Segir að Henderson yrði leiður ef stuðningsmenn sneru baki við honum Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 09:31 Gareth Southgate landsliðsþjálfari og Harry Kane á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Úkraínu. Vísir/Getty Búist er við að Jordan Henderson verði í byrjunarliði Englands sem mætir Úkraínu í undankeppni EM í dag. Gareth Southgate vonast til að stuðningsmenn standi við bakið á liðinu í leiknum. Jordan Henderson yfirgaf Liverpool þar sem hann var fyrirliði og gekk til liðs við sádiarabíska félagið Al-Ettifaq. Félagaskiptin vöktu töluverða athygli. Ekki síst í ljósi þess að Henderson hefur verið ötull talsmaður LGBTQ+ samfélagsins. Samkynhneigð er ólögleg í Sádi Arabíu og gæti verið refsað með dauðarefsingu. Þegar Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands valdi Henderson í landsliðshóp þjóðarinnar fyrir landsleikjagluggan nú í septemmber tilkynntu LGBTQ+ stuðningsmannasamtök Englands að þau myndu snúa baki í völlinn ef Henderson myndi spila fyrir þjóð sína. Það væri það sama og þeim fyndist hann hafa gert við þau. „Ég held að Jordan Henderson hafi tjáð sína skoðun í vikunni um að hann yrði leiður ef það væri þannig sem þeim liði. Tilfinningar hans til þessa samfélags hafa ekki breyst,“ sagði Southgate á blaðmannafundi í vikunni. „Sem lið þá er ég viss um að stuðningsmenn okkar munu standa við bakið á liðinu þegar leikurinn byrjar.“ Southgate sagðist skilja sum ummæli sem hafa fallið og virða þau. Hann sagðist ekki hafa íhugað að taka Henderson úr landsliðshópnum vegna málsins. „Ég vel ekki liðið út frá utanaðkomandi viðbrögðum. Hann er mjög reynslumikill atvinnumaður. Hann er með þroska til að ráða við aðstæðurnar. Hann hefur æft vel í vikunni líkt og allt liðið. Allir leikmenn eru tilbúnir í slaginn sem er mjög ánægjulegt. Jordan Henderson must think we re stupid to fall for his claim that he s gone to Saudi to develop the game there. The move s about money, not principles, so just say it s about the money. As stated here last week, the move s about hypocrisy, too, given his past support for the — Henry Winter (@henrywinter) September 5, 2023 Henderson sjálfur var í viðtali við miðilinn The Athletic í vikunni þar sem hann varði ákvörðun sína að fara til Sádi Arabíu og sagðist staðfastlega trúa því að það hafi verið rétt í stöðunni. „Það sem ég hef alltaf reynt að gera er að hjálpa. Ég hef lagt mikið á mig til að hjálpa. Ég hef verið með reimar og armbönd, ég hef talað við fólk í þessu samfélagi til að nota mína stöðu til að hjálpa þeim. Það er það sem ég alltaf reynt að gera.“ Sádiarabíski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Jordan Henderson yfirgaf Liverpool þar sem hann var fyrirliði og gekk til liðs við sádiarabíska félagið Al-Ettifaq. Félagaskiptin vöktu töluverða athygli. Ekki síst í ljósi þess að Henderson hefur verið ötull talsmaður LGBTQ+ samfélagsins. Samkynhneigð er ólögleg í Sádi Arabíu og gæti verið refsað með dauðarefsingu. Þegar Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands valdi Henderson í landsliðshóp þjóðarinnar fyrir landsleikjagluggan nú í septemmber tilkynntu LGBTQ+ stuðningsmannasamtök Englands að þau myndu snúa baki í völlinn ef Henderson myndi spila fyrir þjóð sína. Það væri það sama og þeim fyndist hann hafa gert við þau. „Ég held að Jordan Henderson hafi tjáð sína skoðun í vikunni um að hann yrði leiður ef það væri þannig sem þeim liði. Tilfinningar hans til þessa samfélags hafa ekki breyst,“ sagði Southgate á blaðmannafundi í vikunni. „Sem lið þá er ég viss um að stuðningsmenn okkar munu standa við bakið á liðinu þegar leikurinn byrjar.“ Southgate sagðist skilja sum ummæli sem hafa fallið og virða þau. Hann sagðist ekki hafa íhugað að taka Henderson úr landsliðshópnum vegna málsins. „Ég vel ekki liðið út frá utanaðkomandi viðbrögðum. Hann er mjög reynslumikill atvinnumaður. Hann er með þroska til að ráða við aðstæðurnar. Hann hefur æft vel í vikunni líkt og allt liðið. Allir leikmenn eru tilbúnir í slaginn sem er mjög ánægjulegt. Jordan Henderson must think we re stupid to fall for his claim that he s gone to Saudi to develop the game there. The move s about money, not principles, so just say it s about the money. As stated here last week, the move s about hypocrisy, too, given his past support for the — Henry Winter (@henrywinter) September 5, 2023 Henderson sjálfur var í viðtali við miðilinn The Athletic í vikunni þar sem hann varði ákvörðun sína að fara til Sádi Arabíu og sagðist staðfastlega trúa því að það hafi verið rétt í stöðunni. „Það sem ég hef alltaf reynt að gera er að hjálpa. Ég hef lagt mikið á mig til að hjálpa. Ég hef verið með reimar og armbönd, ég hef talað við fólk í þessu samfélagi til að nota mína stöðu til að hjálpa þeim. Það er það sem ég alltaf reynt að gera.“
Sádiarabíski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira