Rektor MR leitar eiganda nokkurra áratuga gamals svindlmiða Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. september 2023 07:00 Miðinn fannst undir klæðningu í gamla skóla MR. Vísir/Vilhelm/Sólveig Guðrún Hannesdóttir Sólveig Guðrún Hannesdóttir rektor Menntaskólans í Reykjavík leitar eiganda svindlmiða sem fannst við framkvæmdir í Gamla skóla menntaskólans í gær. Athygli vakti að miðinn er merktur fyrirtæki sem lauk rekstri árið 1989. Sólveig segir í samtali við Vísi að verið var að taka niður klæðningu og burðarþolsmæla þak hússins þegar miðinn fannst. Næsta sumar verði skipt um þak á Gamla skóla menntaskólans og skífur settar á þakið til þess að gefa húsinu upprunalegri mynd. Þakið verður það þriðja sem sett verður á húsið frá árinu 1846, þegar húsið var byggt. Sólveig Guðrún Hannesdóttir tók við embætti rektors MR síðasta sumar.Stjórnarráðið „Það er dálítið skemmtilegt að þetta komi upp þegar það er verið að taka niður einhverja klæðningu, eins og einhver hafi troðið þessu á bak við,“ segir Sólveig og hlær. „Kannski að hann hafi verið gripinn og kennarinn verið að mæta og hann eða hún troðið þessu á bak við.“ Sólveig segir það líklegt að svindlmiðinn hafi verið notaður á söguprófi vegna þess hve mörg ártöl og dagsetningar er að finna á miðunum. „Ég held að það sé talið upp að árinu 1958, þannig að þetta hefur verið skrifað eftir það,“ segir hún. Á miðanum má sjá fimm stafa símanúmer, en slík númer voru síðast í notkun árið 1995. Sólveig Guðrún Hannesdóttir Miðinn er merktur fyrirtækinu Myndamót hf. sem starfaði á árunum 1957-1989, eftir þeim heimildum sem fréttastofa kemst næst. Því má draga þá ályktun að miðinn sé yfir þrjátíu ára gamall, og jafnvel eldri en það. Loks vekur Sólveig athygli á því að kannist einhver við miðann megi viðkomandi vitja hans á skrifstofu rektors, ef hann þorir. Miðinn virðist hafa verið ætlaður til svindls á söguprófi en nokkuð er um nöfn og ártöl á honum. Sólveig Guðrún Hannesdóttir Reykjavík Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Sólveig segir í samtali við Vísi að verið var að taka niður klæðningu og burðarþolsmæla þak hússins þegar miðinn fannst. Næsta sumar verði skipt um þak á Gamla skóla menntaskólans og skífur settar á þakið til þess að gefa húsinu upprunalegri mynd. Þakið verður það þriðja sem sett verður á húsið frá árinu 1846, þegar húsið var byggt. Sólveig Guðrún Hannesdóttir tók við embætti rektors MR síðasta sumar.Stjórnarráðið „Það er dálítið skemmtilegt að þetta komi upp þegar það er verið að taka niður einhverja klæðningu, eins og einhver hafi troðið þessu á bak við,“ segir Sólveig og hlær. „Kannski að hann hafi verið gripinn og kennarinn verið að mæta og hann eða hún troðið þessu á bak við.“ Sólveig segir það líklegt að svindlmiðinn hafi verið notaður á söguprófi vegna þess hve mörg ártöl og dagsetningar er að finna á miðunum. „Ég held að það sé talið upp að árinu 1958, þannig að þetta hefur verið skrifað eftir það,“ segir hún. Á miðanum má sjá fimm stafa símanúmer, en slík númer voru síðast í notkun árið 1995. Sólveig Guðrún Hannesdóttir Miðinn er merktur fyrirtækinu Myndamót hf. sem starfaði á árunum 1957-1989, eftir þeim heimildum sem fréttastofa kemst næst. Því má draga þá ályktun að miðinn sé yfir þrjátíu ára gamall, og jafnvel eldri en það. Loks vekur Sólveig athygli á því að kannist einhver við miðann megi viðkomandi vitja hans á skrifstofu rektors, ef hann þorir. Miðinn virðist hafa verið ætlaður til svindls á söguprófi en nokkuð er um nöfn og ártöl á honum. Sólveig Guðrún Hannesdóttir
Reykjavík Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira