Flokkun úrgangs við heimili gengur vonum framar! Valdimar Víðisson skrifar 15. september 2023 08:30 Þann 1. janúar sl. tóku gildi ný lög í úrgangsmálum. Þessar lagabreytingar hafa verið kallaðar hringrásarlögin en markmið laganna snýst aðallega um að draga úr myndun úrgangs og stuðla að myndun hringrásarhagkerfis hér á landi. Stærstu breytingarnar fyrir almenning snúa að meðhöndlun úrgangs við heimili en nú þurfa öll heimili að flokka pappír, plast, matarleifar og svokallaðan blandaðan úrgang sem ekki er hægt að endurvinna. Þeir sem ekki vita hvað á nákvæmlega að fara í blandaðan úrgang geta nálgast þær upplýsingar á heimasíðu SORPU. Auk þessara fjóra flokka við heimili þá ber okkur einnig að flokka textíl, málma, gler og spilliefni sem við förum þá með á grenndarstöðvar og endurvinnslustöðvar. Sveitarfélög hófu innleiðingu á þessu breytta verklagi í samræmi við ný lög í upphafi árs. Hér á höfuðborgarsvæðinu hefur innleiðing gengið vonum framar. Sveitarfélög hafa staðið vel að upplýsingagjöf til íbúa og einnig komið tunnum vel og örugglega til þeirra. Starfsmenn sveitarfélaga eiga hrós skilið fyrir hversu vel hefur verið staðið að þessu. Í raun unnið þrekvirki á ekki lengri tíma en þetta. Innleiðingu er ekki lokið því enn á víðast hvar eftir að koma upp grenndarstöðvum fyrir málma og gler. Árangur hér á höfuðborgarsvæðinu í magntölum Þegar borin eru saman tímabilin frá janúar – ágúst í ár og á síðasta ári kemur í ljós að íbúar höfuðborgarsvæðinu hafa heldur betur tekið vel í þessar breytingar. Það ber að hafa í huga að tunnur fóru fyrst að berast íbúum höfuðborgarsvæðisins í maí. Magn blandaðs úrgangs hefur dregist saman um rúmlega 2500 tonn. Tæplega 1200 tonn af matarleifum hafa safnast við heimili íbúa. Plastsöfnun við heimili hefur tæplega tvöfaldast, var 580 tonn á tímabilinu. Pappír og pappi hefur dregist saman um 250 tonn á tímabilinu. Stór áhrifaþáttur er væntanlega að útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt. Þetta er algjörlega frábær árangur. Næsta verkefni er svo að byggja upp og efla grenndarstöðvar. Hafa losun þeirra samræmda og skilvirka. Einnig að tryggja að umgengni sé góð og það verður meðal annars gert með því að núna verður skylda að hafa skynjara í gámunum á grenndarstöðvum sem láta vita þegar þeir eru að verða fullir. Með hringrásarlögunum hefur orðið vitundarvakning meðal landsmanna. Við erum að standa okkur vel eins og magntölurnar sýna. Og við ætlum að sjálfsögðu að gera enn betur. Verum öll áfram samtaka í þessu verkefni. Höfundur er stjórnarformaður SORPU og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Sorpa Sorphirða Umhverfismál Reykjavík Mosfellsbær Seltjarnarnes Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mest lesið PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. janúar sl. tóku gildi ný lög í úrgangsmálum. Þessar lagabreytingar hafa verið kallaðar hringrásarlögin en markmið laganna snýst aðallega um að draga úr myndun úrgangs og stuðla að myndun hringrásarhagkerfis hér á landi. Stærstu breytingarnar fyrir almenning snúa að meðhöndlun úrgangs við heimili en nú þurfa öll heimili að flokka pappír, plast, matarleifar og svokallaðan blandaðan úrgang sem ekki er hægt að endurvinna. Þeir sem ekki vita hvað á nákvæmlega að fara í blandaðan úrgang geta nálgast þær upplýsingar á heimasíðu SORPU. Auk þessara fjóra flokka við heimili þá ber okkur einnig að flokka textíl, málma, gler og spilliefni sem við förum þá með á grenndarstöðvar og endurvinnslustöðvar. Sveitarfélög hófu innleiðingu á þessu breytta verklagi í samræmi við ný lög í upphafi árs. Hér á höfuðborgarsvæðinu hefur innleiðing gengið vonum framar. Sveitarfélög hafa staðið vel að upplýsingagjöf til íbúa og einnig komið tunnum vel og örugglega til þeirra. Starfsmenn sveitarfélaga eiga hrós skilið fyrir hversu vel hefur verið staðið að þessu. Í raun unnið þrekvirki á ekki lengri tíma en þetta. Innleiðingu er ekki lokið því enn á víðast hvar eftir að koma upp grenndarstöðvum fyrir málma og gler. Árangur hér á höfuðborgarsvæðinu í magntölum Þegar borin eru saman tímabilin frá janúar – ágúst í ár og á síðasta ári kemur í ljós að íbúar höfuðborgarsvæðinu hafa heldur betur tekið vel í þessar breytingar. Það ber að hafa í huga að tunnur fóru fyrst að berast íbúum höfuðborgarsvæðisins í maí. Magn blandaðs úrgangs hefur dregist saman um rúmlega 2500 tonn. Tæplega 1200 tonn af matarleifum hafa safnast við heimili íbúa. Plastsöfnun við heimili hefur tæplega tvöfaldast, var 580 tonn á tímabilinu. Pappír og pappi hefur dregist saman um 250 tonn á tímabilinu. Stór áhrifaþáttur er væntanlega að útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt. Þetta er algjörlega frábær árangur. Næsta verkefni er svo að byggja upp og efla grenndarstöðvar. Hafa losun þeirra samræmda og skilvirka. Einnig að tryggja að umgengni sé góð og það verður meðal annars gert með því að núna verður skylda að hafa skynjara í gámunum á grenndarstöðvum sem láta vita þegar þeir eru að verða fullir. Með hringrásarlögunum hefur orðið vitundarvakning meðal landsmanna. Við erum að standa okkur vel eins og magntölurnar sýna. Og við ætlum að sjálfsögðu að gera enn betur. Verum öll áfram samtaka í þessu verkefni. Höfundur er stjórnarformaður SORPU og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun