Íslensk fátækt - Örlög eða áskapað víti? Unnur H. Jóhannsdóttir skrifar 14. september 2023 13:00 Að vera eða vera ekki er spurning sem margir hafa velt og velta fyrir sér. Þannig eru sumir fátækari en aðrir, líka á Íslandi. En er íslensk fátækt eitthvað öðruvísi en annars staðar, t.d. í Afríku? Já, í þeim heimshluta eru hluti íbúa skilgreindur sem sárafátækur. Íbúar hafa þá ekki meira sér til grunnviðurværis en sem nemur um 2 dollurum, en það samsvarar um 270 íslenskum krónum. Á Íslandi hafa fátækir úr mun meiru að moða, enda er litið fremur á fátækt í hagsælum ríkjum sem afstæða. Þar ríkir ekki alger skortur á gæðum eins og fæði, fatnaði og húsnæði, svo eitthvað sé nefnt, heldur er fátækt skilgreind sem skortur á getu til að njóta þeirra gæða sem þykir sjálfsögð og eðlileg í samfélaginu. Snýst fátækt þá um örlög eða er þetta áskapað víti? Tugþúsundir eru fátækir á Íslandi En hvað er þessi hópur stór hérlendis? Í nýlegri skýrslu sem gerð var að beiðni Alþingis til forsætisráðherra um áætlaðan samfélagslegan kostnað af fátækt á Íslandi (maí 2023, höf. Halldór S. Guðmundsson o.fl.) kemur fram að á hverjum tíma er allnokkur hópur fólks sem ekki nær endum saman þrátt fyrir að flestir telji að hér sé rekið búsældarlegt velferðarkerfi. Kerfið grípur sem sagt ekki alla. Það getur verið allt frá því að fólk hafi ekki efni á húsnæði, hvort sem það er eigið eða til leigu, að kaupa mat, að nota heilbrigðisþjónustu, að leysa út lyf, að vera í tómstundum og að fara í frí svo eitthvað sé nefnt. Sérstaklega kemur þetta niður á börnum þessa hóps þar sem þau fá ekki að njóta gæða sem almennt þykja sjálfsögð. Þessi hópur hleypur sennilega á nokkrum tugþúsundum ef miðað er við ákveðin lágtekjumörk. Það er mun stærri hópur en ég hafði gert mér í hugarlund. Þeir sem eru sérstaklega útsettir fyrir fátækt eru einstæðir, einstæð foreldri, öryrkjar og námsfólk, innflytjendur og í einhverjum tilvikum ellilífeyrisþegar. Félagslegur hreyfanleiki er vissulega til staðar, enda erum við oftast að tala um ,,á hverjum tíma” en það er alltaf einhver hópur sem festist í fátæktargildrum, t.d. á húsnæðismarkaði, vegna menntunarskorts, láglaunastarfa, heilsubrest og svo framvegis. Langvarandi áhrif fátæktar á börn Verðbólga, verðhækkanir sem og himinháir stýrivextir hitta þessa hópa illa fyrir. Það þarf engan snilling til að komast að þeirri niðurstöðu. Fjármála- og efnahagsráðherra er hins vegar tíðrætt um áskoranir og á þá við hina hagrænu þætti sem veruleikinn nú snýst um. Hvernig í ósköpunum eiga þessir hópar að takast á við þessar áskoranir? Hafa þeir einhvern sveigjanleika? Eiga þeir einhvern afgang? Það kostar að skulda og vindur yfirleitt margfalt upp á sig og getur orðið að vítahring. Það þarf ekkert að ræða þann forsendubrest sem orðið hefur á svo mörgum samfélagslegum og fjárhagslegum þáttum á síðustu 2-3 árum. Snúast þeir um örlög eða eru þeir áskapað víti? Við ættum að hafa börn í huga í þessari umræðu. Fátækt í æsku getur haft langvarandi áhrif á einstaklinga. Nú er talið að um 10.000 börn búi á heimilum hér á landi sem eru undir fátæktarmörkum. Rannsóknir sýna að nokkurt hlutfall barna sem búa við fátækt muni sjálf vera undir lágtekjumörkum á fullorðinsárum. Það eru væntanlega örlög. Skýrsluhöfundar telja að heildarkostnaður samfélagsins vegna fátæktar á Íslandi sé sennilega á bilinu 32-92 milljarðar kr. á ári. En ekki er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Mikil umsvif í íslenska hagkerfinu, eins og fjármála- og efnahagsráðherra kallar það hafa leitt til þess að afkoma ríkissjóðs stefnir í að verða 100 milljörðum kr. betri á þessu ári en áætlanir gerður ráð fyrir. Það eru góðar fréttir. Væri ekki ráð að fjárfesta í fólki og útrýma því víti sem fátækt er? Við sem samfélag eigum ekki að líða fátækt í okkar ranni. Við erum svo lánsöm að hafa tæki og tól til að útrýma henni – og pening líka. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Að vera eða vera ekki er spurning sem margir hafa velt og velta fyrir sér. Þannig eru sumir fátækari en aðrir, líka á Íslandi. En er íslensk fátækt eitthvað öðruvísi en annars staðar, t.d. í Afríku? Já, í þeim heimshluta eru hluti íbúa skilgreindur sem sárafátækur. Íbúar hafa þá ekki meira sér til grunnviðurværis en sem nemur um 2 dollurum, en það samsvarar um 270 íslenskum krónum. Á Íslandi hafa fátækir úr mun meiru að moða, enda er litið fremur á fátækt í hagsælum ríkjum sem afstæða. Þar ríkir ekki alger skortur á gæðum eins og fæði, fatnaði og húsnæði, svo eitthvað sé nefnt, heldur er fátækt skilgreind sem skortur á getu til að njóta þeirra gæða sem þykir sjálfsögð og eðlileg í samfélaginu. Snýst fátækt þá um örlög eða er þetta áskapað víti? Tugþúsundir eru fátækir á Íslandi En hvað er þessi hópur stór hérlendis? Í nýlegri skýrslu sem gerð var að beiðni Alþingis til forsætisráðherra um áætlaðan samfélagslegan kostnað af fátækt á Íslandi (maí 2023, höf. Halldór S. Guðmundsson o.fl.) kemur fram að á hverjum tíma er allnokkur hópur fólks sem ekki nær endum saman þrátt fyrir að flestir telji að hér sé rekið búsældarlegt velferðarkerfi. Kerfið grípur sem sagt ekki alla. Það getur verið allt frá því að fólk hafi ekki efni á húsnæði, hvort sem það er eigið eða til leigu, að kaupa mat, að nota heilbrigðisþjónustu, að leysa út lyf, að vera í tómstundum og að fara í frí svo eitthvað sé nefnt. Sérstaklega kemur þetta niður á börnum þessa hóps þar sem þau fá ekki að njóta gæða sem almennt þykja sjálfsögð. Þessi hópur hleypur sennilega á nokkrum tugþúsundum ef miðað er við ákveðin lágtekjumörk. Það er mun stærri hópur en ég hafði gert mér í hugarlund. Þeir sem eru sérstaklega útsettir fyrir fátækt eru einstæðir, einstæð foreldri, öryrkjar og námsfólk, innflytjendur og í einhverjum tilvikum ellilífeyrisþegar. Félagslegur hreyfanleiki er vissulega til staðar, enda erum við oftast að tala um ,,á hverjum tíma” en það er alltaf einhver hópur sem festist í fátæktargildrum, t.d. á húsnæðismarkaði, vegna menntunarskorts, láglaunastarfa, heilsubrest og svo framvegis. Langvarandi áhrif fátæktar á börn Verðbólga, verðhækkanir sem og himinháir stýrivextir hitta þessa hópa illa fyrir. Það þarf engan snilling til að komast að þeirri niðurstöðu. Fjármála- og efnahagsráðherra er hins vegar tíðrætt um áskoranir og á þá við hina hagrænu þætti sem veruleikinn nú snýst um. Hvernig í ósköpunum eiga þessir hópar að takast á við þessar áskoranir? Hafa þeir einhvern sveigjanleika? Eiga þeir einhvern afgang? Það kostar að skulda og vindur yfirleitt margfalt upp á sig og getur orðið að vítahring. Það þarf ekkert að ræða þann forsendubrest sem orðið hefur á svo mörgum samfélagslegum og fjárhagslegum þáttum á síðustu 2-3 árum. Snúast þeir um örlög eða eru þeir áskapað víti? Við ættum að hafa börn í huga í þessari umræðu. Fátækt í æsku getur haft langvarandi áhrif á einstaklinga. Nú er talið að um 10.000 börn búi á heimilum hér á landi sem eru undir fátæktarmörkum. Rannsóknir sýna að nokkurt hlutfall barna sem búa við fátækt muni sjálf vera undir lágtekjumörkum á fullorðinsárum. Það eru væntanlega örlög. Skýrsluhöfundar telja að heildarkostnaður samfélagsins vegna fátæktar á Íslandi sé sennilega á bilinu 32-92 milljarðar kr. á ári. En ekki er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Mikil umsvif í íslenska hagkerfinu, eins og fjármála- og efnahagsráðherra kallar það hafa leitt til þess að afkoma ríkissjóðs stefnir í að verða 100 milljörðum kr. betri á þessu ári en áætlanir gerður ráð fyrir. Það eru góðar fréttir. Væri ekki ráð að fjárfesta í fólki og útrýma því víti sem fátækt er? Við sem samfélag eigum ekki að líða fátækt í okkar ranni. Við erum svo lánsöm að hafa tæki og tól til að útrýma henni – og pening líka. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun