Innlent

Afar um­deild frum­vörp meðal 212 þing­mála ríkis­stjórnarinnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Þing var sett í gær. Svandís Svavarsdóttir, Birgir Ármannsson og Katrín Jakobsdóttir.
Þing var sett í gær. Svandís Svavarsdóttir, Birgir Ármannsson og Katrín Jakobsdóttir. Vísir/Hulda Margrét

Alls eru 212 þingmál á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi vetur, þar af 178 frumvörp og 24 þingsályktunartillögur. Um 33 frumvörp verða endurflutt frá síðasta þingi.

Frá þessu greinir Morgunblaðið.

Fjörtíu frumvörp verða lögð fram vegna alþjóðlegra skuldbindinga en í flestum tilvikum er um að ræða innleiðingu á Evrópulöggjöf. Þá er rætt um tíu skýrslur ráðherra til Alþingis vegna ýmissa mála.

Þrjátíu og eitt mál verður lagt fram nú í september og ívið fleiri nú í haust en í vor.

Samkvæmt Morgunblaðinu verður svokallað lögreglufrumvarp endurflutt og annað mál sem gæti reynst ríkisstjórninni erfitt; frumvarp um lokuð búsetuúrræði fyrir hælisleitendur. 

Einnig stendur til að leggja fram frumvarp um sölu áfengis á netinu og frumvarp sem miðar að því að skýra heimild ríkissáttasemjara til að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilum.

Þá hyggst fjármálaráðherra endurflytja frumvörp um þjóðarsjóð og slit og uppgjör ÍL-sjóðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×