Einsdæmi í íslensku leikhúsi Íris Hauksdóttir skrifar 20. september 2023 15:01 Í fyrsta sinn í íslenskri leiklistarsögu eru þrjú verk sýnd samdægurs eftir sama höfund. Laugardagurinn 28. október verður merkilegur dagur í íslenskri leiklistarsögu. Þegar þrjú verk eftir sama höfund verða sýnd sama dag á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Um er að ræða verkin þrjú í hinum svokallaða Mayenburg þríleik, en það þriðja og síðasta, Ekki málið, verður frumsýnt nú á laugardag. Það er algjört einsdæmi í íslenskri leiklistarsögu að þrjú verk, í fullri lengd, eftir sama höfund séu sýnd samdægurs. Verkið er partur af þríleik eftir Marius von Mayenburg en fyrri sýningarnar tvær þær Ellen B og Ex nutu gríðarlegra vinsælda á síðasta leikári. Ilmur og Björn í hlutverkum sínum. Jorri/Þjóðleikhúsið Að þessu sinni leikstýrir höfundurinn sjálfur sýningunni en þau Ilmur Kristjánsdóttir og Björn Thors fara með hlutverkin tvö. Eitursnjallt og áhrifaríkt Sagan segir frá Simone sem er rafeindavélfræðingur, hún er nýkomin heim úr viðskiptaferð til Ítalíu með yfirmanni sínum. Við heimkomu færir hún eiginmanni sínum, Erik, gjöf en hann hefur að vanda sinnt búi og börnum á meðan hún hefur verið í burtu og reynt þess á milli að einbeita sér að þýðingum sínum fyrir bókaforlagið sem hann vinnur hjá. Erik hikar við að opna pakkann. Er kannski eitthvað annað sem fylgir þessari gjöf? En hvað ef það væri Erik sem væri að koma heim úr viðskiptaferð og Simone hefði verið heima að sinna fjölskyldulífinu? Væri þá eitthvað á annan veg? Þau Simone og Erik takast á í verkinu Ekki málið. Jorri/Þjóðleikhúsið Fyrir þau sem vilja upplifa allar sýningarnar á sama degi er boðið upp á Mayenburgveislu laugardaginn 28. október. Fram að þeim degi verður boðið upp á þétta sýningadagskrá á Ekki málið auk stakra sýninga á fyrri verkunum tveimur. Leikhús Menning Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Lífið Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira
Um er að ræða verkin þrjú í hinum svokallaða Mayenburg þríleik, en það þriðja og síðasta, Ekki málið, verður frumsýnt nú á laugardag. Það er algjört einsdæmi í íslenskri leiklistarsögu að þrjú verk, í fullri lengd, eftir sama höfund séu sýnd samdægurs. Verkið er partur af þríleik eftir Marius von Mayenburg en fyrri sýningarnar tvær þær Ellen B og Ex nutu gríðarlegra vinsælda á síðasta leikári. Ilmur og Björn í hlutverkum sínum. Jorri/Þjóðleikhúsið Að þessu sinni leikstýrir höfundurinn sjálfur sýningunni en þau Ilmur Kristjánsdóttir og Björn Thors fara með hlutverkin tvö. Eitursnjallt og áhrifaríkt Sagan segir frá Simone sem er rafeindavélfræðingur, hún er nýkomin heim úr viðskiptaferð til Ítalíu með yfirmanni sínum. Við heimkomu færir hún eiginmanni sínum, Erik, gjöf en hann hefur að vanda sinnt búi og börnum á meðan hún hefur verið í burtu og reynt þess á milli að einbeita sér að þýðingum sínum fyrir bókaforlagið sem hann vinnur hjá. Erik hikar við að opna pakkann. Er kannski eitthvað annað sem fylgir þessari gjöf? En hvað ef það væri Erik sem væri að koma heim úr viðskiptaferð og Simone hefði verið heima að sinna fjölskyldulífinu? Væri þá eitthvað á annan veg? Þau Simone og Erik takast á í verkinu Ekki málið. Jorri/Þjóðleikhúsið Fyrir þau sem vilja upplifa allar sýningarnar á sama degi er boðið upp á Mayenburgveislu laugardaginn 28. október. Fram að þeim degi verður boðið upp á þétta sýningadagskrá á Ekki málið auk stakra sýninga á fyrri verkunum tveimur.
Leikhús Menning Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Lífið Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira