Eins og gott hjónabandspróf Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. september 2023 21:00 Rut Sigurðardóttir og Kristján Torfi eiga bátana Von og Skuld. arnar halldórsson Parið Rut og Kristján Torfi tefldi fjárhag sínum í tvísýnu þegar þau ákváðu að kaupa trillu og gera út á handfæraveiðum. Þau vilja að ungt fólk hafi tækifæri til að stunda smábátaútgerð og segja tímann á sjó fínasta sambandspróf. Í myndbandsfréttinni sjáum við brot úr kvikmyndinni Skuld sem Rut Sigurðardóttir gerði um fyrstu strandveiðivertíð hennar og Kristjáns Torfa Einarssonar, kærasta hennar. En fyrir þremur árum ákváðu þau að taka hálfgerða U-beygju í lífinu, taka lán fyrir trillu og gera út. Rut var sú sem þrýsti á þessa breytingu, hafði lengi langað út á sjó en vissi lítið sem ekkert út í hvað hún væri að fara. „Sem er reyndar kannski bara gott mál því ég er ekki viss um að ég hefði ýtt á þetta ef ég hefði vitað hversu mikið vesen þetta er,“ segir Rut. Vísun í skuldastöðu parsins Parið keypti trillu sem þau nefndu Skuld sem er vísun í örlaganorn í norrænni goðafræði. „Skuld var sú norn sem óf vegi framtíðar, þetta er óður til hennar. Og skuldastöðu okkar.“ Kristján var með skipstjórnarréttindi og til að byrja með gerðu þau saman út á Skuldinni þar til Rut tók réttindin. Þá ákvað parið að fjárfesta í annarri trillu, Voninni, sem Rut hefur síðan stýrt og gera þau þvi út á sitt hvorum bátnum. Er þetta þá alltaf keppni? „Ekki sífelld en ég fiskaði samt meira, það er allt í lagi að halda því til haga,“ segir Kristján Torfi. Kristján Torfi hafði reynslu af sjómennskunni, ólíkt Rut.rut sigurðardóttir Gott próf fyrir verðandi hjón Þau segja lífið mjög ljúft úti á sjó en líka mikið bras. „Öll pör ættu að gera þetta, sérstaklega pör sem ætla að gifta sig. Fara og deila litlu rými í svolítinn tíma. Þetta er gott próf, ef þið getið þetta þá getið þið ansi margt.“ Stóðust þið prófið? „Já er það ekki?“ spyr Rut. „Jú sérstaklega þegar við áttum tvo báta. Það var auðveldara,“ segir Kristján. Parið segir sorglegt hvað framtíð greinarinnar er óljós. rut sigurðardóttir Hann segir sorglegt hvað greinin stendur höllum fæti, endurnýjun nánast engin og vill að ráðamenn sjái til þess að þessi elsti atvinnuvegur Íslendinga muni lifa af. „Framtíðin er svolítið óljós fyrir smábátaútgerð.“ Sigrar og sorgir Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís á laugardaginn. Þetta er saga af sorgum og sigrum einnar vertíðar. Ég myndi segja að þetta væri strangheiðarleg mynd því þetta er engin glansmynd. Við förum frá því að líða eins og kóngum á höfninni og niður í örvæntingu. Allur skalinn.“ Hluti af aflanum.rut sigurðardóttir Ætliði að halda þessu áfram, þessu trillulífi? „Já er það ekki, þar til við verðum gömul?“ spyr Rut. „Jú fram í rauðan dauðann,“ bætir Kristján við. Sjávarútvegur Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Í myndbandsfréttinni sjáum við brot úr kvikmyndinni Skuld sem Rut Sigurðardóttir gerði um fyrstu strandveiðivertíð hennar og Kristjáns Torfa Einarssonar, kærasta hennar. En fyrir þremur árum ákváðu þau að taka hálfgerða U-beygju í lífinu, taka lán fyrir trillu og gera út. Rut var sú sem þrýsti á þessa breytingu, hafði lengi langað út á sjó en vissi lítið sem ekkert út í hvað hún væri að fara. „Sem er reyndar kannski bara gott mál því ég er ekki viss um að ég hefði ýtt á þetta ef ég hefði vitað hversu mikið vesen þetta er,“ segir Rut. Vísun í skuldastöðu parsins Parið keypti trillu sem þau nefndu Skuld sem er vísun í örlaganorn í norrænni goðafræði. „Skuld var sú norn sem óf vegi framtíðar, þetta er óður til hennar. Og skuldastöðu okkar.“ Kristján var með skipstjórnarréttindi og til að byrja með gerðu þau saman út á Skuldinni þar til Rut tók réttindin. Þá ákvað parið að fjárfesta í annarri trillu, Voninni, sem Rut hefur síðan stýrt og gera þau þvi út á sitt hvorum bátnum. Er þetta þá alltaf keppni? „Ekki sífelld en ég fiskaði samt meira, það er allt í lagi að halda því til haga,“ segir Kristján Torfi. Kristján Torfi hafði reynslu af sjómennskunni, ólíkt Rut.rut sigurðardóttir Gott próf fyrir verðandi hjón Þau segja lífið mjög ljúft úti á sjó en líka mikið bras. „Öll pör ættu að gera þetta, sérstaklega pör sem ætla að gifta sig. Fara og deila litlu rými í svolítinn tíma. Þetta er gott próf, ef þið getið þetta þá getið þið ansi margt.“ Stóðust þið prófið? „Já er það ekki?“ spyr Rut. „Jú sérstaklega þegar við áttum tvo báta. Það var auðveldara,“ segir Kristján. Parið segir sorglegt hvað framtíð greinarinnar er óljós. rut sigurðardóttir Hann segir sorglegt hvað greinin stendur höllum fæti, endurnýjun nánast engin og vill að ráðamenn sjái til þess að þessi elsti atvinnuvegur Íslendinga muni lifa af. „Framtíðin er svolítið óljós fyrir smábátaútgerð.“ Sigrar og sorgir Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís á laugardaginn. Þetta er saga af sorgum og sigrum einnar vertíðar. Ég myndi segja að þetta væri strangheiðarleg mynd því þetta er engin glansmynd. Við förum frá því að líða eins og kóngum á höfninni og niður í örvæntingu. Allur skalinn.“ Hluti af aflanum.rut sigurðardóttir Ætliði að halda þessu áfram, þessu trillulífi? „Já er það ekki, þar til við verðum gömul?“ spyr Rut. „Jú fram í rauðan dauðann,“ bætir Kristján við.
Sjávarútvegur Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira