Óhefðbundið fjölskyldumynstur Villa Vill: Krafan um normið úrelt árið 2023 Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 27. september 2023 20:01 Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er gestur í næsta þætti af Einkalífinu. Þátturinn birtist í fyrramálið. Vísir/Vilhelm „Ég hef verið ástfanginn og ég ætla að leyfa mér að segja að ég hef verið svo heppinn að vera ástfanginn því ég held að það sé ekki sjálfgefið,“ segir lögmaðurinn Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson sem er gestur í Einkalífinu. Viðtalið við hann birtist í fyrramálið klukkan 7. Hér má sjá stutt brot úr þættinum: Klippa: Fólk eigi ekki að þurfa að vera fast í norminu árið 2023 Í þættinum ræðir Villi Vill, eins og hann er gjarnan kallaður, um hinar ýmsu hliðar lífsins og þar á meðal ástina. „Hinsvegar, eins og vill verða, þá með tímanum minnkaði sú ást þó hún sé auðvitað ennþá til staðar og mér þyki ótrúlega vænt um þá manneskju. Ég elska hana með öðrum hætti en ég gerði áður en fólk fer í ólíkar áttir, á ekki nógu mikið af sameiginlegum áhugamálum og einhvern veginn fer í sundur. Að mínu mati er jafn mikilvægt að eiga tíma fyrir sjálfan þig þegar þú ert í sambandi og líka að gera hluti saman. Það þarf að vera mjög góður balance á þessu til þess að hlutirnir gangi upp.“ Í dag beinist ást hans fyrst og fremst til barna sinna og guðsonar og segir hann þau skipta sig öllu máli. „Það er auðvitað kannski svolítið óvenjulegt fjölskyldumynstur hjá mér og okkur. Ég og barnsmóðir mín og annar barnsfaðir hennar og barnsmóðir hans eyðum oft miklum tíma saman, bæði á ferðalögum og um jól og stórhátíðir og gerum hluti saman. Þó að við njótum félagsskapar hvers annars þá er það auðvitað allt saman gert í þágu barnanna.“ Villi segir enn fremur mikilvægt að vera meðvitaður um að fjölskyldur þurfi ekki allar að vera eins. „Ég fagna fjölbreytileikanum. Þurfa allir að vera fastir í þessu sama normi? Ég held að það sé ekki þannig árið 2023. Það eiga bara allir að fá að hafa þetta eins og þeir vilja.“ Einkalífið með Vilhjálmi Hans Vilhjálmssyni birtist sem áður segir á morgun, fimmtudag, klukkan 07:00 á vef Vísis. Einkalífið Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira
Hér má sjá stutt brot úr þættinum: Klippa: Fólk eigi ekki að þurfa að vera fast í norminu árið 2023 Í þættinum ræðir Villi Vill, eins og hann er gjarnan kallaður, um hinar ýmsu hliðar lífsins og þar á meðal ástina. „Hinsvegar, eins og vill verða, þá með tímanum minnkaði sú ást þó hún sé auðvitað ennþá til staðar og mér þyki ótrúlega vænt um þá manneskju. Ég elska hana með öðrum hætti en ég gerði áður en fólk fer í ólíkar áttir, á ekki nógu mikið af sameiginlegum áhugamálum og einhvern veginn fer í sundur. Að mínu mati er jafn mikilvægt að eiga tíma fyrir sjálfan þig þegar þú ert í sambandi og líka að gera hluti saman. Það þarf að vera mjög góður balance á þessu til þess að hlutirnir gangi upp.“ Í dag beinist ást hans fyrst og fremst til barna sinna og guðsonar og segir hann þau skipta sig öllu máli. „Það er auðvitað kannski svolítið óvenjulegt fjölskyldumynstur hjá mér og okkur. Ég og barnsmóðir mín og annar barnsfaðir hennar og barnsmóðir hans eyðum oft miklum tíma saman, bæði á ferðalögum og um jól og stórhátíðir og gerum hluti saman. Þó að við njótum félagsskapar hvers annars þá er það auðvitað allt saman gert í þágu barnanna.“ Villi segir enn fremur mikilvægt að vera meðvitaður um að fjölskyldur þurfi ekki allar að vera eins. „Ég fagna fjölbreytileikanum. Þurfa allir að vera fastir í þessu sama normi? Ég held að það sé ekki þannig árið 2023. Það eiga bara allir að fá að hafa þetta eins og þeir vilja.“ Einkalífið með Vilhjálmi Hans Vilhjálmssyni birtist sem áður segir á morgun, fimmtudag, klukkan 07:00 á vef Vísis.
Einkalífið Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira