„Óheppilegir hagsmunaárekstrar“ við val styrkþega og afreksfólk sniðgengið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. september 2023 09:00 Daníel Leó segir óheppilegan hagsmunaárekstur hafa komið upp við val á keppendum í verkefni, sem gerir þeim kleift að keppa á alþjóðlegum mótum sér að kostnaðarlausu. Vísir/AP Mikil ólga er innan júdósamfélagsins vegna nýlegs vals í verkefni, sem greiðir fyrir tvo keppendur að komast á alþjóðleg mót. Sonur gjaldkera Júdósambands Íslands er einn tveggja sem var valinn, þrátt fyrir að vera ekki meðal þeirra glímukappa sem eru efstir á stigalista. Þann 7. september síðastliðinn sendi stjórn Júdódeildar UMFS erindi til stjórnar Júdósambands Íslands og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands vegna vals í landsliðsverkefni. Verkefnið er kostað af Alþjóðajúdósambandinu, IJF, og Júdósambandi Evrópu, EJU. Í erindinu óskar stjórn Júdódeildar UMFS eftir svörum um val sambandsins á keppendum á mót og keppnir undanfarið. Verkefnið er til þess falið að kosta ferðir glímukappanna tveggja á alþjóðleg stórmót sem gera þeim kleift að vinna sér inn punkta til að eiga möguleika á að komast á Ólympíuleika. Kjartan Hreiðarsson, hjá Júdófélagi Reykjavíkur, og Hrafn Arnarson, hjá Júdófélagi Suðurlands, voru valdir í verkefnið. „Óheppilegir hagsmunaárekstrar“ „Það eru þarna ákveðin hagsmunatengsl inni í Júdósambandi Íslands, JSÍ, sem gera þetta val óheppilegt. Þannig er að núverandi gjaldkeri og fyrrverandi varaformaður JSÍ stofnaði nýverið júdófélag á Suðurlandi. Við það félag starfar erlendur þjálfari sem er nýráðinn framkvæmdastjóri Júdósambands Íslands,“ segir Daníel Leó Ólason, formaður Júdódeildar UMFS, í samtali við fréttastofu. „Það vill svo til að annar keppendanna sem er valinn er að æfa hjá framkvæmdastjóranum og er sonur gjaldkera JSÍ.“ Vísar Daníel þar til Arnars Freys Ólafssonar sem er gjaldkeri hjá Júdósambandi Íslands en sonur hans æfir hjá Júdófélagi Suðurlands. Þjálfari þess er George Buntakis sem er einnig framkvæmdastjóri JSÍ. Stjórn Júdódeildar UMFS sendi Júdósambandi Íslands nýverið erindi vegna vals í verkefni á vegum sambandsins. Verkefnið kostar keppnisferðir tveggja á alþjóðleg mót. Hvorugur þeirra sem var valinn er ofarlega á stigalista Júdósambandsins.Aðsend „Það gæti verið eðlilegt val nema það að í afreksstefnu JSÍ er talað um að velja eigi fyrst og fremst í A-landslið út frá punktastöðu á stigalista. Þessi strákur er ekki á þessum lista. Þeir sem eru efstir á listanum fengu engin boð um að fá styrki eða vera valdir í landsliðið þrátt fyrir að segi í stefnunni að velja eigi út frá stigalistanum fyrst, þolprófi og líkamlegu ástandi,“ segir Daníel. „Ekkert þolpróf hefur farið fram og í raun eru rök Júdósambandsins fyrir vali í landsliðið byggð á ástundun og áhuga keppenda. Þeir bera fyrir sig að þessir strákar hafi farið það mikið á mót erlendis undanfarið og það hafi sýnt áhuga þeirra og þess vegna verði þeir fyrir valinu.“ Segir skorta gagnsæi Fram kemur í svari JSÍ við fyrirspurn UMFS að strákarnir tveir, sem urðu fyrir valinu, „æfa meira en aðrir og hafa sýnt miklar framfarir“. „Þeir hafa farið í æfingabúðir á eigin kostnað og komið aftur reynslunni ríkari. Að mati landsliðsþjálfara eru þeir mjög einbeittir við þjálfun sína og taka æfingum af fullri alvöru,“ segir í svarinu. „Að auki hefur landsliðsþjálfari til hliðsjónar frammistöðu iðkenda á sameiginlegum Randori æfingum sem haldnar eru á föstudögum.“ Daníel segir furðulegt að byggja valið meðal annars á frammistöðu á æfingum glímukappa. „Annar þeirra er að æfa hjá framkvæmdastjóranum. Þeir vita ekkert um ástundun annarra félaga. Þessi rök finnst okkur ekki halda vatni,“ segir Daníel. „Það skortir gagnsæi þar sem hagsmunaárekstrarnir eru svona stórir og þeir tveir sem voru efstir á þessum stigalista eru ekki valdir. Hvorugur þeirra er með fulltrúa úr sínu félagi í stjórn JSÍ. Það eru Ármann og UMF Selfoss.“ Ekki hugað að kynjahlutfalli Þá skjóti skökku við að við valið hafi hvergi verið gætt að kynjahlutfalli. „Hvergi eru kvenkynskeppendur nefndir á nafn, þrátt fyrir að þær hafi verið með afbragðsstöðu á þessum lista. Við viljum haldbærar skýringar á þessu vali.“ Daníel bendir á að fyrir næstu Ólympíuleika, sem fara fram á næsta ári, bjóðist Evrópulöndum að komast á svokallaðan Wildcard lista, sem auðveldi keppendum að komast á leikana. Til þess þurfi þeir hins vegar að fá tækifæri til að taka þátt á alþjóðlegum mótum. „Auðvitað eru þeir afreksmenn og -konur, sem eru efst á stigalistanum, búnir að leggja margt á sig til að eiga möguleika á þessum draum. Þeir eru svolítið illa sviknir án þess að hafa almennileg rök fyrir því. Annað en að þeir séu orðnir of gamlir,“ segir Daníel og vísar til svars JSÍ við fyrirspurn UMFS. Þar segir að enginn íslenskur keppandi sé tilbúinn til að taka þátt á næstu Ólympíuleikum og þurfi sambandið að byggja grunn fyrir keppendur sem geti tekið þátt á Ólympíuleikunum 2028. Þá segir í svarinu að markmið IJF og EJU sé að aðstoða JSÍ við að byggja upp nýja kynslóð keppenda og styrkurinn eyrnamerktur í það verkefni. „Í júdóheiminum eru menn að keppa langt fram eftir þrítugu,“ segir Daníel. Hann segir að vissulega geti allir tekið þátt á alþjóðlegum mótum á eigin kostnað. Það geti hins vegar reynst mjög dýrt. „Mörg af þessum stóru mótum eru á framandi stöðum sem er dýrt að ferðast til. Má nefna að mót helgarinnar var í Bakú í Aserbaídsjan. Þar sem allir þessir afreksíþróttamenn eru í annarri vinnu er þetta gríðarlega kostnaðarsamt. Þess vegna er þessi styrkur Júdósambandsins ómetanlegur.“ Júdó Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sjá meira
Þann 7. september síðastliðinn sendi stjórn Júdódeildar UMFS erindi til stjórnar Júdósambands Íslands og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands vegna vals í landsliðsverkefni. Verkefnið er kostað af Alþjóðajúdósambandinu, IJF, og Júdósambandi Evrópu, EJU. Í erindinu óskar stjórn Júdódeildar UMFS eftir svörum um val sambandsins á keppendum á mót og keppnir undanfarið. Verkefnið er til þess falið að kosta ferðir glímukappanna tveggja á alþjóðleg stórmót sem gera þeim kleift að vinna sér inn punkta til að eiga möguleika á að komast á Ólympíuleika. Kjartan Hreiðarsson, hjá Júdófélagi Reykjavíkur, og Hrafn Arnarson, hjá Júdófélagi Suðurlands, voru valdir í verkefnið. „Óheppilegir hagsmunaárekstrar“ „Það eru þarna ákveðin hagsmunatengsl inni í Júdósambandi Íslands, JSÍ, sem gera þetta val óheppilegt. Þannig er að núverandi gjaldkeri og fyrrverandi varaformaður JSÍ stofnaði nýverið júdófélag á Suðurlandi. Við það félag starfar erlendur þjálfari sem er nýráðinn framkvæmdastjóri Júdósambands Íslands,“ segir Daníel Leó Ólason, formaður Júdódeildar UMFS, í samtali við fréttastofu. „Það vill svo til að annar keppendanna sem er valinn er að æfa hjá framkvæmdastjóranum og er sonur gjaldkera JSÍ.“ Vísar Daníel þar til Arnars Freys Ólafssonar sem er gjaldkeri hjá Júdósambandi Íslands en sonur hans æfir hjá Júdófélagi Suðurlands. Þjálfari þess er George Buntakis sem er einnig framkvæmdastjóri JSÍ. Stjórn Júdódeildar UMFS sendi Júdósambandi Íslands nýverið erindi vegna vals í verkefni á vegum sambandsins. Verkefnið kostar keppnisferðir tveggja á alþjóðleg mót. Hvorugur þeirra sem var valinn er ofarlega á stigalista Júdósambandsins.Aðsend „Það gæti verið eðlilegt val nema það að í afreksstefnu JSÍ er talað um að velja eigi fyrst og fremst í A-landslið út frá punktastöðu á stigalista. Þessi strákur er ekki á þessum lista. Þeir sem eru efstir á listanum fengu engin boð um að fá styrki eða vera valdir í landsliðið þrátt fyrir að segi í stefnunni að velja eigi út frá stigalistanum fyrst, þolprófi og líkamlegu ástandi,“ segir Daníel. „Ekkert þolpróf hefur farið fram og í raun eru rök Júdósambandsins fyrir vali í landsliðið byggð á ástundun og áhuga keppenda. Þeir bera fyrir sig að þessir strákar hafi farið það mikið á mót erlendis undanfarið og það hafi sýnt áhuga þeirra og þess vegna verði þeir fyrir valinu.“ Segir skorta gagnsæi Fram kemur í svari JSÍ við fyrirspurn UMFS að strákarnir tveir, sem urðu fyrir valinu, „æfa meira en aðrir og hafa sýnt miklar framfarir“. „Þeir hafa farið í æfingabúðir á eigin kostnað og komið aftur reynslunni ríkari. Að mati landsliðsþjálfara eru þeir mjög einbeittir við þjálfun sína og taka æfingum af fullri alvöru,“ segir í svarinu. „Að auki hefur landsliðsþjálfari til hliðsjónar frammistöðu iðkenda á sameiginlegum Randori æfingum sem haldnar eru á föstudögum.“ Daníel segir furðulegt að byggja valið meðal annars á frammistöðu á æfingum glímukappa. „Annar þeirra er að æfa hjá framkvæmdastjóranum. Þeir vita ekkert um ástundun annarra félaga. Þessi rök finnst okkur ekki halda vatni,“ segir Daníel. „Það skortir gagnsæi þar sem hagsmunaárekstrarnir eru svona stórir og þeir tveir sem voru efstir á þessum stigalista eru ekki valdir. Hvorugur þeirra er með fulltrúa úr sínu félagi í stjórn JSÍ. Það eru Ármann og UMF Selfoss.“ Ekki hugað að kynjahlutfalli Þá skjóti skökku við að við valið hafi hvergi verið gætt að kynjahlutfalli. „Hvergi eru kvenkynskeppendur nefndir á nafn, þrátt fyrir að þær hafi verið með afbragðsstöðu á þessum lista. Við viljum haldbærar skýringar á þessu vali.“ Daníel bendir á að fyrir næstu Ólympíuleika, sem fara fram á næsta ári, bjóðist Evrópulöndum að komast á svokallaðan Wildcard lista, sem auðveldi keppendum að komast á leikana. Til þess þurfi þeir hins vegar að fá tækifæri til að taka þátt á alþjóðlegum mótum. „Auðvitað eru þeir afreksmenn og -konur, sem eru efst á stigalistanum, búnir að leggja margt á sig til að eiga möguleika á þessum draum. Þeir eru svolítið illa sviknir án þess að hafa almennileg rök fyrir því. Annað en að þeir séu orðnir of gamlir,“ segir Daníel og vísar til svars JSÍ við fyrirspurn UMFS. Þar segir að enginn íslenskur keppandi sé tilbúinn til að taka þátt á næstu Ólympíuleikum og þurfi sambandið að byggja grunn fyrir keppendur sem geti tekið þátt á Ólympíuleikunum 2028. Þá segir í svarinu að markmið IJF og EJU sé að aðstoða JSÍ við að byggja upp nýja kynslóð keppenda og styrkurinn eyrnamerktur í það verkefni. „Í júdóheiminum eru menn að keppa langt fram eftir þrítugu,“ segir Daníel. Hann segir að vissulega geti allir tekið þátt á alþjóðlegum mótum á eigin kostnað. Það geti hins vegar reynst mjög dýrt. „Mörg af þessum stóru mótum eru á framandi stöðum sem er dýrt að ferðast til. Má nefna að mót helgarinnar var í Bakú í Aserbaídsjan. Þar sem allir þessir afreksíþróttamenn eru í annarri vinnu er þetta gríðarlega kostnaðarsamt. Þess vegna er þessi styrkur Júdósambandsins ómetanlegur.“
Júdó Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sjá meira