„Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. september 2023 21:01 Bergþóra og Geirdís fara fyrir hópi fólks sem kalla sig Hjólabúa og hafa lengi barist fyrir varanlegri staðsetningu fyrir þá sem kjósa búsetuúrræði líkt og hjólhýsi. Vísir/Arnar Halldórsson Hópur fólks hefst nú við í hjólhýsum í niðurníddu iðnaðarhverfi á Sævarhöfða eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal í sumar. Þau gagnrýna skort á svörum frá borginni harðlega og kalla enn og aftur eftir varanlegri staðsetningu. Eftir að hafa verið gert að yfirgefa Laugardalinn í byrjun sumars var fólkinu úthlutað plássi á iðnaðarplani við Sævarhöfða. Þar er yfirgefin verksmiðjubygging í mikilli niðurníðslu. Í roki hafa þykkar rúður í húsinu brotnað og glerbrot dreifst yfir planið þar sem hópurinn hefst nú við. Mikill hávaði frá umferð er á svæðinu og lítið skjól. Þá er þar ekkert heitt vatn. Bergþóra og Geirdís fara fyrir hópi fólks sem kalla sig Hjólabúa og hafa lengi barist fyrir varanlegri staðsetningu fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. Þær gagnrýna harðlega samskipta-og afskiptaleysi borgarinnar þar sem mikil óvissa ríkir um framhaldið og veturinn handan við hornið. „Það er bara allt í járnum, við erum búnar að reyna senda tölvupósta og hringja og fá einhver viðbrögð. Við erum að reyna að fá sæti við borðið þannig við séum svolítið með í umræðunni en það hefur bara gengið illa, því miður, segir Geirdís. „Við erum búin að gera ýmislegt til að reyna að koma á samtali. Það er bara rosalegur seinagangur, ég skil þetta ekki. Ég er farin að hugsa hvort þetta séu hreinlega fordómar fyrir þessu búsetuformi.“ En nú er þetta orðið mjög vinsælt búsetuform í heiminum og ef þetta er hægt í þeim löndum sem við miðum okkur við, af hverju ekki á litla Íslandi? Bergþóra tekur undir orð Geirdísar. „Borgin bara gerir ekki neitt. Þetta byrjaði árið 2017. Ef þau myndu bara vinna vinnuna sína þá væri þetta ekki svona. Ég skil bara ekki svona hangsarahátt. Það er hægt að fara til útlanda og skoða hjólastíga, afhverju er ekki hægt að skoða svona úrræði, ég hefði haldið að það væri meiri þörf á því.“ Aðspurð hvort hún sé með skilaboð til borgarstjóra segir Bergþóra þau svo mörg að hún viti ekki hvar hún eigi að byrja. „Bara fara að vinna vinnuna sína, svara tölvupóstum og ekki bara gera ekki neitt.“ Hvernig leggst veturinn í ykkur? „Bara ágætlega, verðum við ekki að segja það. Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð,“ segir Bergþóra. „Við náttúrulega verðum að gera það besta úr stöðunni eins og hún er núna, á meðan við fáum engin svör, ekkert samtal og ekki neitt,“ segir Geirdís. Við verðum að reyna að koma okkur eins kósý fyrir og við mögulega getum. En mig kvíður pínulítið fyrir vetrinum hér. Félagsmál Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Geta lítið sem ekkert sagt um uppruna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira
Eftir að hafa verið gert að yfirgefa Laugardalinn í byrjun sumars var fólkinu úthlutað plássi á iðnaðarplani við Sævarhöfða. Þar er yfirgefin verksmiðjubygging í mikilli niðurníðslu. Í roki hafa þykkar rúður í húsinu brotnað og glerbrot dreifst yfir planið þar sem hópurinn hefst nú við. Mikill hávaði frá umferð er á svæðinu og lítið skjól. Þá er þar ekkert heitt vatn. Bergþóra og Geirdís fara fyrir hópi fólks sem kalla sig Hjólabúa og hafa lengi barist fyrir varanlegri staðsetningu fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. Þær gagnrýna harðlega samskipta-og afskiptaleysi borgarinnar þar sem mikil óvissa ríkir um framhaldið og veturinn handan við hornið. „Það er bara allt í járnum, við erum búnar að reyna senda tölvupósta og hringja og fá einhver viðbrögð. Við erum að reyna að fá sæti við borðið þannig við séum svolítið með í umræðunni en það hefur bara gengið illa, því miður, segir Geirdís. „Við erum búin að gera ýmislegt til að reyna að koma á samtali. Það er bara rosalegur seinagangur, ég skil þetta ekki. Ég er farin að hugsa hvort þetta séu hreinlega fordómar fyrir þessu búsetuformi.“ En nú er þetta orðið mjög vinsælt búsetuform í heiminum og ef þetta er hægt í þeim löndum sem við miðum okkur við, af hverju ekki á litla Íslandi? Bergþóra tekur undir orð Geirdísar. „Borgin bara gerir ekki neitt. Þetta byrjaði árið 2017. Ef þau myndu bara vinna vinnuna sína þá væri þetta ekki svona. Ég skil bara ekki svona hangsarahátt. Það er hægt að fara til útlanda og skoða hjólastíga, afhverju er ekki hægt að skoða svona úrræði, ég hefði haldið að það væri meiri þörf á því.“ Aðspurð hvort hún sé með skilaboð til borgarstjóra segir Bergþóra þau svo mörg að hún viti ekki hvar hún eigi að byrja. „Bara fara að vinna vinnuna sína, svara tölvupóstum og ekki bara gera ekki neitt.“ Hvernig leggst veturinn í ykkur? „Bara ágætlega, verðum við ekki að segja það. Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð,“ segir Bergþóra. „Við náttúrulega verðum að gera það besta úr stöðunni eins og hún er núna, á meðan við fáum engin svör, ekkert samtal og ekki neitt,“ segir Geirdís. Við verðum að reyna að koma okkur eins kósý fyrir og við mögulega getum. En mig kvíður pínulítið fyrir vetrinum hér.
Félagsmál Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Geta lítið sem ekkert sagt um uppruna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira