Eigendur PSG nýta fjölskyldutengslin Valur Páll Eiríksson skrifar 18. september 2023 10:30 Sjeik Tamim bin Hamad Al Thani, eigandi PSG og emír Katar. Getty Þjóðverjinn Julian Draxler var um helgina seldur frá Paris Saint-Germain í Frakklandi til katarska liðsins Al-Ahli. Hann er þriðji leikmaður franska liðsins sem katarskir eigendur PSG selja til heimalandsins í sumar. Töluverð endurnýjun hefur orðið á leikmannahópi frönsku meistaranna í sumar eftir að Spánverjinn Luis Enrique tók við stjórnartaumunum í júní. Randal Kolo Muani, Manuel Ugarte, Ousmané Dembélé og Lucas Hernández eru á meðal leikmanna sem hafa verið keyptir dýrum dómum í frönsku höfuðborgina. Alls hefur PSG keypt 13 leikmenn í aðalliðshóp félagsins í sumar. Rýma þarf til fyrir nýjum mönnum, losa um launakostnað og selja leikmenn til að brjóta ekki reglur Knattspyrnusambands Evrópu um fjárhagslega háttvísi. PSG hefur eytt 350 milljónum evra í leikmannakaup í sumar og sölur eru þarfar til að vega á móti. Um 90 milljónir evra fengust fyrir Brasilíumanninn Neymar þegar hann færði sig til Al-Hilal í Sádi-Arabíu og Hollendingurinn Georginio Wijnaldum flutti einnig til olíuríkisins. Illa gekk aftur á móti að selja þrjá leikmenn liðsins sem Luis Enrique hafði engin not fyrir. Þá Marco Verratti, Abdou Diallo og Julian Draxler. Þá voru hæg heimatökin hjá Tamim bin Hamad Al Thani, emírs Katar og eiganda PSG, að einfaldlega fá annan meðlim konungsfjölskyldunnar, Sjeik Tamim Bin Fahad Al Thani, forseta Al-Arabi, til að kaupa tvo þeirra. Al-Arabi keypti Verratti á 45 milljónir evra og Diallo á 15 milljónir. Um helgina varð Draxler svo þriðji leikmaður Parísarliðsins til að færa sig til Katar en Al-Ahli SC keypti hann á 20 milljónir evra. PSG hefur því fengið 80 milljónir evra, tæplega tólf milljarða króna, frá félögum í katörsku úrvalsdeildinni í sumar. Það nemur rúmlega 41 prósenti af öllum tekjum liðsins á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Franski boltinn Katarski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira
Töluverð endurnýjun hefur orðið á leikmannahópi frönsku meistaranna í sumar eftir að Spánverjinn Luis Enrique tók við stjórnartaumunum í júní. Randal Kolo Muani, Manuel Ugarte, Ousmané Dembélé og Lucas Hernández eru á meðal leikmanna sem hafa verið keyptir dýrum dómum í frönsku höfuðborgina. Alls hefur PSG keypt 13 leikmenn í aðalliðshóp félagsins í sumar. Rýma þarf til fyrir nýjum mönnum, losa um launakostnað og selja leikmenn til að brjóta ekki reglur Knattspyrnusambands Evrópu um fjárhagslega háttvísi. PSG hefur eytt 350 milljónum evra í leikmannakaup í sumar og sölur eru þarfar til að vega á móti. Um 90 milljónir evra fengust fyrir Brasilíumanninn Neymar þegar hann færði sig til Al-Hilal í Sádi-Arabíu og Hollendingurinn Georginio Wijnaldum flutti einnig til olíuríkisins. Illa gekk aftur á móti að selja þrjá leikmenn liðsins sem Luis Enrique hafði engin not fyrir. Þá Marco Verratti, Abdou Diallo og Julian Draxler. Þá voru hæg heimatökin hjá Tamim bin Hamad Al Thani, emírs Katar og eiganda PSG, að einfaldlega fá annan meðlim konungsfjölskyldunnar, Sjeik Tamim Bin Fahad Al Thani, forseta Al-Arabi, til að kaupa tvo þeirra. Al-Arabi keypti Verratti á 45 milljónir evra og Diallo á 15 milljónir. Um helgina varð Draxler svo þriðji leikmaður Parísarliðsins til að færa sig til Katar en Al-Ahli SC keypti hann á 20 milljónir evra. PSG hefur því fengið 80 milljónir evra, tæplega tólf milljarða króna, frá félögum í katörsku úrvalsdeildinni í sumar. Það nemur rúmlega 41 prósenti af öllum tekjum liðsins á félagaskiptamarkaðnum í sumar.
Franski boltinn Katarski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira