Inniliggjandi með covid fjölgar hratt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. september 2023 11:51 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir biður fólk um að taka tillit til annarra og taka upp sprittið. Vísir/Arnar Töluvert álag er á Landspítalanum vegna covid-veikinda og fjöldi þeirra sem eru inniliggjandi með veiruna hefur þrefaldast á stuttum tíma. Sóttvarnalæknir hvetur fólk sem er með einkenni til þess að taka tillit til þeirra sem eru í áhættuhópum. Nokkrar kvefpestir herja nú á landsmenn og að sögn Guðrúnar Aspelund, sóttvarnalæknis, hafa fleiri verið að greinast með covid. Fólk er ekki að fara í sýnatökur líkt og áður og nær tölfræðin því einungis til þeirra sem eru að veikjast töluvert. „Það hafa verið fleiri inni á spítalanum undanfarnar tvær vikur. Um svona tuttugu manns sem eru þar inni með eða vegna covid,“ segir Guðrún. Þetta er umtalsverð fjölgun frá því sem verið hefur að sögn Guðrúnar en undanfarið hafa að meðaltali fimm til sjö verið inniliggjandi á Landspítala með covid. Ekki liggur þó fyrir hvort fólk sé lagt inn vegna veirunnar eða upphaflega af öðrum ástæðum. Guðrún bendir þó á að ekki sé almennt skimað fyrir veirunni á spítalanum og því séu viðkomandi með veikir með einkenni covid. Hún hefur ekki gögn um aldurssamsetningu hópsins en segir yfirleitt um eldra fólk að ræða. Töluvert álag sé á spítalanum. „Þau finna finna alveg fyrir þessum sjúklingum sem eru með covid og aðrar öndunarfærasýkingar.“ Um fimm til sjö hafa almennt verið inniliggjandi með covid en nú eru um tuttugu manns með covid á Landspítalanum.vísir/Vilhelm Afbrigðið sem herjar á landsmenn er undirafbrigði ómíkron og um mánaðarmótin er von á uppfærðu bóluefni með tilliti til þess. Ákveðnir hópar verða þá hvattir til að fara í örvunarbólusetningu. „Þetta eru þá allir sextíu ára og eldri og fólk með langvinna sjúkdóma, eins og hjarta- og lungnasjúdóma, offitu, sykursýki, ónæmisbældir einstaklingar og forgangshópar, eins og heilbrigðisstarfsmenn sem sinna þessum hópum og einnig þungaðar konur,“ segir Guðrún. Hún mælir með því að fólk noti heimapróf og taki tillit til annarra. „Ástæðan er sú að covid er mjög smitandi og veldur alvarlegri veikindum hjá ákveðnum hópum. Umfram bólusetninguna biðjum við fólk að hafa í huga almennar sóttvarnir, handþvott, halda fjarlægð og passa upp á umgengni við aðra,“ segir Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Nokkrar kvefpestir herja nú á landsmenn og að sögn Guðrúnar Aspelund, sóttvarnalæknis, hafa fleiri verið að greinast með covid. Fólk er ekki að fara í sýnatökur líkt og áður og nær tölfræðin því einungis til þeirra sem eru að veikjast töluvert. „Það hafa verið fleiri inni á spítalanum undanfarnar tvær vikur. Um svona tuttugu manns sem eru þar inni með eða vegna covid,“ segir Guðrún. Þetta er umtalsverð fjölgun frá því sem verið hefur að sögn Guðrúnar en undanfarið hafa að meðaltali fimm til sjö verið inniliggjandi á Landspítala með covid. Ekki liggur þó fyrir hvort fólk sé lagt inn vegna veirunnar eða upphaflega af öðrum ástæðum. Guðrún bendir þó á að ekki sé almennt skimað fyrir veirunni á spítalanum og því séu viðkomandi með veikir með einkenni covid. Hún hefur ekki gögn um aldurssamsetningu hópsins en segir yfirleitt um eldra fólk að ræða. Töluvert álag sé á spítalanum. „Þau finna finna alveg fyrir þessum sjúklingum sem eru með covid og aðrar öndunarfærasýkingar.“ Um fimm til sjö hafa almennt verið inniliggjandi með covid en nú eru um tuttugu manns með covid á Landspítalanum.vísir/Vilhelm Afbrigðið sem herjar á landsmenn er undirafbrigði ómíkron og um mánaðarmótin er von á uppfærðu bóluefni með tilliti til þess. Ákveðnir hópar verða þá hvattir til að fara í örvunarbólusetningu. „Þetta eru þá allir sextíu ára og eldri og fólk með langvinna sjúkdóma, eins og hjarta- og lungnasjúdóma, offitu, sykursýki, ónæmisbældir einstaklingar og forgangshópar, eins og heilbrigðisstarfsmenn sem sinna þessum hópum og einnig þungaðar konur,“ segir Guðrún. Hún mælir með því að fólk noti heimapróf og taki tillit til annarra. „Ástæðan er sú að covid er mjög smitandi og veldur alvarlegri veikindum hjá ákveðnum hópum. Umfram bólusetninguna biðjum við fólk að hafa í huga almennar sóttvarnir, handþvott, halda fjarlægð og passa upp á umgengni við aðra,“ segir Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira