Evrópuævintýri Breiðabliks: Upphafið í Þrándheimi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2023 12:01 Breiðablik hefur spilað 23 Evrópuleiki frá árinu 2020. Þeir verða 29 áður en tímabilið 2024 gengur í garð. Vísir/Diego Í kvöld mætast Maccabi Tel Aviv og Breiðablik í 1. umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu. Íslenskt karlalið hefur aldrei áður komist jafn langt í Evrópu. Ef við spólum aftur til 27. ágúst 2020 þá var ekki margt sem benti til þess að Breiðablik yrði fyrsta íslenska karlaliðið til að ná þessum árangri, eða hvað? Á svona stundum er vert að skoða upphafið. Þann 5. október 2019 var Óskar Hrafn Þorvaldsson ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá Breiðabliki. Halldór Árnason var ráðinn sem aðstoðarþjálfari en saman höfðu þeir komið Gróttu úr 2. deildinni upp í þá efstu á aðeins tveimur árum. „Ég er þakklátur fyrir að vera treyst til að leiða, jafnöflugt félag og Breiðablik er, næstu árin. Leikmannahópurinn er framúrskarandi, aðstæðurnar fyrsta flokks og ég get ekki beðið eftir að byrja að vinna með öllu því góðu fólki sem kemur að félaginu. Á sama tíma kveð ég Seltjarnarnesið með söknuði, leikmannahóp, stjórn og starfsfólk sem ég hef átt tvö ótrúlega viðburðarík ár með," var haft eftir Óskari Hrafni á blikar.is er hann skrifaði undir í Kópavogi. Óskar Hrafn var ekki lengi að setja handbragð sitt á Blikaliðið þó svo að kórónuveiran hafi sett strik í reikninginn sumarið 2020. Það var svo þann 27. ágúst sem Breiðablik hélt til Þrándheims í Noregi og mætti þar norska stórveldinu Rosenborg. Um var að ræða fyrsta Evrópuleik Óskars Hrafns sem þjálfara. Þrátt fyrir að ofurefli væri við að etja mættu Blikar með kassann úti og héldu sig við sama upplegg og í deildinni hér heima. Eftir aðeins þrjár mínútur komust heimamenn í Rosenborg yfir og eftir 17 mínútur var staðan orðin 2-0. Þegar tæpur hálftími var liðinn var staðan orðin 4-0 og einvíginu lokið. Lokatölur í Þrándheimi 4-2 heimamönnum í vil. Þessi leikur lagði þó grunninn að því sem við höfum séð frá Blikum í Evrópu síðan. Fyrir hvern einasta leik tönnlast Óskar Hrafn á því að Blikar þurfi að spila sinn leik og megi hverfa frá gildum sínum. Sem dæmi má nefna viðtal við Óskar Hrafn fyrir viðureign Breiðabliks og FC Kaupmannahafnar í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í sumar. „Við ætlum að gera allt sem við getum til að vera við sjálfir. Við höfum talað um að það er skemmtilegt að fá tækifæri til að máta sig við betri lið og leiðin til að máta sig á raunhæfan hátt er að gera það sem þú ert búinn að vera að gera,“ „Við þurfum að passa að halda í gildin okkar, vera hugrakkir, þora að halda í boltann og stíga á þá. Ég held að þetta snúist um það að við nálgumst okkar besta leik og nálægt þeirri hugmyndafræði sem við höfum unnið eftir.“ Breiðablik hefur ríghaldið í þessi gildi, skiptir ekki hvort um sé að ræða Bestu deildina, Mjólkurbikarinn eða hinar ýmsu Evrópukeppnir. Til þessa hefur liðið vissulega aðeins landað einum titli, Íslandsmeistaratitlinum árið 2022, á meðan Víkingar hafa sópað til sínum hverjum bikarnum á fætur öðrum. Breiðablik hefur hins vegar afrekað eitthvað sem engu karlaliði hefur áður tekist, að komast alla leið í riðlakeppni í Evrópu. Stóra spurningin er hversu lengi félagið mun sitja eitt við það borð en kvennalið félagsins komst í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna árið 2021. Leikur Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks verður sýndur beint á Vodafone Sport. Útsending hefst klukkan 18.50 en leikurinn sjálfur kl. 19.00. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Sjá meira
Ef við spólum aftur til 27. ágúst 2020 þá var ekki margt sem benti til þess að Breiðablik yrði fyrsta íslenska karlaliðið til að ná þessum árangri, eða hvað? Á svona stundum er vert að skoða upphafið. Þann 5. október 2019 var Óskar Hrafn Þorvaldsson ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá Breiðabliki. Halldór Árnason var ráðinn sem aðstoðarþjálfari en saman höfðu þeir komið Gróttu úr 2. deildinni upp í þá efstu á aðeins tveimur árum. „Ég er þakklátur fyrir að vera treyst til að leiða, jafnöflugt félag og Breiðablik er, næstu árin. Leikmannahópurinn er framúrskarandi, aðstæðurnar fyrsta flokks og ég get ekki beðið eftir að byrja að vinna með öllu því góðu fólki sem kemur að félaginu. Á sama tíma kveð ég Seltjarnarnesið með söknuði, leikmannahóp, stjórn og starfsfólk sem ég hef átt tvö ótrúlega viðburðarík ár með," var haft eftir Óskari Hrafni á blikar.is er hann skrifaði undir í Kópavogi. Óskar Hrafn var ekki lengi að setja handbragð sitt á Blikaliðið þó svo að kórónuveiran hafi sett strik í reikninginn sumarið 2020. Það var svo þann 27. ágúst sem Breiðablik hélt til Þrándheims í Noregi og mætti þar norska stórveldinu Rosenborg. Um var að ræða fyrsta Evrópuleik Óskars Hrafns sem þjálfara. Þrátt fyrir að ofurefli væri við að etja mættu Blikar með kassann úti og héldu sig við sama upplegg og í deildinni hér heima. Eftir aðeins þrjár mínútur komust heimamenn í Rosenborg yfir og eftir 17 mínútur var staðan orðin 2-0. Þegar tæpur hálftími var liðinn var staðan orðin 4-0 og einvíginu lokið. Lokatölur í Þrándheimi 4-2 heimamönnum í vil. Þessi leikur lagði þó grunninn að því sem við höfum séð frá Blikum í Evrópu síðan. Fyrir hvern einasta leik tönnlast Óskar Hrafn á því að Blikar þurfi að spila sinn leik og megi hverfa frá gildum sínum. Sem dæmi má nefna viðtal við Óskar Hrafn fyrir viðureign Breiðabliks og FC Kaupmannahafnar í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í sumar. „Við ætlum að gera allt sem við getum til að vera við sjálfir. Við höfum talað um að það er skemmtilegt að fá tækifæri til að máta sig við betri lið og leiðin til að máta sig á raunhæfan hátt er að gera það sem þú ert búinn að vera að gera,“ „Við þurfum að passa að halda í gildin okkar, vera hugrakkir, þora að halda í boltann og stíga á þá. Ég held að þetta snúist um það að við nálgumst okkar besta leik og nálægt þeirri hugmyndafræði sem við höfum unnið eftir.“ Breiðablik hefur ríghaldið í þessi gildi, skiptir ekki hvort um sé að ræða Bestu deildina, Mjólkurbikarinn eða hinar ýmsu Evrópukeppnir. Til þessa hefur liðið vissulega aðeins landað einum titli, Íslandsmeistaratitlinum árið 2022, á meðan Víkingar hafa sópað til sínum hverjum bikarnum á fætur öðrum. Breiðablik hefur hins vegar afrekað eitthvað sem engu karlaliði hefur áður tekist, að komast alla leið í riðlakeppni í Evrópu. Stóra spurningin er hversu lengi félagið mun sitja eitt við það borð en kvennalið félagsins komst í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna árið 2021. Leikur Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks verður sýndur beint á Vodafone Sport. Útsending hefst klukkan 18.50 en leikurinn sjálfur kl. 19.00.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn