„Hafið vit á að dæma hlutina rétt og ekki taka þetta af liðinu“ Andri Már Eggertsson skrifar 12. september 2023 19:15 Guðni skaut létt á sérfræðinga eftir sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét FH tapaði 2-3 gegn Þrótti á heimavelli. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var brjálaður út í dómgæsluna þar sem löglegt mark var tekið af FH. „Mér skilst að leikurinn hafi haft jöfnunarmark eftir að hafa fengið að heyra að þetta hafi verið mark þá er ótrúlega sárt að það séu aðilar sem taka þetta af liðinu,“ sagði Guðni Eiríksson eftir leik. Í uppbótartíma skoraði Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir en rangstaða var dæmd og markið fékk ekki að standa. „Það var enginn að óska eftir flaggi og þetta var ótrúlegt. Ég sagði við aðstoðardómarann að ég ætlaði rétt að vona að þetta væri rétt hjá honum. Hann sagði að þetta hafi verið klár rangstaða en ég tek það fram að ég á eftir að sjá atvikið aftur en ef að þetta er rangt þá er þetta svo dýrt og vont.“ „Ég þoli ekki svona, hafið vit á að dæma hlutina rétt. Ekki taka þetta af leikmönnum og liðinu. FH átti svo sannarlega skilið eitthvað út úr þessum leik og ég ætla ekki að hlusta á neinn sem segir að FH hafi verið lakara liðið í þessum leik.“ Eftir að hafa fengið á sig tvö klaufaleg mörk í fyrri hálfleik kom FH til baka og var ansi nálægt því að fá stig. „Mörkin sem við fengum á okkur voru dýr. Í stöðunni 0-0 fannst mér við vera ofan á. Fyrsta markið fór í stöngina og í bakið á markmanninum og í öðru markinu gerði Aldís mistök og þriðja markið var vítaspyrna. Þetta var högg eftir högg eftir högg.“ „En við gáfumst ekki upp og út á það snýst liðsíþróttin og út á það gengur liðsíþróttin og framlagið, viljinn og dugnaðurinn var frábær. Þetta vill maður að liðið standi fyrir og ég gat ekki beðið um neitt meira frá liðinu.“ „Liðið sýndi að þeim er ekki sama og það lagði sig fram. En aftur ef markið var tekið af okkur þá verð ég brjálaður.“ Guðni var svekktur með mörkin sem FH fékk á sig í fyrri hálfleik og benti á að þetta var ekki í fyrsta sinn sem lukkan var með Þrótti gegn þeim. „Mörkin í fyrri hálfleik komu upp úr engu sem er mjög pirrandi. Í fyrsta leiknum á móti okkur fengu þær tvö víti í fyrri hálfleik. Hlutirnir hafa fallið með Þrótti á móti okkur og það er pirrandi,“ sagði Guðni Eiríksson að lokum. FH Besta deild kvenna Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Álftanes - ÍA 89-83 | Sigur í endurkomu Justins James Leik lokið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Leik lokið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Sjá meira
„Mér skilst að leikurinn hafi haft jöfnunarmark eftir að hafa fengið að heyra að þetta hafi verið mark þá er ótrúlega sárt að það séu aðilar sem taka þetta af liðinu,“ sagði Guðni Eiríksson eftir leik. Í uppbótartíma skoraði Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir en rangstaða var dæmd og markið fékk ekki að standa. „Það var enginn að óska eftir flaggi og þetta var ótrúlegt. Ég sagði við aðstoðardómarann að ég ætlaði rétt að vona að þetta væri rétt hjá honum. Hann sagði að þetta hafi verið klár rangstaða en ég tek það fram að ég á eftir að sjá atvikið aftur en ef að þetta er rangt þá er þetta svo dýrt og vont.“ „Ég þoli ekki svona, hafið vit á að dæma hlutina rétt. Ekki taka þetta af leikmönnum og liðinu. FH átti svo sannarlega skilið eitthvað út úr þessum leik og ég ætla ekki að hlusta á neinn sem segir að FH hafi verið lakara liðið í þessum leik.“ Eftir að hafa fengið á sig tvö klaufaleg mörk í fyrri hálfleik kom FH til baka og var ansi nálægt því að fá stig. „Mörkin sem við fengum á okkur voru dýr. Í stöðunni 0-0 fannst mér við vera ofan á. Fyrsta markið fór í stöngina og í bakið á markmanninum og í öðru markinu gerði Aldís mistök og þriðja markið var vítaspyrna. Þetta var högg eftir högg eftir högg.“ „En við gáfumst ekki upp og út á það snýst liðsíþróttin og út á það gengur liðsíþróttin og framlagið, viljinn og dugnaðurinn var frábær. Þetta vill maður að liðið standi fyrir og ég gat ekki beðið um neitt meira frá liðinu.“ „Liðið sýndi að þeim er ekki sama og það lagði sig fram. En aftur ef markið var tekið af okkur þá verð ég brjálaður.“ Guðni var svekktur með mörkin sem FH fékk á sig í fyrri hálfleik og benti á að þetta var ekki í fyrsta sinn sem lukkan var með Þrótti gegn þeim. „Mörkin í fyrri hálfleik komu upp úr engu sem er mjög pirrandi. Í fyrsta leiknum á móti okkur fengu þær tvö víti í fyrri hálfleik. Hlutirnir hafa fallið með Þrótti á móti okkur og það er pirrandi,“ sagði Guðni Eiríksson að lokum.
FH Besta deild kvenna Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Álftanes - ÍA 89-83 | Sigur í endurkomu Justins James Leik lokið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Leik lokið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Sjá meira