Viðskipti innlent

Ráðnir verk­efna­stjórar hjá LEX

Atli Ísleifsson skrifar
Árni Freyr Sigurðsson, Fjölnir Ólafsson og Hjalti Geir Erlendsson.
Árni Freyr Sigurðsson, Fjölnir Ólafsson og Hjalti Geir Erlendsson. Aðsend

Árni Freyr Sigurðsson, Fjölnir Ólafsson og Hjalti Geir Erlendsson hafa tekið við stöðum verkefnastjóra hjá LEX.

Í tilkynningu segir að Árni Freyr hafi hafið störf á LEX sem laganemi árið 2018 og ráðist til félagsins sem fulltrúi að loknu laganámi frá Háskóla Íslands árið 2020. 

„Í störfum sínum hjá LEX hefur Árni einkum starfað á sviði fjármunaréttur, þ.á.m. ráðgjöf við kaup, sölu og samruna fyrirtækja, fjármögnun fyrirtækja, verðbréfamarkaðsrétt og almenna félagaréttarráðgjöf. Árni er með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum.

Hjalti Geir hóf störf sem fulltrúi hjá LEX að loknu laganámi frá Háskóla Íslands árið 2013. Hjalti lauk meistaragráði í lögum (LL.M.) frá Columbia-háskóla í New York árið 2016, en hefur auk þess starfað hjá EFTA skrifstofunni í Brussel og hjá Umboðsmanni Alþingis. Í störfum sínum hjá LEX hefur Hjalti einkum starfað á svið eigna-, auðlinda- og stjórnsýsluréttar, sem og félaga- og Evrópuréttar. Hjalti er með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum.

Fjölnir hóf störf sem laganemi á LEX árið 2017 en hóf störf sem fulltrúi að loknu laganámi frá Háskóla Íslands árið 2019. Í störfum sínum hjá LEX hefur Fjölnir lagt megináherslu á samkeppnisrétt, stjórnsýslurétt, samninga- og kröfurétt og málflutning. Þá hefur hann sinnt fjölbreyttum verkefnum á sviði félagaréttar, verktaka- og útboðsréttar, hugverkaréttar, Evrópuréttar og tollaréttar. Fjölnir er með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum.

LEX er ein stærsta lögmannsstofa landsins sem sinnir öllum meginsviðum íslenskrar lögfræði. Á stofunni starfa yfir 40 lögfræðingar auk 14 annarra starfsmanna,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×