Rektor MR leitar eiganda nokkurra áratuga gamals svindlmiða Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. september 2023 07:00 Miðinn fannst undir klæðningu í gamla skóla MR. Vísir/Vilhelm/Sólveig Guðrún Hannesdóttir Sólveig Guðrún Hannesdóttir rektor Menntaskólans í Reykjavík leitar eiganda svindlmiða sem fannst við framkvæmdir í Gamla skóla menntaskólans í gær. Athygli vakti að miðinn er merktur fyrirtæki sem lauk rekstri árið 1989. Sólveig segir í samtali við Vísi að verið var að taka niður klæðningu og burðarþolsmæla þak hússins þegar miðinn fannst. Næsta sumar verði skipt um þak á Gamla skóla menntaskólans og skífur settar á þakið til þess að gefa húsinu upprunalegri mynd. Þakið verður það þriðja sem sett verður á húsið frá árinu 1846, þegar húsið var byggt. Sólveig Guðrún Hannesdóttir tók við embætti rektors MR síðasta sumar.Stjórnarráðið „Það er dálítið skemmtilegt að þetta komi upp þegar það er verið að taka niður einhverja klæðningu, eins og einhver hafi troðið þessu á bak við,“ segir Sólveig og hlær. „Kannski að hann hafi verið gripinn og kennarinn verið að mæta og hann eða hún troðið þessu á bak við.“ Sólveig segir það líklegt að svindlmiðinn hafi verið notaður á söguprófi vegna þess hve mörg ártöl og dagsetningar er að finna á miðunum. „Ég held að það sé talið upp að árinu 1958, þannig að þetta hefur verið skrifað eftir það,“ segir hún. Á miðanum má sjá fimm stafa símanúmer, en slík númer voru síðast í notkun árið 1995. Sólveig Guðrún Hannesdóttir Miðinn er merktur fyrirtækinu Myndamót hf. sem starfaði á árunum 1957-1989, eftir þeim heimildum sem fréttastofa kemst næst. Því má draga þá ályktun að miðinn sé yfir þrjátíu ára gamall, og jafnvel eldri en það. Loks vekur Sólveig athygli á því að kannist einhver við miðann megi viðkomandi vitja hans á skrifstofu rektors, ef hann þorir. Miðinn virðist hafa verið ætlaður til svindls á söguprófi en nokkuð er um nöfn og ártöl á honum. Sólveig Guðrún Hannesdóttir Reykjavík Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Sólveig segir í samtali við Vísi að verið var að taka niður klæðningu og burðarþolsmæla þak hússins þegar miðinn fannst. Næsta sumar verði skipt um þak á Gamla skóla menntaskólans og skífur settar á þakið til þess að gefa húsinu upprunalegri mynd. Þakið verður það þriðja sem sett verður á húsið frá árinu 1846, þegar húsið var byggt. Sólveig Guðrún Hannesdóttir tók við embætti rektors MR síðasta sumar.Stjórnarráðið „Það er dálítið skemmtilegt að þetta komi upp þegar það er verið að taka niður einhverja klæðningu, eins og einhver hafi troðið þessu á bak við,“ segir Sólveig og hlær. „Kannski að hann hafi verið gripinn og kennarinn verið að mæta og hann eða hún troðið þessu á bak við.“ Sólveig segir það líklegt að svindlmiðinn hafi verið notaður á söguprófi vegna þess hve mörg ártöl og dagsetningar er að finna á miðunum. „Ég held að það sé talið upp að árinu 1958, þannig að þetta hefur verið skrifað eftir það,“ segir hún. Á miðanum má sjá fimm stafa símanúmer, en slík númer voru síðast í notkun árið 1995. Sólveig Guðrún Hannesdóttir Miðinn er merktur fyrirtækinu Myndamót hf. sem starfaði á árunum 1957-1989, eftir þeim heimildum sem fréttastofa kemst næst. Því má draga þá ályktun að miðinn sé yfir þrjátíu ára gamall, og jafnvel eldri en það. Loks vekur Sólveig athygli á því að kannist einhver við miðann megi viðkomandi vitja hans á skrifstofu rektors, ef hann þorir. Miðinn virðist hafa verið ætlaður til svindls á söguprófi en nokkuð er um nöfn og ártöl á honum. Sólveig Guðrún Hannesdóttir
Reykjavík Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira