinn gegndi störfum trúnaðarlæknis á vinnustað kvartanda og höfðu uppflettingarnar farið fram í tengslum við störf hans sem trúnaðarlæknir. Áður hafði Embætti landlæknis komist að þeirri niðurstöðu að læknirinn hefði verið brotlegur við lög um sjúkraskrár. Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að samstarfsmaður læknisins hafi lent í vinnuslysi og hafi verið óvinnufær á tímabili. Hann hafi hætt störfum hjá viðkomandi heilbrigðisstofnun og síðar komist að því að læknirinn hafi flett upp í sjúkraskrá sinni. Starfsmaðurinn vísaði til þess að trúnaðarlæknirinn hefði ekki komið að læknismeðferð sinni og að hann hafi ekki verið að leita sér læknisaðstoðar á þeim tíma sem uppflettingarnar fóru fram. Hann hafi lent í vinnuslysi og hætt störfum. Eftir það hafi læknirinn skoðað sjúkraskrá hans fjórum sinnum án samskipta við sig. Læknirinn segir vinnuveitanda hafa leitað til sín Í svarbréfi trúnaðarlæknisins kemur fram að hann hafi um nokkurra ára skeið starfað sem læknir á viðkomandi heilbrigðisstofnun þar sem starfsmaðurinn hafi verið búsettur. Hann segir starfsmanninn hafa lent í vinnuslysi og verið óvinnufæran. Reynt hafi verið að koma til móts við hann svo hann gæti mætt til vinnu, sem hann hafi samþykkt. Læknirinn segir að starfsmanninum hafi hins vegar síðar verið sagt upp störfum sökum heilsubrests. Starfsmaðurinn hafi í framhaldinu leitað réttar síns varðandi ólögmæta uppsögn á grundvelli lengds veikindaréttar og segir læknirinn hann hafa vísað til þess að hann hafi lent í öðru vinnuslysi. Trúnaðarlæknirinn segir að vinnuveitandinn hafi í kjölfarið leitað til hans, í því skyni að meta afleiðingar hins meinta vinnuslyss. Síðar hafi vinnuveitandi svo að nýju óskað eftir sérstöku mati frá honum sem trúnaðarlækni fyrirtækisins. Segir læknirinn að matið hafi farið fram í formi viðtals á starfsstöð hans. Segir hann að í umræddu viðtali hafi hann fengið munnlegt samþykki frá samstarfsmanni sínum fyrir því að fletta upp í sjúkraskrá hans. Starfsmaðurinn vísaði hins vegar til þess að staðsetning viðtalsins hefði verið valin að frumkvæði trúnaðarlæknisins. Hann hefði rætt við sig sem trúnaðarlækni og ef þörf hefði verið á frekari heilsufarsupplýsingum hefði að hans mati verið viðeigandi að óska eftir læknisvottorði. Hefði hann ekki verið búsettur í viðkomandi sveitarfélagi hefði læknirinn ekki haft aðgang að þessum gögnum og því var það mat starfsmannsins að læknirinn hefði misnotað sér aðstöðu sína. Trúnaðarlæknir geti aldrei verið heimilislæknir Persónuvernd segir í úrskurði sínum að engar lögfestar reglur séu um trúnaðarlækningar. Árið 2009 hafi Siðfræðiráð Læknafélag Íslands hins vegar tekið saman viðmiðunarreglur um slíkar lækningar. Samkvæmt viðmiðunarreglunum er litið svo á trúnaðarlæknir geti aldrei verið heimilislæknir starfsfólks. Mikilvægt sé að trúnaðarlæknir gæti þess að starfsmaður geri sér grein fyrir að sem trúnaðarlæknir hafi hann skyldum að gegna gagnvart fyrirtæki eða stofnun sem hefur ráðið hann til starfa og skiptir miklu að starfsmenn geri sér grein fyrir stöðu trúnaðarlækna. Að mati Persónuverndar er því ekki talið að starfsmaðurinn hafi í umrætt sinn verið fyllilega upplýstur um tilgang fyrir vinnslu persónuupplýsinga sinna og hvaða afleiðingar meðferð þeirra gæti haft fyrir hann. Þá telur Persónuvernd nokkurs aðstöðumunar hafa gætt á milli starfsmannsins og trúnaðarlæknisins þar sem hann hafi verið að vinna að mati á afleiðingum vinnuslyss að beiðni vinnuveitanda starfsmannsins.
Persónuvernd Heilbrigðismál Vinnuslys Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Sjá meira