„Þær sem að þurftu að stíga upp þær stigu upp“ Siggeir Ævarsson skrifar 26. september 2023 21:43 „Stelpur! Róa sig!“ - Þorleifur Ólafsson Vísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur í Subway-deild kvenna, var sáttur með tvö stig á heimavelli í fyrsta keppnisleik Grindavíkur í meistaraflokki í nýjum og glæsilegum sal. 81-71 sigur gegn Fjölni niðurstaðan og Þorleifur var sammála blaðamanni um að það mætti færa þennan til bókar sem iðnaðarsigur. „Heldur betur. Þurftum að hafa virkilega fyrir þessu. Fjölnir bara flottar. Virkilegur kraftur í þeim og gáfust ekkert upp. Frábært að vinna svona leiki og halda okkur í þessu. Bara virkilega sáttur.“ Grindvíkingar voru án síns sterkasta leikmanns í kvöld, en Dani Rodriguez var fjarri góðu gamni þar sem hún fékk olnbogaskot í augað í æfingaleik í síðustu viku og Þorleifur sagði fyrir leik að þau hefðu ákveðið að taka enga áhættu. Þorleifur sagði að hans leikmenn hefðu sýnt mikinn karakter í kvöld í fjarveru Dani. „Þær sem að þurftu að stíga upp þær stigu upp. Sérstaklega íslensku stelpurnar, þær stóðu sig frábærlega. Hulda og Hekla settu stig á töfluna en aðrar varnarlega flottar. Við erum í raun með nýja vörn og eðlilega verða mistök en yfirhöfuð er ég virkilega sáttur með sigurinn og hvernig hann var.“ Þorleifur og Ellert Magnússon, einn reyndasti þjálfari Íslands sem gerði Grindavíkurkonur að Íslandsmeisturum 1997, eru vinnufélagar. Ellert er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum um frammistöðu Grindavíkur en Þorleifur var nokkuð bjartsýnn á að Ellert yrði jákvæður á kaffistofunni á morgun. „Hann mun alveg örugglega tala vel um vörnina en hann mun drulla yfir mig útaf fráköstum því við þurfum klárlega að bæta okkur þar.“ Grindvíkingar urðu harkalega undir í frákastabaráttunni í kvöld, 39-53, en Grindavík er ekki með sérlega hávaxið lið. Þorleifur sagði þó ekki á planinu að fá annan útlending til liðsins til að bæta úr því, hann væri með aðrar lausnir. „Ekki eins og staðan er núna. Við þurfum bara klárlega að frákasta betur sem lið. Við erum ekkert með einhvern einn áberandi sem tekur öll fráköst. Það var erfitt að stíga út stóru stelpurnar þannig að bakverðirnar þurfa að koma inn í og taka þessi fráköst, þessi „second rebounds“ sem koma oft og við vorum mjög lélegar í því í kvöld.“ Hvað sem frammistöðu Grindavíkur líður í einstökum þáttum leiksins í kvöld þá er sigur sigur og tvö stig í sarpinn. Þorleifur sagðist sáttur með stigin tvö og bjartsýnn á framhaldið. „Klárlega. Við ætlum að vinna þetta allt saman og þá sérstaklega heimaleiki og þessi lið sem „eiga“ að vera fyrir neðan okkur í töflunni. Þetta er skref í rétta átt.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
81-71 sigur gegn Fjölni niðurstaðan og Þorleifur var sammála blaðamanni um að það mætti færa þennan til bókar sem iðnaðarsigur. „Heldur betur. Þurftum að hafa virkilega fyrir þessu. Fjölnir bara flottar. Virkilegur kraftur í þeim og gáfust ekkert upp. Frábært að vinna svona leiki og halda okkur í þessu. Bara virkilega sáttur.“ Grindvíkingar voru án síns sterkasta leikmanns í kvöld, en Dani Rodriguez var fjarri góðu gamni þar sem hún fékk olnbogaskot í augað í æfingaleik í síðustu viku og Þorleifur sagði fyrir leik að þau hefðu ákveðið að taka enga áhættu. Þorleifur sagði að hans leikmenn hefðu sýnt mikinn karakter í kvöld í fjarveru Dani. „Þær sem að þurftu að stíga upp þær stigu upp. Sérstaklega íslensku stelpurnar, þær stóðu sig frábærlega. Hulda og Hekla settu stig á töfluna en aðrar varnarlega flottar. Við erum í raun með nýja vörn og eðlilega verða mistök en yfirhöfuð er ég virkilega sáttur með sigurinn og hvernig hann var.“ Þorleifur og Ellert Magnússon, einn reyndasti þjálfari Íslands sem gerði Grindavíkurkonur að Íslandsmeisturum 1997, eru vinnufélagar. Ellert er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum um frammistöðu Grindavíkur en Þorleifur var nokkuð bjartsýnn á að Ellert yrði jákvæður á kaffistofunni á morgun. „Hann mun alveg örugglega tala vel um vörnina en hann mun drulla yfir mig útaf fráköstum því við þurfum klárlega að bæta okkur þar.“ Grindvíkingar urðu harkalega undir í frákastabaráttunni í kvöld, 39-53, en Grindavík er ekki með sérlega hávaxið lið. Þorleifur sagði þó ekki á planinu að fá annan útlending til liðsins til að bæta úr því, hann væri með aðrar lausnir. „Ekki eins og staðan er núna. Við þurfum bara klárlega að frákasta betur sem lið. Við erum ekkert með einhvern einn áberandi sem tekur öll fráköst. Það var erfitt að stíga út stóru stelpurnar þannig að bakverðirnar þurfa að koma inn í og taka þessi fráköst, þessi „second rebounds“ sem koma oft og við vorum mjög lélegar í því í kvöld.“ Hvað sem frammistöðu Grindavíkur líður í einstökum þáttum leiksins í kvöld þá er sigur sigur og tvö stig í sarpinn. Þorleifur sagðist sáttur með stigin tvö og bjartsýnn á framhaldið. „Klárlega. Við ætlum að vinna þetta allt saman og þá sérstaklega heimaleiki og þessi lið sem „eiga“ að vera fyrir neðan okkur í töflunni. Þetta er skref í rétta átt.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira