„Búið er að kveikja á kyndlunum í dýflissunum“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. september 2023 19:15 Sólveig Anna segist hafa furðað sig á ládeyðu í umræðunni síðustu mánuði en nú sé hreyfing komin á. Vísir/Arnar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir „framvarðasveit verkalýðshreyfingarinnar“ komna á stjá á ný, eftir lægð í skeytasendingum. Hún segir stjórn Eflingar ekki lengur þurfa að furða sig á áhugaleysi. Nú sé búið að ræsa vélarnar. „Eru bara öll komin með leið á því að reyna að senda okkur í verkalýðsfangelsið,“ höfum við spurt hvort annað á stjórnarfundum og vorkennt svolítið verkalýðsfangelsinu, því eftir okkar bestu vitund erum við þau einu sem að höfum (meira og minna stöðugt) verið á leið þangað síðustu ár og áratugi, og ef að við erum ekki einu sinni á leið þangað hver er þá eiginlega tilgangurinn með verkalýðsfangelsinu? Aumingja það.“ Þetta segir Sólveig Anna í færslu á Facebook. Tilefni skrifanna er viðtal mbl.is við Ástþór Jón Ragnheiðarson formann ASÍ-UNG sem sagði „bagalegt“ að sjá enga fulltrúa Eflingar á nýyfirstöðnu landsþingi samtakanna. Ólöf Helga Adolfsdóttir, sem bauð sig fram gegn Sólveigu Önnu, skaut einnig á forystu verkalýðsfélagsins á Facebook í dag þar sem hún sagði stjórn Eflingar hafa ákveðið að banna ungum félagsmönnum sínum að taka þátt á þingi ASÍ-UNG. „En nú þurfum við ekki lengur að undrast áhugaleysið; búið er að kveikja á kyndlunum í dýflissunum. Jei! Mbl flytur frétt af því að engir fulltrúar frá Eflingu séu á mættir á þing ASÍ – ung. Rætt er við þungbúinn formann ungmennana sem að segir að þrátt fyrir að Efling sé ekki eina félagið innan vébanda Alþýðusambands Íslands sem að ekki taki þátt í þingi ASÍ – ung sé alveg á hreinu að Efling sé eina félagið sem geri það af einskærum andstyggilegheitum,“ heldur Sólveig Anna áfram. Rekin burt eins og ótýndur ruslaralýður Sólveig Anna segir að Ástþór Jón hafi lagt til fyrir ári síðan að öllum kjörbréfum Eflingar á þingi ASÍ yrði hafnað og að fulltrúar Eflingar yrðu „reknir burtu eins og ótýndur ruslaralýður“. Það hafi hann gert í samstarfi við Ólöfu Önnu sem þá var í framboði til forseta ASÍ, og það þrátt fyrir að ASÍ hefði þegar dæmt kjörbréf Eflingar lögleg. „Þá fannst honum sko alls ekki bagalegt að sjá enga fulltrúa Eflingar, þvert á móti þráði hann að þurfa ekki horfa upp á fulltrúa Eflingar á sjálfu þingi sjálfs Alþýðusambandsins. Þarna fengum við Eflingar-fólk að sjá með eigin augum hversu mikill leiðtogi ungi formaðurinn er og sannfærðumst auðvitað strax um að hann ætti framtíðina fyrir sér innan vébanda hreyfingar vinnandi fólks. Áfram metnaðarfullir ungir íslenskir strákar sem að vilja reka burt kellingar og útlendinga sem halda að þau séu eitthvað!“ Sólveig Anna segir að útskýrt hafi verið fyrir Ólöfu Helgu að aðildarfélögum ASÍ væri í sjálfsvald sett hvort þau tækju þátt í starfsemi ASÍ-UNG. Hún geti þó ekki sagt til um hvort útskýringarnar hafi borið árangur en kveðst telja það ólíklegt. Stjórn Eflingar loks á leið í „verkalýðsfangelsið“ „Ég held að í Alþýðusambandi Íslands séu 44 aðildarfélög. Á þingi ASÍ – ung í dag eru fulltrúar frá 17 félögum. 27 félög að Eflingu meðtalinni sendu ekki fulltrúa á þingið. En af hverju að hugsa um þá staðreynd? Hún er í raun alls ekki relevant. Vegna þess að auðvitað vita formaður ASÍ – ung og Mbl og Ólöf Helga að þrátt fyrir að 26 önnur félög en Efling hafi ekki séð ástæðu til að senda fulltrúa á þingið er það bara Efling sem gerir það af einskærri illsku og ógeðslegum glæpavilja,“ heldur Sólveig Anna áfram. Hún segir að nú sé stjórn Eflingar loks á leið í „verkalýðsfangelsið,“ eftir langa hríð. „Við glæpafólkið höfum reyndar aldrei heyrt dýflissuhurðirnar skella í lás á eftir okkur, en hver veit – kannski er stundin loksins runnin upp. Kannski tekst Ástþóri, Ólöfu Helgu og Mbl loksins að koma okkur bak við luktar dyr, reykvískri borgarastétt og auðvaldi til mikillar ánægju. Þá geta Ástþór og Ólöf lagst sátt til hvílu í þeirri vitneskju að vel-launaða inni-vinnan bíður þeirra bókstaflega handan við hornið. Og hvað gæti verið betri árangur fyrir unga baráttufólkið en það?“ Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023 ASÍ Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Eru bara öll komin með leið á því að reyna að senda okkur í verkalýðsfangelsið,“ höfum við spurt hvort annað á stjórnarfundum og vorkennt svolítið verkalýðsfangelsinu, því eftir okkar bestu vitund erum við þau einu sem að höfum (meira og minna stöðugt) verið á leið þangað síðustu ár og áratugi, og ef að við erum ekki einu sinni á leið þangað hver er þá eiginlega tilgangurinn með verkalýðsfangelsinu? Aumingja það.“ Þetta segir Sólveig Anna í færslu á Facebook. Tilefni skrifanna er viðtal mbl.is við Ástþór Jón Ragnheiðarson formann ASÍ-UNG sem sagði „bagalegt“ að sjá enga fulltrúa Eflingar á nýyfirstöðnu landsþingi samtakanna. Ólöf Helga Adolfsdóttir, sem bauð sig fram gegn Sólveigu Önnu, skaut einnig á forystu verkalýðsfélagsins á Facebook í dag þar sem hún sagði stjórn Eflingar hafa ákveðið að banna ungum félagsmönnum sínum að taka þátt á þingi ASÍ-UNG. „En nú þurfum við ekki lengur að undrast áhugaleysið; búið er að kveikja á kyndlunum í dýflissunum. Jei! Mbl flytur frétt af því að engir fulltrúar frá Eflingu séu á mættir á þing ASÍ – ung. Rætt er við þungbúinn formann ungmennana sem að segir að þrátt fyrir að Efling sé ekki eina félagið innan vébanda Alþýðusambands Íslands sem að ekki taki þátt í þingi ASÍ – ung sé alveg á hreinu að Efling sé eina félagið sem geri það af einskærum andstyggilegheitum,“ heldur Sólveig Anna áfram. Rekin burt eins og ótýndur ruslaralýður Sólveig Anna segir að Ástþór Jón hafi lagt til fyrir ári síðan að öllum kjörbréfum Eflingar á þingi ASÍ yrði hafnað og að fulltrúar Eflingar yrðu „reknir burtu eins og ótýndur ruslaralýður“. Það hafi hann gert í samstarfi við Ólöfu Önnu sem þá var í framboði til forseta ASÍ, og það þrátt fyrir að ASÍ hefði þegar dæmt kjörbréf Eflingar lögleg. „Þá fannst honum sko alls ekki bagalegt að sjá enga fulltrúa Eflingar, þvert á móti þráði hann að þurfa ekki horfa upp á fulltrúa Eflingar á sjálfu þingi sjálfs Alþýðusambandsins. Þarna fengum við Eflingar-fólk að sjá með eigin augum hversu mikill leiðtogi ungi formaðurinn er og sannfærðumst auðvitað strax um að hann ætti framtíðina fyrir sér innan vébanda hreyfingar vinnandi fólks. Áfram metnaðarfullir ungir íslenskir strákar sem að vilja reka burt kellingar og útlendinga sem halda að þau séu eitthvað!“ Sólveig Anna segir að útskýrt hafi verið fyrir Ólöfu Helgu að aðildarfélögum ASÍ væri í sjálfsvald sett hvort þau tækju þátt í starfsemi ASÍ-UNG. Hún geti þó ekki sagt til um hvort útskýringarnar hafi borið árangur en kveðst telja það ólíklegt. Stjórn Eflingar loks á leið í „verkalýðsfangelsið“ „Ég held að í Alþýðusambandi Íslands séu 44 aðildarfélög. Á þingi ASÍ – ung í dag eru fulltrúar frá 17 félögum. 27 félög að Eflingu meðtalinni sendu ekki fulltrúa á þingið. En af hverju að hugsa um þá staðreynd? Hún er í raun alls ekki relevant. Vegna þess að auðvitað vita formaður ASÍ – ung og Mbl og Ólöf Helga að þrátt fyrir að 26 önnur félög en Efling hafi ekki séð ástæðu til að senda fulltrúa á þingið er það bara Efling sem gerir það af einskærri illsku og ógeðslegum glæpavilja,“ heldur Sólveig Anna áfram. Hún segir að nú sé stjórn Eflingar loks á leið í „verkalýðsfangelsið,“ eftir langa hríð. „Við glæpafólkið höfum reyndar aldrei heyrt dýflissuhurðirnar skella í lás á eftir okkur, en hver veit – kannski er stundin loksins runnin upp. Kannski tekst Ástþóri, Ólöfu Helgu og Mbl loksins að koma okkur bak við luktar dyr, reykvískri borgarastétt og auðvaldi til mikillar ánægju. Þá geta Ástþór og Ólöf lagst sátt til hvílu í þeirri vitneskju að vel-launaða inni-vinnan bíður þeirra bókstaflega handan við hornið. Og hvað gæti verið betri árangur fyrir unga baráttufólkið en það?“
Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023 ASÍ Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira