„Sjókvíaeldisskrímslin“ hafa yfirtekið Fífudalsá Jakob Bjarnar skrifar 21. september 2023 16:04 Jóhannes Sturlaugsson med sjókvíaeldislax vid ófiskgengan foss efst í Fífustaðadalsá í þessum mánuði. Laxfiskar Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur segist orðinn þreyttur á undanbrögðum yfirvalda. Niðurstöður ferðar hans í Arnarfjörð séu sláandi. Jóhannes er einn fremsti sérfræðingur Íslands á sviði ferskvatnfiska og hefur rannsakað laxana árum og áratugum saman. Einhverjir gætu haldið að rifur sjókví Artic Fish í Kvígindisdal í Patreksfirði væri undantekning en ekki regla en svo er ekki. Jóhannes sannaði það svo ekki varð um villst fyrir tveimur árum að eldislax sleppur í stórum stíl úr kvíum sínum og erfðablöndun er staðreynd. Jóhannes hefur kvartað undan því að áhættumat snúi bara að skilgreindum laxveiðiám en því fer fjarri að hinn villti íslenski lax sé bundinn við þær einar. Hann er nýkominn úr ferð í Arnarfjörð en þar hefur hann fylgst með Fífudalsá og Selárdalsá; sjóbirtingi og laxi. Þetta er 9. árið í röð sem hann mætir og lýsir því sem við blasti að þessu sinni sem skelfilegu. Hann segir sjókvíaeldisskrímslin nú hafa tekið yfir í þeim ám. Óhugnanlegt ástand í Fífudalsá „Í Fífustaðadalsá var ástandið óhugnanlegt svo ekki sé meira sagt, því sjókvíaeldislaxarnir 21 að tölu voru meirihluti hrygningarlaxanna í ánni alla leið upp í fjallshlíðar. Í nágrannaánni Selárdalsá náðist sjókvíaeldislax nú í fyrsta sinn þau 9 ár sem vöktunin hefur staðið sem segir sína sögu af því ófremdarástandi sem nú ríkir hérlendis vegna sjókvíaeldis á laxi.“ Þessi fiskur var að dóla í Fífudalsá en eins og sjá má er hann með slæm tálknabör vega lúsar.Jóhannes Sturlaugsson Jóhannes segir ástandið í Fífustaðadalsá og Selárdalsá endurspegla það að enn vex fjöldi eldislaxa sem sleppa úr sjókvíum hér við land og ganga til hrygningar í íslenskar ár. Og ekki bæti úr skák að laxagöngur villta laxins þetta árið voru rýrar í Fífustaðadalsá líkt og í öðrum íslenskum ám að jafnaði þannig að hrygningarlaxar villta laxins eru óvenju fáir þetta haustið í ánum. Drap 22 sjókvíaeldislaxa „Eins og þegar sjókvíaeldisskrímslin synda í stríðum straumum í þær til hrygningar. Í Fífustaðadalsá var megnið af sjókvíalaxinum í efri hluta árinnar þar með talið uppi í vatnslitlum upptakakvíslum í fjallshlíðum þar til för þeirra var tálmuð af ófiskgengum fossum.“ Sú staðreynd sýni að sjókvíaeldislaxar eru á slíkum svæðum og í því sambandi nauðsynlegt að nefna að í vatnslitlum en fiskgengum efri hluta áa nýtist rekköfun ekki til að fjarlægja sjókvíaeldislax sem gengur upp á slík ársvæði. En eins og fréttir hafa greint frá hafa froskkafarar frá Noregi verið fengnir til að verka upp það sem í næst af frjóum eldislaxi. Hér getur að líta ljótan lax sem er grátt leikinn eftir veruna í sjókví, hann er skaddaður á uggum og víðar með svepp í sárum.Jóhannes Sturlaugsson „Sjókvíaeldislaxarnir sem ég drap í þessari ferð voru 22 og spurningin núna er sú hve margir sjókvíaeldislaxar munu bíða mín í þessum ám þegar ég kíki aftur í þær ár seinna í haust.“ Vöktun liðinna ára sýndi að þá þegar var fjöldi eldislaxa sem sluppu úr sjókvíum og gengu í Fífustaðadalsána til hrygningar langt yfir þeim hættumörkum sem notuð eru sem viðmið hérlendis til að ákvarða hvort laxastofnum stafi hætta af erfðablöndun og eina staðfesta dæmið þess efnis. Af þeim sökum fékk Jóhannes fundi á liðnum vetri með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra, Kolbeini Árnasyni skrifstofustjóra og sérfræðingum Matvælaráðuneytisins til að ræða vanda íslenskra laxastofna vegna sjókvíaeldis hér við land. Fífudalsá er ekki til samkvæmt áhættumati yfirvalda sem meta það svo að villti laxastofninn sé aðeins bundinn við ár þar sem seld eru veiðileyfi.jóhannes sturlaugsson „Þar var vandi lítilla laxastofna sem ekki eru hafðir inni í áhættumati erfðablöndunar ræddur sérstaklega og óskað eftir að Matvælaráðuneytið fjármagnaði uppsetningu á gildru í Fífustaðadalsá með vísun í vanda þess stofns, þannig að flokka mætti frá eldislax í því skyni að verja laxastofn árinnar fyrir erfðamengun frá sjókvíaeldislaxi,“ segir Jóhannes. Dreginn á asnaeyrum af ráðuneytisfólki Hann hafði þó ekki erindi sem erfiði. Ekki var það talið gerlegt en þess í stað bent á Umhverfissjóð sjókvíaeldis sem í framhaldinu var sótt um styrk í til að standa straum af því að byggja slíkt gildrumannvirki og til að gera frekari úttektir á erfðablöndun þar. „Skemmst er frá að segja að sá sjóður sem hefur það megin markmið að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif veitti ekki styrk til að vernda þann stofn enda þótt sjókvíaeldi hér við land sé fyrir tilstilli hrygningarþátttöku eldislaxa í þeirri á komið vel á veg með að ganga af laxastofni árinnar dauðum“. Nú er stjórn Umhverfissjóðs sjókvíaeldis og Matvælaráðherra að fjalla um það mál að nýju í kjölfar beiðni um endurupptöku málsins með vísun í að þannig verði hægt að bjarga þeim laxastofni. Ástandið Í Fífustaðadalsá er fyrsta staðfesta dæmið um svo alvarlega stöðu þökk sé vöktun Jóhannesar Sturlaugsson í samstarfi við heimamenn. Jóhannes segist hafa verið kallaður á fundi og allir þar hafi haft uppi frómar fyrirætlanir og verið allir að vilja gerðir. Hann hafi farið glaður og reifur af fundi en næst var eins og engir fundir hafi farið fram. „Maður veit að það eru engin illfygli í þessu, almennt séð, en töluvert af siðleysi sem gerir mann brjálaðan. Þeir sem víla og díla með tilvist dýrategunda og stofnana mega ekki vera slappir í siðferðinu. Þeir verða að standa í lappirnar.“ Umhverfismál Dýraheilbrigði Dýr Lax Sjókvíaeldi Stjórnsýsla Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sjá meira
Jóhannes er einn fremsti sérfræðingur Íslands á sviði ferskvatnfiska og hefur rannsakað laxana árum og áratugum saman. Einhverjir gætu haldið að rifur sjókví Artic Fish í Kvígindisdal í Patreksfirði væri undantekning en ekki regla en svo er ekki. Jóhannes sannaði það svo ekki varð um villst fyrir tveimur árum að eldislax sleppur í stórum stíl úr kvíum sínum og erfðablöndun er staðreynd. Jóhannes hefur kvartað undan því að áhættumat snúi bara að skilgreindum laxveiðiám en því fer fjarri að hinn villti íslenski lax sé bundinn við þær einar. Hann er nýkominn úr ferð í Arnarfjörð en þar hefur hann fylgst með Fífudalsá og Selárdalsá; sjóbirtingi og laxi. Þetta er 9. árið í röð sem hann mætir og lýsir því sem við blasti að þessu sinni sem skelfilegu. Hann segir sjókvíaeldisskrímslin nú hafa tekið yfir í þeim ám. Óhugnanlegt ástand í Fífudalsá „Í Fífustaðadalsá var ástandið óhugnanlegt svo ekki sé meira sagt, því sjókvíaeldislaxarnir 21 að tölu voru meirihluti hrygningarlaxanna í ánni alla leið upp í fjallshlíðar. Í nágrannaánni Selárdalsá náðist sjókvíaeldislax nú í fyrsta sinn þau 9 ár sem vöktunin hefur staðið sem segir sína sögu af því ófremdarástandi sem nú ríkir hérlendis vegna sjókvíaeldis á laxi.“ Þessi fiskur var að dóla í Fífudalsá en eins og sjá má er hann með slæm tálknabör vega lúsar.Jóhannes Sturlaugsson Jóhannes segir ástandið í Fífustaðadalsá og Selárdalsá endurspegla það að enn vex fjöldi eldislaxa sem sleppa úr sjókvíum hér við land og ganga til hrygningar í íslenskar ár. Og ekki bæti úr skák að laxagöngur villta laxins þetta árið voru rýrar í Fífustaðadalsá líkt og í öðrum íslenskum ám að jafnaði þannig að hrygningarlaxar villta laxins eru óvenju fáir þetta haustið í ánum. Drap 22 sjókvíaeldislaxa „Eins og þegar sjókvíaeldisskrímslin synda í stríðum straumum í þær til hrygningar. Í Fífustaðadalsá var megnið af sjókvíalaxinum í efri hluta árinnar þar með talið uppi í vatnslitlum upptakakvíslum í fjallshlíðum þar til för þeirra var tálmuð af ófiskgengum fossum.“ Sú staðreynd sýni að sjókvíaeldislaxar eru á slíkum svæðum og í því sambandi nauðsynlegt að nefna að í vatnslitlum en fiskgengum efri hluta áa nýtist rekköfun ekki til að fjarlægja sjókvíaeldislax sem gengur upp á slík ársvæði. En eins og fréttir hafa greint frá hafa froskkafarar frá Noregi verið fengnir til að verka upp það sem í næst af frjóum eldislaxi. Hér getur að líta ljótan lax sem er grátt leikinn eftir veruna í sjókví, hann er skaddaður á uggum og víðar með svepp í sárum.Jóhannes Sturlaugsson „Sjókvíaeldislaxarnir sem ég drap í þessari ferð voru 22 og spurningin núna er sú hve margir sjókvíaeldislaxar munu bíða mín í þessum ám þegar ég kíki aftur í þær ár seinna í haust.“ Vöktun liðinna ára sýndi að þá þegar var fjöldi eldislaxa sem sluppu úr sjókvíum og gengu í Fífustaðadalsána til hrygningar langt yfir þeim hættumörkum sem notuð eru sem viðmið hérlendis til að ákvarða hvort laxastofnum stafi hætta af erfðablöndun og eina staðfesta dæmið þess efnis. Af þeim sökum fékk Jóhannes fundi á liðnum vetri með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra, Kolbeini Árnasyni skrifstofustjóra og sérfræðingum Matvælaráðuneytisins til að ræða vanda íslenskra laxastofna vegna sjókvíaeldis hér við land. Fífudalsá er ekki til samkvæmt áhættumati yfirvalda sem meta það svo að villti laxastofninn sé aðeins bundinn við ár þar sem seld eru veiðileyfi.jóhannes sturlaugsson „Þar var vandi lítilla laxastofna sem ekki eru hafðir inni í áhættumati erfðablöndunar ræddur sérstaklega og óskað eftir að Matvælaráðuneytið fjármagnaði uppsetningu á gildru í Fífustaðadalsá með vísun í vanda þess stofns, þannig að flokka mætti frá eldislax í því skyni að verja laxastofn árinnar fyrir erfðamengun frá sjókvíaeldislaxi,“ segir Jóhannes. Dreginn á asnaeyrum af ráðuneytisfólki Hann hafði þó ekki erindi sem erfiði. Ekki var það talið gerlegt en þess í stað bent á Umhverfissjóð sjókvíaeldis sem í framhaldinu var sótt um styrk í til að standa straum af því að byggja slíkt gildrumannvirki og til að gera frekari úttektir á erfðablöndun þar. „Skemmst er frá að segja að sá sjóður sem hefur það megin markmið að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif veitti ekki styrk til að vernda þann stofn enda þótt sjókvíaeldi hér við land sé fyrir tilstilli hrygningarþátttöku eldislaxa í þeirri á komið vel á veg með að ganga af laxastofni árinnar dauðum“. Nú er stjórn Umhverfissjóðs sjókvíaeldis og Matvælaráðherra að fjalla um það mál að nýju í kjölfar beiðni um endurupptöku málsins með vísun í að þannig verði hægt að bjarga þeim laxastofni. Ástandið Í Fífustaðadalsá er fyrsta staðfesta dæmið um svo alvarlega stöðu þökk sé vöktun Jóhannesar Sturlaugsson í samstarfi við heimamenn. Jóhannes segist hafa verið kallaður á fundi og allir þar hafi haft uppi frómar fyrirætlanir og verið allir að vilja gerðir. Hann hafi farið glaður og reifur af fundi en næst var eins og engir fundir hafi farið fram. „Maður veit að það eru engin illfygli í þessu, almennt séð, en töluvert af siðleysi sem gerir mann brjálaðan. Þeir sem víla og díla með tilvist dýrategunda og stofnana mega ekki vera slappir í siðferðinu. Þeir verða að standa í lappirnar.“
Umhverfismál Dýraheilbrigði Dýr Lax Sjókvíaeldi Stjórnsýsla Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sjá meira