Greinargerðin birt á vef Alþingis og mál forsætisnefndar fellt niður Lovísa Arnardóttir skrifar 16. september 2023 09:04 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, birti greinargerðina í sumar. Vísir/Arnar Greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol var birt í gær á vef Alþingis. Forseti Alþingis neitaði mánuðum saman að birta hana. Þingflokksformaður Pírata gerði það í sumar. Forsætisnefnd hefur því mál tengd greinargerðinni ekki lengur til skoðunar. Greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol var birt í gær á vef Alþingis. Forseti Alþingis neitaði í marga mánuði að birta greinargerðina en þingmaður Pírata gerði það svo óvænt í sumar. Deilur höfðu þá staðið um birtingu greinargerðarinnar mánuðum saman. Tvær nefndir Alþingis höfðu haft málið til skoðunar en í ljósi þess að greinargerðin hefur nú verið birt hefur forsætisnefnd fellt málið niður. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur málefni Lindarhvols ehf. hins vegar enn til umfjöllunar á grundvelli skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol ehf. frá apríl 2020. Það kemur fram í tilkynningu sem birt var á vef Alþingis í gær. Þar segir að forsætisnefnd hafi haft til umfjöllunar beiðni fjölmiðlamanna um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf. frá júlí 2018 en að málið megi rekja til ákvörðunar nefndarinnar frá 2021 um endurupptöku úrskurðar nefndarinnar. Þá var beiðni blaðamanns á Viðskiptablaðinu um aðgang að greinargerðinni synjað. „Í ljósi þess að greinargerð setts ríkisendurskoðanda hefur þegar verið birt opinberlega eru brostin skilyrði til þess að forsætisnefnd hafi málið til frekari umfjöllunar. Er málinu því lokið af hálfu forsætisnefnda,“ segir að lokum um það í tilkynningunni. Málinu er þó að öllum líkindum ekki lokið því það situr á borði héraðssaksóknara eins og stendur. Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. Eftir að nýr ríkisendurskoðandi var skipaður tók hann málið yfir en Sigurður skilaði forseta Alþingis greinargerð um hans skoðun á málinu. Birting Þórhildar Sunnu á greinargerðinni var nokkuð umdeild. Forseti Alþingis og formaður forsætisnefndar lögðust gegn því að greinargerðin yrði birt og núverandi ríkisendurskoðandi hefur sömuleiðis verið harðorður og mælt gegn birtingu hennar. Starfsemi Lindarhvols Alþingi Píratar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segir greinargerð Sigurðar marklaust plagg Ríkisendurskoðandi segir greinargerð setts ríkisendurskoðanda í Lindarhvolsmálinu óklárað plagg sem aldrei hefði átt að líta dagsins ljós og sakar hann um dylgjur. 23. júlí 2023 12:10 Óheppilegt að fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi deili um Lindarhvolsmálið opinberlega Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir umfjöllun um Lindarhvolsmálið ekki lokið af hálfu nefndarinnar og að báðar skýrslur málsins liggi á borðinu. Hún telur óheppilegt að fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi deili um málið opinberlega. 15. júlí 2023 12:01 Settur ríkisendurskoðandi segir Alþingi ekki ráða við Lindarhvolsmálið Fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi segir dómstóla verða að skera úr um Lindarhvolsmálið. Alþingi virðist vera ófært um að klára málið. 14. júlí 2023 20:00 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol var birt í gær á vef Alþingis. Forseti Alþingis neitaði í marga mánuði að birta greinargerðina en þingmaður Pírata gerði það svo óvænt í sumar. Deilur höfðu þá staðið um birtingu greinargerðarinnar mánuðum saman. Tvær nefndir Alþingis höfðu haft málið til skoðunar en í ljósi þess að greinargerðin hefur nú verið birt hefur forsætisnefnd fellt málið niður. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur málefni Lindarhvols ehf. hins vegar enn til umfjöllunar á grundvelli skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol ehf. frá apríl 2020. Það kemur fram í tilkynningu sem birt var á vef Alþingis í gær. Þar segir að forsætisnefnd hafi haft til umfjöllunar beiðni fjölmiðlamanna um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf. frá júlí 2018 en að málið megi rekja til ákvörðunar nefndarinnar frá 2021 um endurupptöku úrskurðar nefndarinnar. Þá var beiðni blaðamanns á Viðskiptablaðinu um aðgang að greinargerðinni synjað. „Í ljósi þess að greinargerð setts ríkisendurskoðanda hefur þegar verið birt opinberlega eru brostin skilyrði til þess að forsætisnefnd hafi málið til frekari umfjöllunar. Er málinu því lokið af hálfu forsætisnefnda,“ segir að lokum um það í tilkynningunni. Málinu er þó að öllum líkindum ekki lokið því það situr á borði héraðssaksóknara eins og stendur. Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. Eftir að nýr ríkisendurskoðandi var skipaður tók hann málið yfir en Sigurður skilaði forseta Alþingis greinargerð um hans skoðun á málinu. Birting Þórhildar Sunnu á greinargerðinni var nokkuð umdeild. Forseti Alþingis og formaður forsætisnefndar lögðust gegn því að greinargerðin yrði birt og núverandi ríkisendurskoðandi hefur sömuleiðis verið harðorður og mælt gegn birtingu hennar.
Starfsemi Lindarhvols Alþingi Píratar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segir greinargerð Sigurðar marklaust plagg Ríkisendurskoðandi segir greinargerð setts ríkisendurskoðanda í Lindarhvolsmálinu óklárað plagg sem aldrei hefði átt að líta dagsins ljós og sakar hann um dylgjur. 23. júlí 2023 12:10 Óheppilegt að fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi deili um Lindarhvolsmálið opinberlega Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir umfjöllun um Lindarhvolsmálið ekki lokið af hálfu nefndarinnar og að báðar skýrslur málsins liggi á borðinu. Hún telur óheppilegt að fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi deili um málið opinberlega. 15. júlí 2023 12:01 Settur ríkisendurskoðandi segir Alþingi ekki ráða við Lindarhvolsmálið Fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi segir dómstóla verða að skera úr um Lindarhvolsmálið. Alþingi virðist vera ófært um að klára málið. 14. júlí 2023 20:00 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Segir greinargerð Sigurðar marklaust plagg Ríkisendurskoðandi segir greinargerð setts ríkisendurskoðanda í Lindarhvolsmálinu óklárað plagg sem aldrei hefði átt að líta dagsins ljós og sakar hann um dylgjur. 23. júlí 2023 12:10
Óheppilegt að fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi deili um Lindarhvolsmálið opinberlega Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir umfjöllun um Lindarhvolsmálið ekki lokið af hálfu nefndarinnar og að báðar skýrslur málsins liggi á borðinu. Hún telur óheppilegt að fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi deili um málið opinberlega. 15. júlí 2023 12:01
Settur ríkisendurskoðandi segir Alþingi ekki ráða við Lindarhvolsmálið Fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi segir dómstóla verða að skera úr um Lindarhvolsmálið. Alþingi virðist vera ófært um að klára málið. 14. júlí 2023 20:00