Covid að koma inn sem auka sumarveirupest Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. september 2023 18:44 Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. Sýn/Baldur Hrafnkell Smitsjúkdómalæknir segir mikla aukningu Covid-smita hafa orðið í byrjun mánaðar. Hugsanlegt sé að Covid komi nú, auk Rhinoveirunnar, til með að ganga allan ársins hring. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir ræddi um þær pestir sem nú ganga í samfélaginu og hvað sé til ráða til þess að sigrast á þeim í Reykjavík síðdegis. Hún segist hafa skynjað að margir kvarti undan þrálátum hósta og slappleika síðustu vikur. „Sumrin hafa í sögulegu samhengi verið það tímabil þar sem við erum ekki að sjá mikið af þessum veirusýkingum. Af því að flestar veirusýkingar sem við munum eftir fyrir Covid eru Inflúensa og RS og slíkt sem var meira á haustin og veturna,“ segir Bryndís. „Svo var þessi grunur um að hugsanlega yrði Covid svona allan ársins hring-veira, og það er hugsanlega það sem við erum að sjá en það er klárlega aukning núna í ágúst miðað við í júní og júlí og það er líka það sem við erum að sjá í Evrópu. Tölurnar sýna að þær veirur sem hafa verið að greinast í sumar hjá okkur á íslandi eru fyrst og fremst Covid og Rhinoveiran,“ segir Bryndís. Hún segir að helmingur slíkra veirusýkinga sem greinst hafa í sumar sé Rhinoveiran, sem fólk þekki sem gömlu góðu kvefveiruna sem geti þó verið skaðleg, sér í lagi ónæmisbældum og lungnaveikum. Þá sé hinn helmingur þeirra Covid. „Það er búið að vera núna gegnumgangandi í júlí og ágúst og mikil aukning núna í byrjun september á þessum tölum,“ segir Bryndís. Bryndís segir einkenni Rhinoveirunnar vera nefrennsli, hálsbólga, hósti, hausverkur, slappleiki og að hún geti valdið lungnabólgu, eða átt þátt í að fólk fái bakteríulungnabólgu ofan í veirusýkingar og það geti átt þátt í því að fólk er lengi veikt. „En svo geta sumir, af því að öndunarvegirnir eru næmari fyrir bakteríusýkingum eftir veirusýkingu, fengið alvarlegar lungnabólgur ofan í væga veirusýkingu,“ segir Bryndís. Hvenær veit maður hvenær maður á að leita til læknis? „Ég myndi segja að fólk með undirliggjandi lungnasjúkdóma, fólk með astma, fólk með lungnateppu, og fólk sem er ónæmisbælt, það ætti alltaf að láta vita af sér. Langflestir hrista veirusýkingu af sér en ég vil taka fram að það getur tekið eina, tvær, þrjár vikur. Og ungir hraustir krakkar, unglingar og ungt fólk getur verið hóstandi jafnvel í mánuð eftir svona pestir. En flestir finna á sér ef það er eitthvað sem er ekki alveg eins og það á að vera.“ Sem dæmi nefnir hún mikinn hita, svita og verki við innöndun. Hvað er best að gera ef maður er með þessi þrjóskueinkenni, sem eru ekki orðin alvarleg? „Ef fólk er með einkenni frá lungum eða finnur fyrir mæði þá er hægt að gefa þeim berkjuvíkkandi púst, sumir nota nefsteraúða til að minnka nefrennslið og losa út í slímhúðinni í ennisholunum. Og svo þarf bara að fara vel með sig.“ Hún segir það óvenjulegt að veirusýkingar greinist á sumrin. „Ég tek fram að það er ekki einu sinni kominn vetur. Og nú eigum við allar veirupestirnar í vetur eftir líka,“ segir Bryndís. „Það virðist vera að Covid sé að koma inn sem auka sumarveirupest ofan á allt annað.“ Bryndís segist hafa fengið fjölda símtala í sumar frá ráðalausu fólki sem skilji ekki í löngum og þrálátum hósta. Hún segir þolinmæði gegna þar lykilhlutverki. „Hósti í sjálfu sér er ekkert hættulegur, hósti er bara leið líkamans til að hreinsa út lungun og hjálpa þér að komast yfir sýkinguna. Hann getur verið mjög þreytandi en hann jafnar sig.“ Hún brýnir mikilvægi þess að halda fyrir munninn við hósta. Bæði Rhinoveiran og SARS afbrigði Covid séu mjög smitandi. Hún mælir með nýju Covid-bólusetningunni, sem tekur mið af nýjasta afbrigði Covid, fyrir ónæmisbælda og fólk með lungnasjúkdóma og fólk sem er komið yfir sextugt. Bólusetningar Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira
Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir ræddi um þær pestir sem nú ganga í samfélaginu og hvað sé til ráða til þess að sigrast á þeim í Reykjavík síðdegis. Hún segist hafa skynjað að margir kvarti undan þrálátum hósta og slappleika síðustu vikur. „Sumrin hafa í sögulegu samhengi verið það tímabil þar sem við erum ekki að sjá mikið af þessum veirusýkingum. Af því að flestar veirusýkingar sem við munum eftir fyrir Covid eru Inflúensa og RS og slíkt sem var meira á haustin og veturna,“ segir Bryndís. „Svo var þessi grunur um að hugsanlega yrði Covid svona allan ársins hring-veira, og það er hugsanlega það sem við erum að sjá en það er klárlega aukning núna í ágúst miðað við í júní og júlí og það er líka það sem við erum að sjá í Evrópu. Tölurnar sýna að þær veirur sem hafa verið að greinast í sumar hjá okkur á íslandi eru fyrst og fremst Covid og Rhinoveiran,“ segir Bryndís. Hún segir að helmingur slíkra veirusýkinga sem greinst hafa í sumar sé Rhinoveiran, sem fólk þekki sem gömlu góðu kvefveiruna sem geti þó verið skaðleg, sér í lagi ónæmisbældum og lungnaveikum. Þá sé hinn helmingur þeirra Covid. „Það er búið að vera núna gegnumgangandi í júlí og ágúst og mikil aukning núna í byrjun september á þessum tölum,“ segir Bryndís. Bryndís segir einkenni Rhinoveirunnar vera nefrennsli, hálsbólga, hósti, hausverkur, slappleiki og að hún geti valdið lungnabólgu, eða átt þátt í að fólk fái bakteríulungnabólgu ofan í veirusýkingar og það geti átt þátt í því að fólk er lengi veikt. „En svo geta sumir, af því að öndunarvegirnir eru næmari fyrir bakteríusýkingum eftir veirusýkingu, fengið alvarlegar lungnabólgur ofan í væga veirusýkingu,“ segir Bryndís. Hvenær veit maður hvenær maður á að leita til læknis? „Ég myndi segja að fólk með undirliggjandi lungnasjúkdóma, fólk með astma, fólk með lungnateppu, og fólk sem er ónæmisbælt, það ætti alltaf að láta vita af sér. Langflestir hrista veirusýkingu af sér en ég vil taka fram að það getur tekið eina, tvær, þrjár vikur. Og ungir hraustir krakkar, unglingar og ungt fólk getur verið hóstandi jafnvel í mánuð eftir svona pestir. En flestir finna á sér ef það er eitthvað sem er ekki alveg eins og það á að vera.“ Sem dæmi nefnir hún mikinn hita, svita og verki við innöndun. Hvað er best að gera ef maður er með þessi þrjóskueinkenni, sem eru ekki orðin alvarleg? „Ef fólk er með einkenni frá lungum eða finnur fyrir mæði þá er hægt að gefa þeim berkjuvíkkandi púst, sumir nota nefsteraúða til að minnka nefrennslið og losa út í slímhúðinni í ennisholunum. Og svo þarf bara að fara vel með sig.“ Hún segir það óvenjulegt að veirusýkingar greinist á sumrin. „Ég tek fram að það er ekki einu sinni kominn vetur. Og nú eigum við allar veirupestirnar í vetur eftir líka,“ segir Bryndís. „Það virðist vera að Covid sé að koma inn sem auka sumarveirupest ofan á allt annað.“ Bryndís segist hafa fengið fjölda símtala í sumar frá ráðalausu fólki sem skilji ekki í löngum og þrálátum hósta. Hún segir þolinmæði gegna þar lykilhlutverki. „Hósti í sjálfu sér er ekkert hættulegur, hósti er bara leið líkamans til að hreinsa út lungun og hjálpa þér að komast yfir sýkinguna. Hann getur verið mjög þreytandi en hann jafnar sig.“ Hún brýnir mikilvægi þess að halda fyrir munninn við hósta. Bæði Rhinoveiran og SARS afbrigði Covid séu mjög smitandi. Hún mælir með nýju Covid-bólusetningunni, sem tekur mið af nýjasta afbrigði Covid, fyrir ónæmisbælda og fólk með lungnasjúkdóma og fólk sem er komið yfir sextugt.
Bólusetningar Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira