Sanna Marin hverfur af þingi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2023 15:37 Sanna Marin á ráðstefnu í London í sumar. EPA-EFE/TOLGA AKMEN Sanna Marin, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, hefur sagt af sér þingmennsku. Sanna, sem hefur setið á þingi fyrir Jafnaðarmannaflokkinn, hefur ráðið sig í starf hjá Stofnun Tony Blair. Sanna sagði í viðtölum við finnska fjölmiðla í dag að hún hefði verið kjörin á þing vegna ákveðinna gilda sinna. Hún segist enn frekar geta þjónað kjósendum sínum í nýju hlutverki. „Ég er auðmjúk og þakklát öllum þeim sem hafa kosið mig,“ sagði Sanna í dag. Hún taldi að fólk skildi ákvörðun sína að halda á önnur mið. Þrátt fyrir góða kosningu Sönnu náði Jafnaðarmannaflokkurinn aðeins 43 þingmönnum í kosningunum í vor. Sambandsflokkurinn var kosningasigur og leiðir Petteri Orpo, formaður flokksins, nýja ríkisstjórn. Sanna sagðist strax eftir kosningarnar ekki vilja verða ráðherra, óháð stjórnarmyndunarviðræðum, heldur sitja sem óbreyttur þingmaður. Þá hafa orðið fleiri breytingar í lífi þingmannsins fyrrverandi sem skildi við eiginmann sinn eftir nítján ára samband. Þá lét hún af embætti formanns Jafnaðarmannaflokksins á landsþingi flokksins um mánaðamótin. Antti Lindtmann, sem gegndi embætti þingflokksformanns Jafnaðarmanna á síðasta kjörtímabili er nýr formaður. Sanna bauð ekki fram krafta sína til endurkjörs. Stofnun Tony Blair, kennd við breska forsætisráðherrann fyrrverandi og stjórnarformann stofnunarinnar, var komið á koppinn árið 2017 en markmið hennar er sagt vera að þróa pólitískar hugmyndir öllum þjóðum heims til hagsbóta. Stofnunin er staðsett í London og er óhagnaðardrifin. „Markmið okkar er að hjálpa pólitískum leiðtogum um heim allan að breyta heiminum fyrir fólkið sitt. Sanna Marin veit nákvæmlega hvernig á að gera það,“ segir Tony Blair í yfirlýsingu. Sanna hyggur ekki á flutning til London. Þó muni mikil ferðalög fylgja nýja starfinu og því hafi ekki verið unnt að sameina þau verkefni þingmennskunni. Finnland Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Sanna sagði í viðtölum við finnska fjölmiðla í dag að hún hefði verið kjörin á þing vegna ákveðinna gilda sinna. Hún segist enn frekar geta þjónað kjósendum sínum í nýju hlutverki. „Ég er auðmjúk og þakklát öllum þeim sem hafa kosið mig,“ sagði Sanna í dag. Hún taldi að fólk skildi ákvörðun sína að halda á önnur mið. Þrátt fyrir góða kosningu Sönnu náði Jafnaðarmannaflokkurinn aðeins 43 þingmönnum í kosningunum í vor. Sambandsflokkurinn var kosningasigur og leiðir Petteri Orpo, formaður flokksins, nýja ríkisstjórn. Sanna sagðist strax eftir kosningarnar ekki vilja verða ráðherra, óháð stjórnarmyndunarviðræðum, heldur sitja sem óbreyttur þingmaður. Þá hafa orðið fleiri breytingar í lífi þingmannsins fyrrverandi sem skildi við eiginmann sinn eftir nítján ára samband. Þá lét hún af embætti formanns Jafnaðarmannaflokksins á landsþingi flokksins um mánaðamótin. Antti Lindtmann, sem gegndi embætti þingflokksformanns Jafnaðarmanna á síðasta kjörtímabili er nýr formaður. Sanna bauð ekki fram krafta sína til endurkjörs. Stofnun Tony Blair, kennd við breska forsætisráðherrann fyrrverandi og stjórnarformann stofnunarinnar, var komið á koppinn árið 2017 en markmið hennar er sagt vera að þróa pólitískar hugmyndir öllum þjóðum heims til hagsbóta. Stofnunin er staðsett í London og er óhagnaðardrifin. „Markmið okkar er að hjálpa pólitískum leiðtogum um heim allan að breyta heiminum fyrir fólkið sitt. Sanna Marin veit nákvæmlega hvernig á að gera það,“ segir Tony Blair í yfirlýsingu. Sanna hyggur ekki á flutning til London. Þó muni mikil ferðalög fylgja nýja starfinu og því hafi ekki verið unnt að sameina þau verkefni þingmennskunni.
Finnland Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira