Bestu vinkonurnar eru sextíu geitur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. september 2023 21:01 Lovísa Rós segir að geiturnar séu bestu vinir sínir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Geitabóndi í nágrenni við Höfn í Hornafirði segir fátt skemmtilegra en að umgangast geiturnar sínar því þær séu svo uppátækjasamar og stríðnar. Bóndinn hvetur fólk til að fá sér geitur því þær séu svo góðir vinir manns. Á bænum Háhóli rétt hjá Höfn eru hjónin á bænum með um 60 geitur og 9 hafra, en það eru þau Lovísa Rósa og Jón Kjartansson. „Þær eru ótrúlega miklir karakterar hver og ein og svo eru þær yfirleitt gæfar og forvitnar og uppátækjasamar og stríðnar svolítið. Ég held að það sé nefnilega það, sem gerir þær svo skemmtilegar, þessi uppátækjasemi og stríðnin og hvað þær eru oft erfiðar. Þær eru ekki fyrir óþolinmóða því maður þarf oft að elta þær svolítið,” segir Lovísa Rós og bætir við. „Þetta eru 60 bestu vinkonur mínar, það er svolítið svoleiðis.” Lovísu finnst svo frábært hvað geiturnar hjálpast mikið að og eru góðar við hvor aðra til dæmis með litlu kiðin þegar sá tími er. „Þær eru oft að passa svona ef maður getur sagt sem svo fyrir hverja aðra. Oft er ein geit kannski með 15 kiðlinga í kringum sig og hinar eru einhvers staðar á beit. Og þegar systur hittast þá knúsast þær svolítið svona og eins mæðgur og svona, þær fylgjast í hópum voðalega mikið enda eru þetta hópdýr. Það er oft sami hópurinn, svona klíkuskapur pínu, þannig að þetta eru voðalega skemmtileg dýr,” segir Lovísa Rós hlæjandi. Lovísa og Jón framleiða líka ýmsar geitavörur eins og sápur, sem eru aðallega búnar til úr geitamör og svo er það geitafiðan eða öðru nafni kasmírull, sem næst af geitunum. Lovísa Rós og Jón Kjartansson, maður hennar eru með 60 geitur á Háhóli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er líka hægt að fá geitakjöt á Háhóli. „Það sem er sérstakt við geitakjötið er að það er miklu, miklu minni fita á því en til dæmis lambakjöti.” En ætti fólk almennt að fá sér geitur? „Ég held það, ég skil bara ekki af hverju allir eigi ekki geit, þetta eru eiginlega bara þannig dýr, vinir manns, algjörir,” segir Lovísa Rós, geitabóndi á Háhóli rétt við Höfn í Hornafirði. Facebooksíða Háhóls Sveitarfélagið Hornafjörður Landbúnaður Dýr Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
Á bænum Háhóli rétt hjá Höfn eru hjónin á bænum með um 60 geitur og 9 hafra, en það eru þau Lovísa Rósa og Jón Kjartansson. „Þær eru ótrúlega miklir karakterar hver og ein og svo eru þær yfirleitt gæfar og forvitnar og uppátækjasamar og stríðnar svolítið. Ég held að það sé nefnilega það, sem gerir þær svo skemmtilegar, þessi uppátækjasemi og stríðnin og hvað þær eru oft erfiðar. Þær eru ekki fyrir óþolinmóða því maður þarf oft að elta þær svolítið,” segir Lovísa Rós og bætir við. „Þetta eru 60 bestu vinkonur mínar, það er svolítið svoleiðis.” Lovísu finnst svo frábært hvað geiturnar hjálpast mikið að og eru góðar við hvor aðra til dæmis með litlu kiðin þegar sá tími er. „Þær eru oft að passa svona ef maður getur sagt sem svo fyrir hverja aðra. Oft er ein geit kannski með 15 kiðlinga í kringum sig og hinar eru einhvers staðar á beit. Og þegar systur hittast þá knúsast þær svolítið svona og eins mæðgur og svona, þær fylgjast í hópum voðalega mikið enda eru þetta hópdýr. Það er oft sami hópurinn, svona klíkuskapur pínu, þannig að þetta eru voðalega skemmtileg dýr,” segir Lovísa Rós hlæjandi. Lovísa og Jón framleiða líka ýmsar geitavörur eins og sápur, sem eru aðallega búnar til úr geitamör og svo er það geitafiðan eða öðru nafni kasmírull, sem næst af geitunum. Lovísa Rós og Jón Kjartansson, maður hennar eru með 60 geitur á Háhóli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er líka hægt að fá geitakjöt á Háhóli. „Það sem er sérstakt við geitakjötið er að það er miklu, miklu minni fita á því en til dæmis lambakjöti.” En ætti fólk almennt að fá sér geitur? „Ég held það, ég skil bara ekki af hverju allir eigi ekki geit, þetta eru eiginlega bara þannig dýr, vinir manns, algjörir,” segir Lovísa Rós, geitabóndi á Háhóli rétt við Höfn í Hornafirði. Facebooksíða Háhóls
Sveitarfélagið Hornafjörður Landbúnaður Dýr Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira