Hoffmannsstígur verður að Elísabetarstíg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2023 13:41 Elísabet við Elísabetarstíg. Vísir/Arnar Stígur á milli Hringbrautar og Sólvallagötu verður nefndur í höfuðið á Elísabetu Jökulsdóttur skáldi. Til stóð að kenna stíginn við Pétur Hofmann. Elísabet segist orðlaus og þakklát að stígurinn, sem liggur meðfram húsi sem hún bjó í áratugum saman, verði kenndur við hana. Elísabet lagði leið sína niður í Ráðhús Reykjavíkur í morgun til að afhenda Einari Þorsteinssyni, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík og formann bæjarráðs, undirskriftalista vegna stígsins. Rúmlega ellefu hundruð höfðu skrifað undir listann um að kenna nýjan stíg, sem verður til þegar framkvæmdum á gamla Bykoreitnum milli Sólvallagötu og Hringbrautar verður lokið, við Elísabetu. „Það gleður mig að geta greint frá því að þegar ég frétti af þessum undirskriftalista, og hafði átt samtöl við þig líka, fór ég á stúfana. Ég heyrði í þessum uppbyggingaraðilum sem eru þarna og hafa í raun yfirráð yfir þessum stíg. Hann átti að heita Hofmannsstígur. Ég ræddi við þá og sagði að það hefðu þúsund eða tólf hundruð skrifað undir. Skýrt ákall frá íbúunum og eflaust fleirum víða um land um að skíra þennan stíg Elísabetarstíg. Þeir tóku bara vel í það, þannig að málið er leyst,“ sagði Einar eftir að Elísabet afhenti honum undirskriftalistann. Elísabet Jökulsdóttir og Einar Þorsteinsson við afhendingu undirskriftalistans.Vísir/Arnar Elísabet bjó lengi vel í húsi sem liggur upp við nýja stíginn og setti svip sinn á hverfið. „Þú ert náttúrulega einstök og ég held að enginn annar myndi fara í svona verkefni að láta nefna stíginn eftir sjálfum sér. Þetta er náttúrulega klikkað en ótrúlega skemmtilegt. Þú bjóst þarna lengi og settir svip þinn á hverfið. Skrifaðir um það, gekkst í gegn um gleði og sorgir á þessum stað og frábært fyrir þetta nýja hverfi að hafa tengingu við íbúa sem hefur sett mark sitt á það,“ bætti Einar við. Óhætt er að segja að ákvörðunin hafi komið Elísabetu á óvart. „Ég er bara alveg orðlaus. Ég titra öll og skelf eins og þið sjáið. Þetta er svo stór stund að þetta sé komið hér með. Ég hélt að þetta tæki kannski marga mánuði að veltast um og þá vissi maður ekkert hver útkoman yrði. Þetta virkar svo einfalt og það er svo dásamlegt við einn svona lítinn stíg vestur í bæ,“ segir Elísabet. Hún segist þakklát öllum sem að málinu koma, bæði verktökum, Einari og öllum þeim sem skrifuðu undir. Kemur þetta á óvart? „Já, nú er þetta eins og töfrabragð. Ég var samt að hugsa: Getur þetta verið? En það var pínulítil hugsun. Þannig að þetta kemur mér algjörlega á óvart og í opna skjöldu.“ Reykjavík Borgarstjórn Menning Skipulag Tengdar fréttir Vill stíg nefndan eftir sér en ekki dauðum karli: „Þetta ætti að vera stelpuhverfi“ Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir berst núna fyrir því að nýr stígur í Vesturbænum verði nefndur eftir henni í stað Péturs Hoffmanns. Við Elísabetarstíg yrði minnisvarði um allar gömlu sjómannskonurnar í hverfinu. 25. júlí 2023 17:01 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Elísabet lagði leið sína niður í Ráðhús Reykjavíkur í morgun til að afhenda Einari Þorsteinssyni, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík og formann bæjarráðs, undirskriftalista vegna stígsins. Rúmlega ellefu hundruð höfðu skrifað undir listann um að kenna nýjan stíg, sem verður til þegar framkvæmdum á gamla Bykoreitnum milli Sólvallagötu og Hringbrautar verður lokið, við Elísabetu. „Það gleður mig að geta greint frá því að þegar ég frétti af þessum undirskriftalista, og hafði átt samtöl við þig líka, fór ég á stúfana. Ég heyrði í þessum uppbyggingaraðilum sem eru þarna og hafa í raun yfirráð yfir þessum stíg. Hann átti að heita Hofmannsstígur. Ég ræddi við þá og sagði að það hefðu þúsund eða tólf hundruð skrifað undir. Skýrt ákall frá íbúunum og eflaust fleirum víða um land um að skíra þennan stíg Elísabetarstíg. Þeir tóku bara vel í það, þannig að málið er leyst,“ sagði Einar eftir að Elísabet afhenti honum undirskriftalistann. Elísabet Jökulsdóttir og Einar Þorsteinsson við afhendingu undirskriftalistans.Vísir/Arnar Elísabet bjó lengi vel í húsi sem liggur upp við nýja stíginn og setti svip sinn á hverfið. „Þú ert náttúrulega einstök og ég held að enginn annar myndi fara í svona verkefni að láta nefna stíginn eftir sjálfum sér. Þetta er náttúrulega klikkað en ótrúlega skemmtilegt. Þú bjóst þarna lengi og settir svip þinn á hverfið. Skrifaðir um það, gekkst í gegn um gleði og sorgir á þessum stað og frábært fyrir þetta nýja hverfi að hafa tengingu við íbúa sem hefur sett mark sitt á það,“ bætti Einar við. Óhætt er að segja að ákvörðunin hafi komið Elísabetu á óvart. „Ég er bara alveg orðlaus. Ég titra öll og skelf eins og þið sjáið. Þetta er svo stór stund að þetta sé komið hér með. Ég hélt að þetta tæki kannski marga mánuði að veltast um og þá vissi maður ekkert hver útkoman yrði. Þetta virkar svo einfalt og það er svo dásamlegt við einn svona lítinn stíg vestur í bæ,“ segir Elísabet. Hún segist þakklát öllum sem að málinu koma, bæði verktökum, Einari og öllum þeim sem skrifuðu undir. Kemur þetta á óvart? „Já, nú er þetta eins og töfrabragð. Ég var samt að hugsa: Getur þetta verið? En það var pínulítil hugsun. Þannig að þetta kemur mér algjörlega á óvart og í opna skjöldu.“
Reykjavík Borgarstjórn Menning Skipulag Tengdar fréttir Vill stíg nefndan eftir sér en ekki dauðum karli: „Þetta ætti að vera stelpuhverfi“ Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir berst núna fyrir því að nýr stígur í Vesturbænum verði nefndur eftir henni í stað Péturs Hoffmanns. Við Elísabetarstíg yrði minnisvarði um allar gömlu sjómannskonurnar í hverfinu. 25. júlí 2023 17:01 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Vill stíg nefndan eftir sér en ekki dauðum karli: „Þetta ætti að vera stelpuhverfi“ Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir berst núna fyrir því að nýr stígur í Vesturbænum verði nefndur eftir henni í stað Péturs Hoffmanns. Við Elísabetarstíg yrði minnisvarði um allar gömlu sjómannskonurnar í hverfinu. 25. júlí 2023 17:01