„Áþreifanleg ruðningsáhrif“ vegna uppgangs í ferðaþjónustu
![Ferðaþjónusta hefur að undanförnu stuðlað að batnandi viðskiptajöfnuði og stóð fyrir tæplega 30 prósent af útflutningstekjum á fyrri helmingi ársins.](https://www.visir.is/i/1493DA4BF30BBB2AB18A0E87866DAFB139C08A034C552AA7250998B2B21337F5_713x0.jpg)
Uppgangur ferðaþjónustu hefur stuðlað að litlu atvinnuleysi og sett mikinn þrýsting á aðra innviði, þar með talið húsnæðismarkað þar sem meirihluti nýs starfsfólks í ferðaþjónustu kemur erlendis frá, segir Seðlabankinn. Ruðningsáhrif atvinnugreinarinnar hafa því verið „áþreifanleg“ en hún hefur um leið átt mestan þátt í að stuðla að batnandi viðskiptajöfnuði.