„Þetta er það ljótasta sem einhver gæti sagt um mig“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. september 2023 07:00 Tilfinningarnar báru Birgittu Líf ofurliði eins og sjá má í fyrsta þættinum af LXS. Stöð 2 Birgitta Líf Björnsdóttir tók gagnrýni á fyrstu seríu raunveruleikaþáttanna LXS, í útvarpsþættinum Lestinni í Ríkisútvarpinu, afar nærri sér. Þetta má sjá í broti úr fyrsta þætti annarrar seríu þáttanna sem frumsýnd er í kvöld á Stöð 2 og Stöð 2+. „Ég held ég hafi bara verið brothætt akkúrat á þessum tímapunkti,“ segir Birgitta um gagnrýnina í brotinu sem horfa má á hér fyrir neðan. Gagnrýnin vakti töluverða athygli. Stelpurnar í LXS hafa áður gert stólpagrín að gagnrýninni í eigin klippu þegar tilkynnt var að sería tvö væri í bígerð. Hefði viljað sjá stelpurnar missa stjórn á sér Í gagnrýninni, sem bar yfirskriftina „Raunveruleiki leiðinlegasta folks sem þú þekkir,“ voru þættirnir gagnrýndir fyrir að hafa ekki náð því að vera meira en einhvers konar heimildarmynd um frekar þurran vinahóp. „Ég hefði notið þáttanna betur ef Birgitta Líf hefði farið í reiðikast og sparkað í litla hundinn sinn þegar hún komst að því að lúxusþyrlan sem hún pantaði kæmist ekki upp í fjall til skvísuhópsins í fyrsta þætti. Hún hefði öskrað: „Veistu ekki hver ég er?” á einhvern undirlaunaðan aðstoðarmann um leið og hún hefði ýtt myndavélinni frá sér og strunsað í burtu,“ var meðal annars sagt um þættina. Brotið úr þættinum má sjá í spilaranum neðst í greininni. Eins og snjóbolti Birgitta Líf lýsir því í klippunni að frumsýning fyrri seríunnar hafi tekist vel til. Síðan hafi hins vegar strákarnir í Æði óvænt skotið á stelpurnar og gagnrýnin í Lestinni birst á sama tíma. Fólk megi hafa sínar skoðanir á stelpunum en þetta hafi verið of mikið á þessum tíma. „Síðan varð þetta ótrúlega persónulegt á mig og nokkrar af okkur og þá fékk maður bara svona, ég brotnaði bara niður. En það er líka bara eðlilegt, það var ekkert endilega bara út af þessu, þetta var snjóbolti og allt kom á sama tíma, þar til að maður sprakk.“ Birgitta var miður sín vegna ummælanna og hágrét í hópskilaboðum sem hún sendi vinkonum sínum í LXS. Hún segist ekki hafa getað meir á þessum tímapunkti og furðaði sig í skilaboðunum til vinkvenna sinna að einhver gæti sagt eitthvað svona ljótt um sig. „Af hverju er verið að tala svona um mig eða segja þetta eða hitt? Ég get ekki séð að ég sé að gera slæma hluti gagnvart neinum og þó ég segi sjálf frá er ég bara rosalega góð manneskja og ég kom heim og hágrét og leyfði mér að líða illa í smá tíma.“ Fyrsti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 klukkan 19:10 í kvöld. Þátturinn verður svo aðgengilegur á Stöð 2+ strax í kjölfarið. Klippa: Birgitta Líf brotnar saman í fyrsta þætti af LXS LXS Bíó og sjónvarp Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
„Ég held ég hafi bara verið brothætt akkúrat á þessum tímapunkti,“ segir Birgitta um gagnrýnina í brotinu sem horfa má á hér fyrir neðan. Gagnrýnin vakti töluverða athygli. Stelpurnar í LXS hafa áður gert stólpagrín að gagnrýninni í eigin klippu þegar tilkynnt var að sería tvö væri í bígerð. Hefði viljað sjá stelpurnar missa stjórn á sér Í gagnrýninni, sem bar yfirskriftina „Raunveruleiki leiðinlegasta folks sem þú þekkir,“ voru þættirnir gagnrýndir fyrir að hafa ekki náð því að vera meira en einhvers konar heimildarmynd um frekar þurran vinahóp. „Ég hefði notið þáttanna betur ef Birgitta Líf hefði farið í reiðikast og sparkað í litla hundinn sinn þegar hún komst að því að lúxusþyrlan sem hún pantaði kæmist ekki upp í fjall til skvísuhópsins í fyrsta þætti. Hún hefði öskrað: „Veistu ekki hver ég er?” á einhvern undirlaunaðan aðstoðarmann um leið og hún hefði ýtt myndavélinni frá sér og strunsað í burtu,“ var meðal annars sagt um þættina. Brotið úr þættinum má sjá í spilaranum neðst í greininni. Eins og snjóbolti Birgitta Líf lýsir því í klippunni að frumsýning fyrri seríunnar hafi tekist vel til. Síðan hafi hins vegar strákarnir í Æði óvænt skotið á stelpurnar og gagnrýnin í Lestinni birst á sama tíma. Fólk megi hafa sínar skoðanir á stelpunum en þetta hafi verið of mikið á þessum tíma. „Síðan varð þetta ótrúlega persónulegt á mig og nokkrar af okkur og þá fékk maður bara svona, ég brotnaði bara niður. En það er líka bara eðlilegt, það var ekkert endilega bara út af þessu, þetta var snjóbolti og allt kom á sama tíma, þar til að maður sprakk.“ Birgitta var miður sín vegna ummælanna og hágrét í hópskilaboðum sem hún sendi vinkonum sínum í LXS. Hún segist ekki hafa getað meir á þessum tímapunkti og furðaði sig í skilaboðunum til vinkvenna sinna að einhver gæti sagt eitthvað svona ljótt um sig. „Af hverju er verið að tala svona um mig eða segja þetta eða hitt? Ég get ekki séð að ég sé að gera slæma hluti gagnvart neinum og þó ég segi sjálf frá er ég bara rosalega góð manneskja og ég kom heim og hágrét og leyfði mér að líða illa í smá tíma.“ Fyrsti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 klukkan 19:10 í kvöld. Þátturinn verður svo aðgengilegur á Stöð 2+ strax í kjölfarið. Klippa: Birgitta Líf brotnar saman í fyrsta þætti af LXS
LXS Bíó og sjónvarp Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira