Var í uppeldisbúðum fyrir ungkommúnista Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 1. október 2023 07:00 Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu. Vísir/Vilhelm Lögmaðurinn Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hefur átt viðburðaríka ævi og lengi verið áberandi í íslensku samfélagi. Hann ferðast gjarnan um á mótorhjóli, iðkar jóga af miklum krafti og á einnig heimili á Ítalíu sem hann er duglegur að heimsækja ásamt því að ferðast reglulega víða um heiminn. Villi er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Frábær lífsreynsla Ítalía hefur spilað stórt hlutverk í lífi Villa í um tuttugu ár og segir hann þá tengingu sannarlega hafa mótað sig og sinn stíl. Ævintýrin byrjuðu snemma hjá honum en hann fór í eftirminnilegt ferðalag fyrir um fjörutíu árum síðan. „Ég hef verið tólf ára gamall þegar ég var í sex vikur í Austur-Berlín í uppeldisbúðum fyrir ungkommúnista. Það var auðvitað, eins og svo margt annað, frábær lífsreynsla og það er mjög gaman að hafa komið þangað á þeim tíma, áður en múrinn féll, og fá að upplifa það að versla í dollarabúðum og í raun og veru sjá þær aðstæður sem fólk bjó við á þessum tíma.“ Reynir að láta allt verka sér til góðs Hann segir líf sitt að sjálfsögðu hafa verið alls konar, bæði upp og niður. „Það hafa mest megnis gerst góðir hlutir en auðvitað líka hlutir sem maður myndi vilja hafa öðruvísi. En allt einhvern veginn reynir maður að láta þetta verka sér til góðs. Ég held að bæði góðu tímarnir og eins erfiðleikarnir hafi gert mig að þeim manni sem ég er í dag.“ Aðspurður hvort hann gæti gefið fjórtán ára sér einhver góð ráð svarar Villi: „Ég er ekki viss um að ég sé til þess umkominn að gefa það. Af því þegar ég horfi á nýja kynslóð, þegar ég horfi á Önnu Maríu dóttur mína og Villa son minn og þær ákvarðanir sem þau eru að taka ekki eldri en þau eru, nítján ára og þrettán ára, þá finnst mér þau bara vera á algjörlega réttri leið í lífinu og ég sé enga ástæðu til að vera að skipta mér að því.“ Allt breyttist við það að eignast börn Það kemur sterkt fram í viðtalinu að Villi lætur álit annarra ekki setja sig út af laginu og hefur í gegnum tíðina verið ónæmur fyrir umtali. Það eina sem hefur breyst hvað það varðar sé tilvist barnanna sinna. „Þau auðvitað fylgjast með og lesa hluti. Hvað mig sjálfan varðar þá breytir þetta engu. Ég hef auðvitað lent í því eins og aðrir sem eiga börn að þau hafa séð og lesið eitthvað sem þau hafa raunverulega verið að velta fyrir sér hvort væri rétt. Þar sem það er ekkert sem skiptir mig meira máli í lífinu heldur en Anna María og Villi þá auðvitað getur það haft áhrif.“ Hann segir að lífið hafi breyst á alla vegu við það að verða faðir. „Ég er auðvitað sjálfhverfur og pínulítill egóisti eins og flestir og það er einhvern veginn bara þannig að maður fór að horfa allt öðrum augum á lífið. Þessi persóna sem maður var áður sem var alltaf í fyrsta sæti og jafnvel öðru og þriðja líka var bara komin niður í tíunda sætið. Af því að velferð þeirra og það hvernig börnunum manns líður einfaldlega bara skiptir mig öllu máli. Og það myndi engu breyta hversu vel gengur hjá mér, hvort heldur sem í vinnunni eða í einkalífi, ef að krakkarnir mínir eru ekki glaðir þá er ég það ekki heldur. Það er bara staðreynd.“ Einkalífið Tengdar fréttir „Slétt sama hvað fólki finnst um mig“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en þáttinn má sjá í heild sinni hér í pistlinum. 28. september 2023 07:01 Óhefðbundið fjölskyldumynstur Villa Vill: Krafan um normið úrelt árið 2023 „Ég hef verið ástfanginn og ég ætla að leyfa mér að segja að ég hef verið svo heppinn að vera ástfanginn því ég held að það sé ekki sjálfgefið,“ segir lögmaðurinn Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson sem er gestur í Einkalífinu. Viðtalið við hann birtist í fyrramálið klukkan 7. 27. september 2023 20:01 Edda Lovísa hætt á OnlyFans eftir hótanir og eigið markaleysi Edda Lovísa Björgvinsdóttir er hætt að framleiða klám á OnlyFans. Hún segist ekki geta farið lengur ein niðrí bæ og þá hefur hún þurft að flytja eftir að áskrifandi á síðunni komst að því hvar hún átti heima. Hún segist hafa verið hætt að virða eigin mörk. 21. september 2023 10:00 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Villi er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Frábær lífsreynsla Ítalía hefur spilað stórt hlutverk í lífi Villa í um tuttugu ár og segir hann þá tengingu sannarlega hafa mótað sig og sinn stíl. Ævintýrin byrjuðu snemma hjá honum en hann fór í eftirminnilegt ferðalag fyrir um fjörutíu árum síðan. „Ég hef verið tólf ára gamall þegar ég var í sex vikur í Austur-Berlín í uppeldisbúðum fyrir ungkommúnista. Það var auðvitað, eins og svo margt annað, frábær lífsreynsla og það er mjög gaman að hafa komið þangað á þeim tíma, áður en múrinn féll, og fá að upplifa það að versla í dollarabúðum og í raun og veru sjá þær aðstæður sem fólk bjó við á þessum tíma.“ Reynir að láta allt verka sér til góðs Hann segir líf sitt að sjálfsögðu hafa verið alls konar, bæði upp og niður. „Það hafa mest megnis gerst góðir hlutir en auðvitað líka hlutir sem maður myndi vilja hafa öðruvísi. En allt einhvern veginn reynir maður að láta þetta verka sér til góðs. Ég held að bæði góðu tímarnir og eins erfiðleikarnir hafi gert mig að þeim manni sem ég er í dag.“ Aðspurður hvort hann gæti gefið fjórtán ára sér einhver góð ráð svarar Villi: „Ég er ekki viss um að ég sé til þess umkominn að gefa það. Af því þegar ég horfi á nýja kynslóð, þegar ég horfi á Önnu Maríu dóttur mína og Villa son minn og þær ákvarðanir sem þau eru að taka ekki eldri en þau eru, nítján ára og þrettán ára, þá finnst mér þau bara vera á algjörlega réttri leið í lífinu og ég sé enga ástæðu til að vera að skipta mér að því.“ Allt breyttist við það að eignast börn Það kemur sterkt fram í viðtalinu að Villi lætur álit annarra ekki setja sig út af laginu og hefur í gegnum tíðina verið ónæmur fyrir umtali. Það eina sem hefur breyst hvað það varðar sé tilvist barnanna sinna. „Þau auðvitað fylgjast með og lesa hluti. Hvað mig sjálfan varðar þá breytir þetta engu. Ég hef auðvitað lent í því eins og aðrir sem eiga börn að þau hafa séð og lesið eitthvað sem þau hafa raunverulega verið að velta fyrir sér hvort væri rétt. Þar sem það er ekkert sem skiptir mig meira máli í lífinu heldur en Anna María og Villi þá auðvitað getur það haft áhrif.“ Hann segir að lífið hafi breyst á alla vegu við það að verða faðir. „Ég er auðvitað sjálfhverfur og pínulítill egóisti eins og flestir og það er einhvern veginn bara þannig að maður fór að horfa allt öðrum augum á lífið. Þessi persóna sem maður var áður sem var alltaf í fyrsta sæti og jafnvel öðru og þriðja líka var bara komin niður í tíunda sætið. Af því að velferð þeirra og það hvernig börnunum manns líður einfaldlega bara skiptir mig öllu máli. Og það myndi engu breyta hversu vel gengur hjá mér, hvort heldur sem í vinnunni eða í einkalífi, ef að krakkarnir mínir eru ekki glaðir þá er ég það ekki heldur. Það er bara staðreynd.“
Einkalífið Tengdar fréttir „Slétt sama hvað fólki finnst um mig“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en þáttinn má sjá í heild sinni hér í pistlinum. 28. september 2023 07:01 Óhefðbundið fjölskyldumynstur Villa Vill: Krafan um normið úrelt árið 2023 „Ég hef verið ástfanginn og ég ætla að leyfa mér að segja að ég hef verið svo heppinn að vera ástfanginn því ég held að það sé ekki sjálfgefið,“ segir lögmaðurinn Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson sem er gestur í Einkalífinu. Viðtalið við hann birtist í fyrramálið klukkan 7. 27. september 2023 20:01 Edda Lovísa hætt á OnlyFans eftir hótanir og eigið markaleysi Edda Lovísa Björgvinsdóttir er hætt að framleiða klám á OnlyFans. Hún segist ekki geta farið lengur ein niðrí bæ og þá hefur hún þurft að flytja eftir að áskrifandi á síðunni komst að því hvar hún átti heima. Hún segist hafa verið hætt að virða eigin mörk. 21. september 2023 10:00 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
„Slétt sama hvað fólki finnst um mig“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en þáttinn má sjá í heild sinni hér í pistlinum. 28. september 2023 07:01
Óhefðbundið fjölskyldumynstur Villa Vill: Krafan um normið úrelt árið 2023 „Ég hef verið ástfanginn og ég ætla að leyfa mér að segja að ég hef verið svo heppinn að vera ástfanginn því ég held að það sé ekki sjálfgefið,“ segir lögmaðurinn Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson sem er gestur í Einkalífinu. Viðtalið við hann birtist í fyrramálið klukkan 7. 27. september 2023 20:01
Edda Lovísa hætt á OnlyFans eftir hótanir og eigið markaleysi Edda Lovísa Björgvinsdóttir er hætt að framleiða klám á OnlyFans. Hún segist ekki geta farið lengur ein niðrí bæ og þá hefur hún þurft að flytja eftir að áskrifandi á síðunni komst að því hvar hún átti heima. Hún segist hafa verið hætt að virða eigin mörk. 21. september 2023 10:00