Eyjakonur tóku á móti Mosfellingum í eina leik kvöldsins í Olís-deildinni. Leikurinn var jafnari í fyrri hálfleik en að honum loknum var staðan 14-11 og Eyjakonur með þriggja marka forystu þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Gestirnir sáu aldrei til sólar í síðari hálfleik og vann ÍBV á endanum einstaklega öruggan átta marka sigur, 32-24.
Birna Berg Haraldsdóttir fór mikinn í liði ÍBV en hún var markahæst með níu mörk. Þar á eftir kom Karolina Olszowa með sjö mörk. Hjá Aftureldingu skoraði Hildur Lilja Jónsdóttir átta mörk.
ÍBV er með sex stig að loknum fjórum leikjum á meðan Afturelding er með tvö stig.