„Laugardalsvöllur verður að vera okkar gryfja í þessu móti“ Andri Már Eggertsson skrifar 22. september 2023 21:51 Glódís Perla Viggósdóttir spilaði frábærlega í hjarta varnarinnar í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz Ísland vann 1-0 sigur gegn Wales. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, gerði sigurmarkið og var afar ánægð með sigurinn. „Gríðarlega góð tilfinning. Það var mikilvægt að byrja á sigri og það var mikilvægt að halda hreinu á heimavelli. Laugardalsvöllur verður að vera gryfjan okkar í þessu móti og það á enginn að koma hingað og halda að þetta verði auðvelt og mér fannst við sýna það,“ sagði Glódís í viðtali eftir leik. Wales byrjaði betur en Glódís var ánægð með hvernig Ísland náði að færa sig ofar á völlinn sem skilaði dauðafæri og síðan marki. „Mögulega var stress í okkur til að byrja með en mér fannst við laga það frekar hratt. Þegar að við komust bakvið þær þá fengum við færi og hornspyrnur sem við erum alltaf hættulegar í.“ „Við byrjuðum líklega að verja forskotið aðeins of snemma en að sama skapi gerðum við það gríðarlega vel og tókum þrjú stig.“ Hvernig lýsir Glódís markinu sem hún skoraði? „Við töluðum um að þetta svæði yrði opið hjá þeim og við töluðum líka um að ef við fengjum tveir á einn stöðu þá myndum við taka það. Þetta var góð sending hjá Amöndu og eina sem ég þurfti að gera var að setja hausinn í þetta og þá kom mark.“ Leikurinn var í góðu jafnvægi en um miðjan fyrri hálfleik var gert hlé þar sem dómari leiksins þurfti skiptingu vegna meiðsla sem hafði áhrif á takt íslenska liðsins. „Þetta er góður punktur þegar að þú segir það. Ég hafði ekki pælt í því að þessi pása riðlaði mögulega taktinum sem við vorum með. En þetta er partur af fótbolta og dómarinn getur meiðst eins og allir aðrir. Það var ekki svo langt í hálfleik eftir að leikurinn fór aftur af stað.“ „Mér fannst við verjast vel og þær sköpuðu ekkert af færum og Telma tók allt sem kom á markið. Þetta var virkilega góður leikur.“ Glódís var ánægð með varnarleikinn í síðari hálfleik og liðið mun byggja ofan á þennan öfluga varnarleik. „Mér fannst við vera að loka vel á þær og við vorum að beina þeim í þær stöður sem við vildum. Við unnum oft boltann á góðum stöðum en náðum ekki að koma boltanum út úr þeim svæðum sem við unnum boltann. Við munum byggja ofan á þennan varnarleik því það verður mikilvægt í næstu leikjum.“ Næsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi þar sem Glódís spilar með Bayern Munich og hún var afar spennt fyrir því verkefni endar þekkir hún marga leikmenn í þýska landsliðinu. „Þetta verður skemmtilegt. Ég þekki vel þessar stelpur sem við erum að fara að spila við. Þetta verður gríðarlega erfiður leikur þar sem þær eru með mikil einstaklingsgæði en hafa ekki að verið að ná í þau úrslit sem þær hafa viljað undanfarið og ég er viss um að þær munu mæta af fullum krafti í leikinn gegn okkur,“ sagði Glódís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir Haukar fóru illa með botnliðið Býflugurnar kláruðu Bournemouth „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Í beinni: Fram - Valur | Toppslagur í Úlfarsárdal Lærisveinar Alfreðs að stinga af Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Vandræði meistaranna halda áfram Dana Björg með níu mörk í stórsigri Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Svona var þing KKÍ Aron verður heldur ekki með í dag Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
„Gríðarlega góð tilfinning. Það var mikilvægt að byrja á sigri og það var mikilvægt að halda hreinu á heimavelli. Laugardalsvöllur verður að vera gryfjan okkar í þessu móti og það á enginn að koma hingað og halda að þetta verði auðvelt og mér fannst við sýna það,“ sagði Glódís í viðtali eftir leik. Wales byrjaði betur en Glódís var ánægð með hvernig Ísland náði að færa sig ofar á völlinn sem skilaði dauðafæri og síðan marki. „Mögulega var stress í okkur til að byrja með en mér fannst við laga það frekar hratt. Þegar að við komust bakvið þær þá fengum við færi og hornspyrnur sem við erum alltaf hættulegar í.“ „Við byrjuðum líklega að verja forskotið aðeins of snemma en að sama skapi gerðum við það gríðarlega vel og tókum þrjú stig.“ Hvernig lýsir Glódís markinu sem hún skoraði? „Við töluðum um að þetta svæði yrði opið hjá þeim og við töluðum líka um að ef við fengjum tveir á einn stöðu þá myndum við taka það. Þetta var góð sending hjá Amöndu og eina sem ég þurfti að gera var að setja hausinn í þetta og þá kom mark.“ Leikurinn var í góðu jafnvægi en um miðjan fyrri hálfleik var gert hlé þar sem dómari leiksins þurfti skiptingu vegna meiðsla sem hafði áhrif á takt íslenska liðsins. „Þetta er góður punktur þegar að þú segir það. Ég hafði ekki pælt í því að þessi pása riðlaði mögulega taktinum sem við vorum með. En þetta er partur af fótbolta og dómarinn getur meiðst eins og allir aðrir. Það var ekki svo langt í hálfleik eftir að leikurinn fór aftur af stað.“ „Mér fannst við verjast vel og þær sköpuðu ekkert af færum og Telma tók allt sem kom á markið. Þetta var virkilega góður leikur.“ Glódís var ánægð með varnarleikinn í síðari hálfleik og liðið mun byggja ofan á þennan öfluga varnarleik. „Mér fannst við vera að loka vel á þær og við vorum að beina þeim í þær stöður sem við vildum. Við unnum oft boltann á góðum stöðum en náðum ekki að koma boltanum út úr þeim svæðum sem við unnum boltann. Við munum byggja ofan á þennan varnarleik því það verður mikilvægt í næstu leikjum.“ Næsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi þar sem Glódís spilar með Bayern Munich og hún var afar spennt fyrir því verkefni endar þekkir hún marga leikmenn í þýska landsliðinu. „Þetta verður skemmtilegt. Ég þekki vel þessar stelpur sem við erum að fara að spila við. Þetta verður gríðarlega erfiður leikur þar sem þær eru með mikil einstaklingsgæði en hafa ekki að verið að ná í þau úrslit sem þær hafa viljað undanfarið og ég er viss um að þær munu mæta af fullum krafti í leikinn gegn okkur,“ sagði Glódís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir Haukar fóru illa með botnliðið Býflugurnar kláruðu Bournemouth „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Í beinni: Fram - Valur | Toppslagur í Úlfarsárdal Lærisveinar Alfreðs að stinga af Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Vandræði meistaranna halda áfram Dana Björg með níu mörk í stórsigri Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Svona var þing KKÍ Aron verður heldur ekki með í dag Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira