„Eins og þeir nálgist ekki verkefnið með þeirri virðingu sem þeim ber að gera“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2023 11:30 Man United átti erfitt uppdráttar í Þýskalandi. Ash Donelon/Getty Images Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Meistaradeildarmessunnar, ræddi varnarleik Manchester United – eða skort á honum – í 4-3 tapi liðsins gegn Bayern München í 1. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Það kom Ólafi á óvart hversu slakir gestirnir frá Manchester voru varnarlega í leiknum. Man United hefur byrjað tímabilið illa heima fyrir og tapað þremur af fimm leikjum sínum. Í gær mætti liðið á Allianz-völlinn í Bæjaralandi þar sem heimamenn í Bayern München biðu þeirra. Fyrir leikinn hafði Bayern unnið 13 leiki í röð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og ekki tapað í 34 leikjum. Bæði eru met. Það voru því fá sem spáðu sigri gestanna. „Það eru ekki mörg lið sem feita hesti eftir viðureign gegn Bayern í München,“ sagði Ólafur sem bjóst þó við betri varnarleik hjá gestunum. Klippa: Meistaradeildarmörkin: Umræða um Man United „Hann var ekki til staðar, engan veginn. Það er það sem kemur mér á óvart. Það er eins og þeir nálgist ekki verkefnið með þeirri virðingu sem þeim ber að gera. Ég er rosalega hissa á því af því Brighton & Hove Albion sundurspiluðu þá um helgina, gjörsamlega. Þeir tosa þá til sín og spila svo í gegnum mjög slaka pressu United.“ „Þegar ég horfi á byrjunarliðið, ég ætlaði ekki að rausa (e. rant) um Man United en ég er byrjaður á því. Casemiro, Christian Eriksen og Bruno Fernandes á miðjunni. Þetta bíður ekki upp á þéttan varnarleik. Þegar Casemiro er einn nær hann engan veginn að loka, þeir voru að spila einhverskonar tígul um helgina með Scott McTominay inn á. Voru gjörsamlega sundurspilaðir.“ „Í bakvarðarstöðunum eru þeir hreinlega veikir varnarlega einn á einn; Diogo Dalot og Sergio Reguilón. Svo í miðvörðunum eru heldur ekki gæði eða harka, mér finnst þeir hvorki spila einstaklings varnarleikinn vel né spila vel saman sem tvíeyki.“ „Það kom mér gríðarlega mikið á óvart að sjá þetta lið svona rosalega slitið og tætt,“ sagði Ólafur að endingu en eldræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Hér að neðan eru svo mörkin úr leiknum. Klippa: Meistaradeild Evrópu: Bayern 4-3 Man Utd Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Sjá meira
Man United hefur byrjað tímabilið illa heima fyrir og tapað þremur af fimm leikjum sínum. Í gær mætti liðið á Allianz-völlinn í Bæjaralandi þar sem heimamenn í Bayern München biðu þeirra. Fyrir leikinn hafði Bayern unnið 13 leiki í röð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og ekki tapað í 34 leikjum. Bæði eru met. Það voru því fá sem spáðu sigri gestanna. „Það eru ekki mörg lið sem feita hesti eftir viðureign gegn Bayern í München,“ sagði Ólafur sem bjóst þó við betri varnarleik hjá gestunum. Klippa: Meistaradeildarmörkin: Umræða um Man United „Hann var ekki til staðar, engan veginn. Það er það sem kemur mér á óvart. Það er eins og þeir nálgist ekki verkefnið með þeirri virðingu sem þeim ber að gera. Ég er rosalega hissa á því af því Brighton & Hove Albion sundurspiluðu þá um helgina, gjörsamlega. Þeir tosa þá til sín og spila svo í gegnum mjög slaka pressu United.“ „Þegar ég horfi á byrjunarliðið, ég ætlaði ekki að rausa (e. rant) um Man United en ég er byrjaður á því. Casemiro, Christian Eriksen og Bruno Fernandes á miðjunni. Þetta bíður ekki upp á þéttan varnarleik. Þegar Casemiro er einn nær hann engan veginn að loka, þeir voru að spila einhverskonar tígul um helgina með Scott McTominay inn á. Voru gjörsamlega sundurspilaðir.“ „Í bakvarðarstöðunum eru þeir hreinlega veikir varnarlega einn á einn; Diogo Dalot og Sergio Reguilón. Svo í miðvörðunum eru heldur ekki gæði eða harka, mér finnst þeir hvorki spila einstaklings varnarleikinn vel né spila vel saman sem tvíeyki.“ „Það kom mér gríðarlega mikið á óvart að sjá þetta lið svona rosalega slitið og tætt,“ sagði Ólafur að endingu en eldræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Hér að neðan eru svo mörkin úr leiknum. Klippa: Meistaradeild Evrópu: Bayern 4-3 Man Utd
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Sjá meira