Hafa fengið þrjú hundruð morðhótanir eftir skítaholuummæli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. september 2023 23:01 Kamil Grabara hefur varið mark FC Kaupmannahafnar undanfarin tvö ár. getty/Lars Ronbog Markverði FC Kaupmannahafnar, Kamil Grabara, og kærustu hans hafa borist fjölmargar morðhótanir eftir að hann lét miður falleg ummæli um Galatasaray falla á samfélagsmiðlum. FCK gerði 2-2 jafntefli við Galatasaray í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær. Dönsku meistararnir komust í 0-2 en eftir að Elias Jelert var rekinn af velli seig á ógæfuhliðina og Tyrkirnir jöfnuðu. Orri Steinn Óskarsson kom inn á sem varamaður hjá FCK á 70. mínútu en var tekinn af velli sex mínútum síðar, eftir að Jelert fékk rauða spjaldið. Eftir leikinn birti Grabara færslu á Instagram þar sem hann fór ófögrum orðum um Galatasaray. „Við áttum skilið að fara með öll þrjú stigin úr þessari skítaholu en svona er þetta. Við höldum áfram,“ skrifaði Grabara. Fyrir leikinn hafði hann einnig sagt að stuðningsmenn Fenerbache, erkifjenda Galatasaray, væru háværari. Ummæli Grabaras hleypti illu blóði í stuðningsmenn Galatasaray sem sendu Grabara og kærustu hans ansi ljót skilaboð. Kærastan greindi frá þessu á Instagram. „Þetta er ekki eðlilegt. Þrjú hundruð skilaboð og ég veit ekki hversu margar athugasemdir. Mér er orða vant. Í hvers konar heimi búum við?“ skrifaði kærastan. Grabara var á mála hjá Liverpool á árunum 2017-21 en lék aldrei með aðalliði félagsins. Hann fór svo til FCK og hefur tvisvar sinnum orðið danskur meistari með liðinu. Hinn 24 ára Grabara hefur leikið einn landsleik fyrir Pólland. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tyrkland Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Sjá meira
FCK gerði 2-2 jafntefli við Galatasaray í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær. Dönsku meistararnir komust í 0-2 en eftir að Elias Jelert var rekinn af velli seig á ógæfuhliðina og Tyrkirnir jöfnuðu. Orri Steinn Óskarsson kom inn á sem varamaður hjá FCK á 70. mínútu en var tekinn af velli sex mínútum síðar, eftir að Jelert fékk rauða spjaldið. Eftir leikinn birti Grabara færslu á Instagram þar sem hann fór ófögrum orðum um Galatasaray. „Við áttum skilið að fara með öll þrjú stigin úr þessari skítaholu en svona er þetta. Við höldum áfram,“ skrifaði Grabara. Fyrir leikinn hafði hann einnig sagt að stuðningsmenn Fenerbache, erkifjenda Galatasaray, væru háværari. Ummæli Grabaras hleypti illu blóði í stuðningsmenn Galatasaray sem sendu Grabara og kærustu hans ansi ljót skilaboð. Kærastan greindi frá þessu á Instagram. „Þetta er ekki eðlilegt. Þrjú hundruð skilaboð og ég veit ekki hversu margar athugasemdir. Mér er orða vant. Í hvers konar heimi búum við?“ skrifaði kærastan. Grabara var á mála hjá Liverpool á árunum 2017-21 en lék aldrei með aðalliði félagsins. Hann fór svo til FCK og hefur tvisvar sinnum orðið danskur meistari með liðinu. Hinn 24 ára Grabara hefur leikið einn landsleik fyrir Pólland.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tyrkland Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Sjá meira