Ríkisstjórnin sé upptekin við innbyrðis rifrildi Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2023 20:29 Kristrún Frostadóttir. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur ríkisstjórnina ekki hafa notað kjörtímabilið til góðs fyrir fólkið í landinu. Mikil orka fari í innbyrðis rifrildi og stjórnmálin snúist um eitthvað annað en það sem brennur á fólki. Þetta sagði Kristrún í ræðu við umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Kristrún sagði að Samfylkingin tæki ekki þátt í svona hegðun og fólk geti treyst Samfylkingunni. „Við viljum mæta til leiks með raunsæjar lausnir sem endurspegla þau skref sem meirihluti þjóðar vill að verði tekin í grundvallarmálaflokkum. Fólkið í landinu skilur vel að það er ekki hægt að gera allt. Það vill bara að stjórnmálafólk sé hreinskilið um þá vegferð sem það treystir sér í. Eða eins og ágætur maður sem ég rakst á á kaffihúsi um daginn sagði: „Maður gerir ekki miklar kröfur til stjórnmálamanna. Bara að þau geri það sem þau segjast ætla að gera.“,“ sagði Kristrún. Samfylkingin mælist með mest fylgi allra flokka í könnunum þessa dagana. Flokkurinn mældist til að mynda með 28,5 prósenta fylgi í síðasta Þjóðarpúls Gallup. Næstur var Sjálfstæðisflokkurinn með 21,1 prósent. Píratar mældust með 10,3 prósent, Miðflokkurinn með 8,7 prósent, Framsóknarflokkurinn með 7,5 prósent, Viðreisn með 7,2 prósent, Flokkur Fólksins með 6,3 prósent, Vinstri græn með 5,9 prósent og Sósíalistaflokkurinn með 4,4 prósent. Kynna verklýsingu fyrir nýja ríkisstjórn Í ræðunni sagði Kristrún að Samfylkingin hefði viðurkennt að forgangsraða þyrfti á næsta kjörtímabili og að undirbúningsvinna stæði yfir. Efnahagurinn, velferð og öryggi fólk væri í fyrstu sætunum hjá flokknum. Kristrún sagði að flokkurinn myndi kynna verklýsingu fyrir nýja ríkisstjórn á sviði heilbrigðis- og öldrunarmála. „Við höfum hlustað, meðtekið og sett á blað hvernig við viljum tryggja að grunnurinn sé í lagi; að fólk finni fyrir öryggi, hvar sem það býr og hafi fastan tengipunkt við heilbrigðiskerfið; hvernig við drögum úr skriffinnsku og tryggjum að heilbrigðisstarfsfólk hafi meiri tíma með sjúklingnum, svo dæmi séu nefnd.“ Kristrún sagði að þetta væri Samfylkingin að gera, á meðan ríkisstjórnin væri upptekin við að rífast við sjálfan sig um eigin vandamál. Eigið stjórnleysi í útlendingamálum, eigið virkjanastopp og endalaust hringl með hvalveiðar. Þá sagði hún að svo virtist sem það eina sem meðlimir ríkisstjórnarinnar væru sammála um innbyrðis væri að halda áfram að reka skaðlega efnahags- og velferðarstefnu, sem græfi undan stöðugleika. „Þetta blasti við landsmönnum síðast í gær, þrátt fyrir ítrekuð loforð ráðherra um bót og betrun þegar kemur að stjórn efnahagsmála. Fjárlögin afhjúpa þau. Ríkisstjórnin heldur sig við óbreytta stefnu frá fjármálaáætlun í vor og árið þar á undan, að því er virðist óháð aðstæðum í samfélaginu. Á tímum viðvarandi verðbólgu og eftir fjórtán vaxtahækkanir í röð.“ Kristrún sagði ríkisstjórnina um að kalla hærri vexti yfir heimilin með því að velta allri ábyrgð á baráttunni við verðbólguna í fang Seðlabankans. Einnig væri verið að kynda undir óróa á vinnumarkaði, sem gæti leitt til enn meiri verðbólgu. Hún sagði aðhaldið eiga nú að koma næstum því allt frá efsta stjórnsýslulaginu og það væri í besta falli broslegt, eftir markvissa fjölgun ráðherra stóla. Á sama tíma væri ekkert gert til að koma í veg fyrir að kjarabætur verði eingöngu sóttar í gegnum launaliðinn. Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fjárlögin afhjúpa þau Ríkisstjórnin hefur ítrekað lofað bót og betrun. Þannig hafa þau svarað gagnrýni Samfylkingarinnar á stjórn efnahags- og velferðarmála í landinu. En fjárlögin afhjúpa þau. 13. september 2023 08:00 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Þetta sagði Kristrún í ræðu við umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Kristrún sagði að Samfylkingin tæki ekki þátt í svona hegðun og fólk geti treyst Samfylkingunni. „Við viljum mæta til leiks með raunsæjar lausnir sem endurspegla þau skref sem meirihluti þjóðar vill að verði tekin í grundvallarmálaflokkum. Fólkið í landinu skilur vel að það er ekki hægt að gera allt. Það vill bara að stjórnmálafólk sé hreinskilið um þá vegferð sem það treystir sér í. Eða eins og ágætur maður sem ég rakst á á kaffihúsi um daginn sagði: „Maður gerir ekki miklar kröfur til stjórnmálamanna. Bara að þau geri það sem þau segjast ætla að gera.“,“ sagði Kristrún. Samfylkingin mælist með mest fylgi allra flokka í könnunum þessa dagana. Flokkurinn mældist til að mynda með 28,5 prósenta fylgi í síðasta Þjóðarpúls Gallup. Næstur var Sjálfstæðisflokkurinn með 21,1 prósent. Píratar mældust með 10,3 prósent, Miðflokkurinn með 8,7 prósent, Framsóknarflokkurinn með 7,5 prósent, Viðreisn með 7,2 prósent, Flokkur Fólksins með 6,3 prósent, Vinstri græn með 5,9 prósent og Sósíalistaflokkurinn með 4,4 prósent. Kynna verklýsingu fyrir nýja ríkisstjórn Í ræðunni sagði Kristrún að Samfylkingin hefði viðurkennt að forgangsraða þyrfti á næsta kjörtímabili og að undirbúningsvinna stæði yfir. Efnahagurinn, velferð og öryggi fólk væri í fyrstu sætunum hjá flokknum. Kristrún sagði að flokkurinn myndi kynna verklýsingu fyrir nýja ríkisstjórn á sviði heilbrigðis- og öldrunarmála. „Við höfum hlustað, meðtekið og sett á blað hvernig við viljum tryggja að grunnurinn sé í lagi; að fólk finni fyrir öryggi, hvar sem það býr og hafi fastan tengipunkt við heilbrigðiskerfið; hvernig við drögum úr skriffinnsku og tryggjum að heilbrigðisstarfsfólk hafi meiri tíma með sjúklingnum, svo dæmi séu nefnd.“ Kristrún sagði að þetta væri Samfylkingin að gera, á meðan ríkisstjórnin væri upptekin við að rífast við sjálfan sig um eigin vandamál. Eigið stjórnleysi í útlendingamálum, eigið virkjanastopp og endalaust hringl með hvalveiðar. Þá sagði hún að svo virtist sem það eina sem meðlimir ríkisstjórnarinnar væru sammála um innbyrðis væri að halda áfram að reka skaðlega efnahags- og velferðarstefnu, sem græfi undan stöðugleika. „Þetta blasti við landsmönnum síðast í gær, þrátt fyrir ítrekuð loforð ráðherra um bót og betrun þegar kemur að stjórn efnahagsmála. Fjárlögin afhjúpa þau. Ríkisstjórnin heldur sig við óbreytta stefnu frá fjármálaáætlun í vor og árið þar á undan, að því er virðist óháð aðstæðum í samfélaginu. Á tímum viðvarandi verðbólgu og eftir fjórtán vaxtahækkanir í röð.“ Kristrún sagði ríkisstjórnina um að kalla hærri vexti yfir heimilin með því að velta allri ábyrgð á baráttunni við verðbólguna í fang Seðlabankans. Einnig væri verið að kynda undir óróa á vinnumarkaði, sem gæti leitt til enn meiri verðbólgu. Hún sagði aðhaldið eiga nú að koma næstum því allt frá efsta stjórnsýslulaginu og það væri í besta falli broslegt, eftir markvissa fjölgun ráðherra stóla. Á sama tíma væri ekkert gert til að koma í veg fyrir að kjarabætur verði eingöngu sóttar í gegnum launaliðinn.
Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fjárlögin afhjúpa þau Ríkisstjórnin hefur ítrekað lofað bót og betrun. Þannig hafa þau svarað gagnrýni Samfylkingarinnar á stjórn efnahags- og velferðarmála í landinu. En fjárlögin afhjúpa þau. 13. september 2023 08:00 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Fjárlögin afhjúpa þau Ríkisstjórnin hefur ítrekað lofað bót og betrun. Þannig hafa þau svarað gagnrýni Samfylkingarinnar á stjórn efnahags- og velferðarmála í landinu. En fjárlögin afhjúpa þau. 13. september 2023 08:00