„Þær sem að þurftu að stíga upp þær stigu upp“ Siggeir Ævarsson skrifar 26. september 2023 21:43 „Stelpur! Róa sig!“ - Þorleifur Ólafsson Vísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur í Subway-deild kvenna, var sáttur með tvö stig á heimavelli í fyrsta keppnisleik Grindavíkur í meistaraflokki í nýjum og glæsilegum sal. 81-71 sigur gegn Fjölni niðurstaðan og Þorleifur var sammála blaðamanni um að það mætti færa þennan til bókar sem iðnaðarsigur. „Heldur betur. Þurftum að hafa virkilega fyrir þessu. Fjölnir bara flottar. Virkilegur kraftur í þeim og gáfust ekkert upp. Frábært að vinna svona leiki og halda okkur í þessu. Bara virkilega sáttur.“ Grindvíkingar voru án síns sterkasta leikmanns í kvöld, en Dani Rodriguez var fjarri góðu gamni þar sem hún fékk olnbogaskot í augað í æfingaleik í síðustu viku og Þorleifur sagði fyrir leik að þau hefðu ákveðið að taka enga áhættu. Þorleifur sagði að hans leikmenn hefðu sýnt mikinn karakter í kvöld í fjarveru Dani. „Þær sem að þurftu að stíga upp þær stigu upp. Sérstaklega íslensku stelpurnar, þær stóðu sig frábærlega. Hulda og Hekla settu stig á töfluna en aðrar varnarlega flottar. Við erum í raun með nýja vörn og eðlilega verða mistök en yfirhöfuð er ég virkilega sáttur með sigurinn og hvernig hann var.“ Þorleifur og Ellert Magnússon, einn reyndasti þjálfari Íslands sem gerði Grindavíkurkonur að Íslandsmeisturum 1997, eru vinnufélagar. Ellert er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum um frammistöðu Grindavíkur en Þorleifur var nokkuð bjartsýnn á að Ellert yrði jákvæður á kaffistofunni á morgun. „Hann mun alveg örugglega tala vel um vörnina en hann mun drulla yfir mig útaf fráköstum því við þurfum klárlega að bæta okkur þar.“ Grindvíkingar urðu harkalega undir í frákastabaráttunni í kvöld, 39-53, en Grindavík er ekki með sérlega hávaxið lið. Þorleifur sagði þó ekki á planinu að fá annan útlending til liðsins til að bæta úr því, hann væri með aðrar lausnir. „Ekki eins og staðan er núna. Við þurfum bara klárlega að frákasta betur sem lið. Við erum ekkert með einhvern einn áberandi sem tekur öll fráköst. Það var erfitt að stíga út stóru stelpurnar þannig að bakverðirnar þurfa að koma inn í og taka þessi fráköst, þessi „second rebounds“ sem koma oft og við vorum mjög lélegar í því í kvöld.“ Hvað sem frammistöðu Grindavíkur líður í einstökum þáttum leiksins í kvöld þá er sigur sigur og tvö stig í sarpinn. Þorleifur sagðist sáttur með stigin tvö og bjartsýnn á framhaldið. „Klárlega. Við ætlum að vinna þetta allt saman og þá sérstaklega heimaleiki og þessi lið sem „eiga“ að vera fyrir neðan okkur í töflunni. Þetta er skref í rétta átt.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
81-71 sigur gegn Fjölni niðurstaðan og Þorleifur var sammála blaðamanni um að það mætti færa þennan til bókar sem iðnaðarsigur. „Heldur betur. Þurftum að hafa virkilega fyrir þessu. Fjölnir bara flottar. Virkilegur kraftur í þeim og gáfust ekkert upp. Frábært að vinna svona leiki og halda okkur í þessu. Bara virkilega sáttur.“ Grindvíkingar voru án síns sterkasta leikmanns í kvöld, en Dani Rodriguez var fjarri góðu gamni þar sem hún fékk olnbogaskot í augað í æfingaleik í síðustu viku og Þorleifur sagði fyrir leik að þau hefðu ákveðið að taka enga áhættu. Þorleifur sagði að hans leikmenn hefðu sýnt mikinn karakter í kvöld í fjarveru Dani. „Þær sem að þurftu að stíga upp þær stigu upp. Sérstaklega íslensku stelpurnar, þær stóðu sig frábærlega. Hulda og Hekla settu stig á töfluna en aðrar varnarlega flottar. Við erum í raun með nýja vörn og eðlilega verða mistök en yfirhöfuð er ég virkilega sáttur með sigurinn og hvernig hann var.“ Þorleifur og Ellert Magnússon, einn reyndasti þjálfari Íslands sem gerði Grindavíkurkonur að Íslandsmeisturum 1997, eru vinnufélagar. Ellert er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum um frammistöðu Grindavíkur en Þorleifur var nokkuð bjartsýnn á að Ellert yrði jákvæður á kaffistofunni á morgun. „Hann mun alveg örugglega tala vel um vörnina en hann mun drulla yfir mig útaf fráköstum því við þurfum klárlega að bæta okkur þar.“ Grindvíkingar urðu harkalega undir í frákastabaráttunni í kvöld, 39-53, en Grindavík er ekki með sérlega hávaxið lið. Þorleifur sagði þó ekki á planinu að fá annan útlending til liðsins til að bæta úr því, hann væri með aðrar lausnir. „Ekki eins og staðan er núna. Við þurfum bara klárlega að frákasta betur sem lið. Við erum ekkert með einhvern einn áberandi sem tekur öll fráköst. Það var erfitt að stíga út stóru stelpurnar þannig að bakverðirnar þurfa að koma inn í og taka þessi fráköst, þessi „second rebounds“ sem koma oft og við vorum mjög lélegar í því í kvöld.“ Hvað sem frammistöðu Grindavíkur líður í einstökum þáttum leiksins í kvöld þá er sigur sigur og tvö stig í sarpinn. Þorleifur sagðist sáttur með stigin tvö og bjartsýnn á framhaldið. „Klárlega. Við ætlum að vinna þetta allt saman og þá sérstaklega heimaleiki og þessi lið sem „eiga“ að vera fyrir neðan okkur í töflunni. Þetta er skref í rétta átt.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira