Reksturinn jákvæður ef ríkið tæki slaginn með fötluðu fólki Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. september 2023 13:49 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir borgina vera að vaxa út úr vandanum. Vísir/Arnar Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar í janúar til júní á þessu ári var lagður fyrir borgarráð í dag. Í tilkynningu frá borginni er fullyrt að árshlutareikningurinn sýni jákvæðan viðsnúning, þrátt fyrir áframhaldandi áskoranir í rekstri sem rakinn er til vanfjármögnunar þungra málaflokka eins og aðstoð við fatlað fólk, þenslu í hagkerfinu og viðvarandi verðbólgu. Borgarstjóri segir borgina að vaxa úr vanda síðustu ára. Í tilkynningu borgarinnar til Kauphallar kemur fram að rekstrarniðurstaða samantekins árshlutareknings Reykjavíkurborgar, A-og B-hluta, hafi verið neikvæð um 6,7 milljarða króna en að áætlun hafi gert ráð fyrir að reksturinn yrði jákvæður um sex milljarða króna sem hafi verið 12,8 milljarða króna lakari niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. Helstu frávik frá áætlun eru sögð mega rekja til fjármagnsliðar og skýrast af hærri verðbólgu. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) skilaði 23,1 milljarði í afgang sem var um tveimur milljörðum undir áætlun en fjórum milljörðum betri niðurstaða en á fyrri helmingi ársins 2022. Veltufé frá rekstri hjá A- og B-hluta nam 16,5 milljörðum króna á tímabilinu eða 13,5% af tekjum. Fjárfestingar að frádregnum seldum eignum námu 22,4 milljörðum. Greidd gatnagerðargjöld og seldur byggingarréttur nam 2,4 milljörðum. Lántaka og ný stofnframlög námu 30,4 milljörðum og afborganir lána og leiguskulda námu 16,9 milljörðum. Handbært fé í lok tímabils var 33,3 milljarðar króna. Markmið aðgerðaráætlunar tekist Í tilkynningu frá borginni til fjölmiðla segir að rekstrarniðurstaða A-hluta hafi verið neikvæð um 0,9 milljarða króna. Halli af málaflokki fatlaðs fólks hafi numið um 4,8 milljörðum og segir í tilkynningu borgarinnar að rekstrarniðurstaðan hefði verið jákvæð um 3,8 milljarða ef málaflokkurinn væri að fullu fjármagnaður af hálfu ríkisins. Ennfremur segir þar að tekjur borgarsjóðs hafi vaxið umfram áætlanir. Veltufé frá rekstri sýni jákvæðan viðsnúning frá fyrra ári og sé nú jákvætt um 7,6 prósent. Hreinar skuldir sem hlutfall af tekjum fari lækkandi. Markmið aðgerðaáætlunar í fjármálum borgarinnar, sem samþykkt var samhliða fjárhagsáætlun, hafi náðst og gott betur. Þó séu áframhaldandi áskoranir í rekstri á viðamikilli þjónustu borgarinnar. Laun og launatengd gjöld hafi farið 2,1 milljarð yfir fjárheimildir og segir í tilkynningu borgarinnar að það hafi verið meðal annars þar sem aukinn stuðningur við börn af erlendum uppruna, hátt veikindahlutfall og uppsöfnuð orlofstaka starfsfólks hafi kallað á aukna mönnun. Einnig megi sjá áhrif verðlagshækkana í árhlutareikningi, aukinn kostnað tengdan úrræðum sem komi til vegna framkvæmda og viðhalds á starfsstöðum, kostnað umfram áætlanir vegna óvenju snjóþungs vetrar, auk þess sem vistgreiðslur vegna barna með þroska-og geðraskanir hafi aukist umfram áætlanir. Þá segir í tilkynningunni að þensla í hagkerfinu og viðvarandi verðbólga hafi það sem af er ári sett mark sitt á rekstur borgarinnar. Há verðbólga hafi áhrif á fjármagnslið í rekstri, en á móti feli þenslan í hagkerfinu í sér hátt atvinnustig sem skili hærri útvarstekjum en áætlað var. Segir borgina að vaxa úr vanda síðustu ára „Árshlutareikningur sýnir jákvæðan viðsnúning í A-hluta; auknar tekjur vegna fjölgunar borgarbúa, lítils atvinnuleysis og fjölgunar á vinnumarkaði. Veltufé frá rekstri styrkist og staða handbærs fjár er sterk,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Borgin er að vaxa út úr vanda síðustu ára með auknum tekjum og aðhaldi í rekstri. Halli í málaflokki fatlaðs fólks heldur áfram að hafa áhrif á stöðuna en viðræður standa enn yfir við ríkið um leiðréttingu á þessu og fjármögnun málaflokksins. Verðbólga og ytri aðstæður á markaði lita niðurstöðu samstæðunnar í heild en undirliggjandi rekstur er sterkur.“ Reykjavíkurborg hafi fylht samþykktri fjármálastefnu 2023-207, sem undirbúin var í haust með hliðsjón af fjárhagslega erfiðri stöðu og ytra efnahagslegu umhverfi borgarinnar. Í stefnunni sé skýr áhersla á að hallarekstri og erfiðum aðstæðum í alþjóðlegu efnahagsumhverfi verði mætt með vexti þróttmikils borgarsamfélags til lengri tíma en með markvissum aðgerðum í rekstri og samdrætti í fjárfestingum miðað við áætlanir síðustu ára til skemmri tíma, án þess að dregið verði úr öflugri sókn í uppbyggingu borgarinnar í samræmi við Græna planið og stefnumörkun þess. Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Í tilkynningu borgarinnar til Kauphallar kemur fram að rekstrarniðurstaða samantekins árshlutareknings Reykjavíkurborgar, A-og B-hluta, hafi verið neikvæð um 6,7 milljarða króna en að áætlun hafi gert ráð fyrir að reksturinn yrði jákvæður um sex milljarða króna sem hafi verið 12,8 milljarða króna lakari niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. Helstu frávik frá áætlun eru sögð mega rekja til fjármagnsliðar og skýrast af hærri verðbólgu. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) skilaði 23,1 milljarði í afgang sem var um tveimur milljörðum undir áætlun en fjórum milljörðum betri niðurstaða en á fyrri helmingi ársins 2022. Veltufé frá rekstri hjá A- og B-hluta nam 16,5 milljörðum króna á tímabilinu eða 13,5% af tekjum. Fjárfestingar að frádregnum seldum eignum námu 22,4 milljörðum. Greidd gatnagerðargjöld og seldur byggingarréttur nam 2,4 milljörðum. Lántaka og ný stofnframlög námu 30,4 milljörðum og afborganir lána og leiguskulda námu 16,9 milljörðum. Handbært fé í lok tímabils var 33,3 milljarðar króna. Markmið aðgerðaráætlunar tekist Í tilkynningu frá borginni til fjölmiðla segir að rekstrarniðurstaða A-hluta hafi verið neikvæð um 0,9 milljarða króna. Halli af málaflokki fatlaðs fólks hafi numið um 4,8 milljörðum og segir í tilkynningu borgarinnar að rekstrarniðurstaðan hefði verið jákvæð um 3,8 milljarða ef málaflokkurinn væri að fullu fjármagnaður af hálfu ríkisins. Ennfremur segir þar að tekjur borgarsjóðs hafi vaxið umfram áætlanir. Veltufé frá rekstri sýni jákvæðan viðsnúning frá fyrra ári og sé nú jákvætt um 7,6 prósent. Hreinar skuldir sem hlutfall af tekjum fari lækkandi. Markmið aðgerðaáætlunar í fjármálum borgarinnar, sem samþykkt var samhliða fjárhagsáætlun, hafi náðst og gott betur. Þó séu áframhaldandi áskoranir í rekstri á viðamikilli þjónustu borgarinnar. Laun og launatengd gjöld hafi farið 2,1 milljarð yfir fjárheimildir og segir í tilkynningu borgarinnar að það hafi verið meðal annars þar sem aukinn stuðningur við börn af erlendum uppruna, hátt veikindahlutfall og uppsöfnuð orlofstaka starfsfólks hafi kallað á aukna mönnun. Einnig megi sjá áhrif verðlagshækkana í árhlutareikningi, aukinn kostnað tengdan úrræðum sem komi til vegna framkvæmda og viðhalds á starfsstöðum, kostnað umfram áætlanir vegna óvenju snjóþungs vetrar, auk þess sem vistgreiðslur vegna barna með þroska-og geðraskanir hafi aukist umfram áætlanir. Þá segir í tilkynningunni að þensla í hagkerfinu og viðvarandi verðbólga hafi það sem af er ári sett mark sitt á rekstur borgarinnar. Há verðbólga hafi áhrif á fjármagnslið í rekstri, en á móti feli þenslan í hagkerfinu í sér hátt atvinnustig sem skili hærri útvarstekjum en áætlað var. Segir borgina að vaxa úr vanda síðustu ára „Árshlutareikningur sýnir jákvæðan viðsnúning í A-hluta; auknar tekjur vegna fjölgunar borgarbúa, lítils atvinnuleysis og fjölgunar á vinnumarkaði. Veltufé frá rekstri styrkist og staða handbærs fjár er sterk,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Borgin er að vaxa út úr vanda síðustu ára með auknum tekjum og aðhaldi í rekstri. Halli í málaflokki fatlaðs fólks heldur áfram að hafa áhrif á stöðuna en viðræður standa enn yfir við ríkið um leiðréttingu á þessu og fjármögnun málaflokksins. Verðbólga og ytri aðstæður á markaði lita niðurstöðu samstæðunnar í heild en undirliggjandi rekstur er sterkur.“ Reykjavíkurborg hafi fylht samþykktri fjármálastefnu 2023-207, sem undirbúin var í haust með hliðsjón af fjárhagslega erfiðri stöðu og ytra efnahagslegu umhverfi borgarinnar. Í stefnunni sé skýr áhersla á að hallarekstri og erfiðum aðstæðum í alþjóðlegu efnahagsumhverfi verði mætt með vexti þróttmikils borgarsamfélags til lengri tíma en með markvissum aðgerðum í rekstri og samdrætti í fjárfestingum miðað við áætlanir síðustu ára til skemmri tíma, án þess að dregið verði úr öflugri sókn í uppbyggingu borgarinnar í samræmi við Græna planið og stefnumörkun þess.
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent