Sigurður Líndal látinn Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2023 07:24 Sigurður Líndal starfaði lengi sem prófessor við Háskóla Íslands og gengdi einnig stöðu forstöðumanns Lagastofnunar Háskóla Íslands. Sigurður Líndal, fyrrverandi lagaprófessor, er látinn, 92 ára að aldri. Frá þessu segir í Morgunblaðinu í morgun, en Sigurður lést síðastliðinn laugardag. Sigurður fæddist 2. júlí árið 1931 og var sonur hjónanna Þórhildar Pálsdóttur Briem og Theodórs B. Líndal. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1951 og útskrifaðist svo með BA-próf í latínu og mannkynssögu árið 1957, embættispróf í lögfræði tveimur árum síðar og svo MA-próf í sagnfræði árið 1968. Hann stundaði sömuleiðis nám við Háskólann í Kaupmannahöfn, Háskólann í Bonn og Háskólann í Oxford. Hann starfaði sem dómarafulltrúi við embætti borgardómara í Reykjavík á árunum 1959 til 1960 og 1963 til 1964. Hann var hæstaréttarritari á árunum 1964 til 1972 og lektor við lagadeild Háskóla Íslands 1967, og svo prófessor í lögfræði á árunum 1972 til 2001. Sigurður var dómari við Félagsdóm frá 1974 til 1980 og forstöðumaður Lagastofnunar Háskóla Íslands frá 1976 til 2001. Þá var hann forseti Hins íslenzka bókmenntafélags um áratugaskeið. Á vef Stjórnarráðsins segir hann hafi verið formaður sérstakrar rannsóknarnefndar til að rannsaka flugslysið í Skerjafirði 7. ágúst 2000 sem starfaði frá 2002 til 2005. Á ferli sínum stundaði Sigurður einnig ritstörf og var ritsjóri Sögu Íslands frá 1972 til 2016 og átti sæti í ritstjórn Nordisk administrativt tidsskrift um árabil. Þá liggja eftir hann fjöldi ritverka um lögfræði, stjórnmálafræði og sagnfræði. Sigurður lætur eftir sig eiginkonu, Maríu Jóhannsdóttur, og tvær dætur, þær Kristínu og Þórhildi. Andlát Háskólar Skóla- og menntamál Lögmennska Flugslys í Skerjafirði 2000 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Frá þessu segir í Morgunblaðinu í morgun, en Sigurður lést síðastliðinn laugardag. Sigurður fæddist 2. júlí árið 1931 og var sonur hjónanna Þórhildar Pálsdóttur Briem og Theodórs B. Líndal. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1951 og útskrifaðist svo með BA-próf í latínu og mannkynssögu árið 1957, embættispróf í lögfræði tveimur árum síðar og svo MA-próf í sagnfræði árið 1968. Hann stundaði sömuleiðis nám við Háskólann í Kaupmannahöfn, Háskólann í Bonn og Háskólann í Oxford. Hann starfaði sem dómarafulltrúi við embætti borgardómara í Reykjavík á árunum 1959 til 1960 og 1963 til 1964. Hann var hæstaréttarritari á árunum 1964 til 1972 og lektor við lagadeild Háskóla Íslands 1967, og svo prófessor í lögfræði á árunum 1972 til 2001. Sigurður var dómari við Félagsdóm frá 1974 til 1980 og forstöðumaður Lagastofnunar Háskóla Íslands frá 1976 til 2001. Þá var hann forseti Hins íslenzka bókmenntafélags um áratugaskeið. Á vef Stjórnarráðsins segir hann hafi verið formaður sérstakrar rannsóknarnefndar til að rannsaka flugslysið í Skerjafirði 7. ágúst 2000 sem starfaði frá 2002 til 2005. Á ferli sínum stundaði Sigurður einnig ritstörf og var ritsjóri Sögu Íslands frá 1972 til 2016 og átti sæti í ritstjórn Nordisk administrativt tidsskrift um árabil. Þá liggja eftir hann fjöldi ritverka um lögfræði, stjórnmálafræði og sagnfræði. Sigurður lætur eftir sig eiginkonu, Maríu Jóhannsdóttur, og tvær dætur, þær Kristínu og Þórhildi.
Andlát Háskólar Skóla- og menntamál Lögmennska Flugslys í Skerjafirði 2000 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira