Verður fyrsta lota Borgarlínunnar banabiti hennar eða loka áfangi? Hilmar Þór Björnsson skrifar 5. september 2023 13:00 Frá fyrstu tíð hef ég verið 100% sammála því að rétt sé að ráðast í lagningu Borgarlínunnar sem fyrst. Þegar AR2010-2030 var gefið út fagnaði ég því vegna þess að þar var Borgarlínan og samgönguásinn lykilatriði sem batt höfuðborgina saman í línulega heild. Ég sá fyrir mér að línan yrði austur og vestur á Nesinu frá Eiðistorgi, framhjá HÍ um Miðbæ Reykjavíkur og inn Suðurlandsbraut að Keldum, þar sem nýr Landspítain hefði átt að rísa. Þannig samgönguás með Borgarlínu sem væri studd með öflugu strætó- göngu- og hjólastígakerfi og væri viðurkenning í verki á þeirri þróun sem átt sér stað í borgarskipulaginu siðastliðna öld. Þetta er auðveld framkvæmd sem mundi strax þjóna miklum fjölda fólks væri sjálfbær og vistvæn og hefði getað verið komið í gagnið í dag. Í framhaldinu yrði svo höfuðborgarsvæðið bundið saman með sama hætti með öðrum áfanga Borgarlínunnar sem gengi frá Borgartúni um Kringlumýrarbraut og framhjá Kringlunni, Borgarsjúkrahúsinu, 1400 metra hjóla- eða göngutúr um fallegt svæði til HR, í gegnum miðbæ Kópavogs og Garðabæjar og alla leið suður í Hafnarfjörð. Þessir tveir áfangar mynda heildstæða lausn Borgarlínukerfis alls höfuðborgarsvæðisins sem gæti staðið ein og sér og líklega þyrfti ekki meiri BL í langan tíma. Samgönguás sem gengi frá Borgrtúni eftir Kringlumýrarbraut og Hafnarfjarðarveg er líka í samræmi við sögulega þróun höfuðborgarsvæðisins til suðurs frá stríðsárum. Þessar línur væri hægt reka með hagkvæmum hætti með góðri tíðni, 100 % í sérrými án málamiðlanna og forgang á umferðaljósum og snjallvæðingu umferðaljósa almennt. Þarna yrði skýr og augljós munur á strætókerfinu og Borgarlínunni. Þessi lausn yrði líklega vel tekið og af borgurunum og hvati til áframhaldandi þróun kerfisins upp í Mosfellsveit og víðar þegar fram líða stundir og ef þörf verður á. Í núverandi áætlun er svo ruglingsleg og óskýr að fáir skilja hana og er óhemju dýr. Rekstrarkostnaður liggur ekki fyrir. Ekki eru skýr mörk milli strætó og Borgarlínu. Borgarlínan er að verulegum hluta ætlað að ganga í blandaðri umferð samkvæmt áætlunum. Þessi fyrsta lota er svo illa rökstudd að líklegt er að hún verði banabiti allrar áætlunarinar, haldi menn fram sem horfir. Þetta segi ég vegna þess að í fyrstu lotu er kostnaður hvað mestur og hann þjónar ekki nægjanlega mörgum og er ekki heildstæð, heldur ófullburða áfangi. Ekki er ólíklegt að fyrsta lota kosti jafnmikið eða meira en sú hugmynd sem ég mæli hér með. Gert er ráð fyrir að fyrsta lota Borgarlínu verði um óbyggt svæði undir Öskjuhlíð, yfir rándýra Fossvogsbrú og í gegn um þrönga íbúðargötu í fullbyggðu, rótgrónu íbúðarhverfi, Borgarholtsbraut, að Hamraborg. Ég átta mig ekki á af hverju maður vill kosta svona miklu til þess að koma fólki Í Hamraborg. Hvað er svona mikilvægt þar og af hverju á Hamraborg að vera endastöð? Ef áætlanir Aðalskipulags Reykjavíkur ganga eftir og þjónusta, verslun, menntun og atvinnutækifæri verði dreift um borgarhlutana og inn í ibúðahverfin þá munu öflugir hverfiskjarnar myndast. Flest verður í göngufæri og ferðum með einkabíl mun fækka verulega. Það veit engin hvað framtiðin ber í skauti sér og því er óabyrgt að byrja á plani sem engin veit hvað kostar að reka og hvorki eru fjármunir né almenn sannfæring eða sátt um. Það er líklegt að í framtíðinni verði kynntar nýjar lausnir eins og sjálfkeyrandi deilibílar með 10-15 manns sem safar með hjálpsnjallsíma, farþegum saman sem eru á svipaðri leið og skapar þá samgöngunet í stað línu. Það þarf að endurskoða Samgöngusáttmálann og gera á honum róttækar breytingar, Höfuðborgarsvæðinu, Borgarlínunni og almenningssamgöngum til heilla. Höfundur er arkitekt FAÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilmar Þór Björnsson Samgöngur Seltjarnarnes Reykjavík Borgarlína Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Frá fyrstu tíð hef ég verið 100% sammála því að rétt sé að ráðast í lagningu Borgarlínunnar sem fyrst. Þegar AR2010-2030 var gefið út fagnaði ég því vegna þess að þar var Borgarlínan og samgönguásinn lykilatriði sem batt höfuðborgina saman í línulega heild. Ég sá fyrir mér að línan yrði austur og vestur á Nesinu frá Eiðistorgi, framhjá HÍ um Miðbæ Reykjavíkur og inn Suðurlandsbraut að Keldum, þar sem nýr Landspítain hefði átt að rísa. Þannig samgönguás með Borgarlínu sem væri studd með öflugu strætó- göngu- og hjólastígakerfi og væri viðurkenning í verki á þeirri þróun sem átt sér stað í borgarskipulaginu siðastliðna öld. Þetta er auðveld framkvæmd sem mundi strax þjóna miklum fjölda fólks væri sjálfbær og vistvæn og hefði getað verið komið í gagnið í dag. Í framhaldinu yrði svo höfuðborgarsvæðið bundið saman með sama hætti með öðrum áfanga Borgarlínunnar sem gengi frá Borgartúni um Kringlumýrarbraut og framhjá Kringlunni, Borgarsjúkrahúsinu, 1400 metra hjóla- eða göngutúr um fallegt svæði til HR, í gegnum miðbæ Kópavogs og Garðabæjar og alla leið suður í Hafnarfjörð. Þessir tveir áfangar mynda heildstæða lausn Borgarlínukerfis alls höfuðborgarsvæðisins sem gæti staðið ein og sér og líklega þyrfti ekki meiri BL í langan tíma. Samgönguás sem gengi frá Borgrtúni eftir Kringlumýrarbraut og Hafnarfjarðarveg er líka í samræmi við sögulega þróun höfuðborgarsvæðisins til suðurs frá stríðsárum. Þessar línur væri hægt reka með hagkvæmum hætti með góðri tíðni, 100 % í sérrými án málamiðlanna og forgang á umferðaljósum og snjallvæðingu umferðaljósa almennt. Þarna yrði skýr og augljós munur á strætókerfinu og Borgarlínunni. Þessi lausn yrði líklega vel tekið og af borgurunum og hvati til áframhaldandi þróun kerfisins upp í Mosfellsveit og víðar þegar fram líða stundir og ef þörf verður á. Í núverandi áætlun er svo ruglingsleg og óskýr að fáir skilja hana og er óhemju dýr. Rekstrarkostnaður liggur ekki fyrir. Ekki eru skýr mörk milli strætó og Borgarlínu. Borgarlínan er að verulegum hluta ætlað að ganga í blandaðri umferð samkvæmt áætlunum. Þessi fyrsta lota er svo illa rökstudd að líklegt er að hún verði banabiti allrar áætlunarinar, haldi menn fram sem horfir. Þetta segi ég vegna þess að í fyrstu lotu er kostnaður hvað mestur og hann þjónar ekki nægjanlega mörgum og er ekki heildstæð, heldur ófullburða áfangi. Ekki er ólíklegt að fyrsta lota kosti jafnmikið eða meira en sú hugmynd sem ég mæli hér með. Gert er ráð fyrir að fyrsta lota Borgarlínu verði um óbyggt svæði undir Öskjuhlíð, yfir rándýra Fossvogsbrú og í gegn um þrönga íbúðargötu í fullbyggðu, rótgrónu íbúðarhverfi, Borgarholtsbraut, að Hamraborg. Ég átta mig ekki á af hverju maður vill kosta svona miklu til þess að koma fólki Í Hamraborg. Hvað er svona mikilvægt þar og af hverju á Hamraborg að vera endastöð? Ef áætlanir Aðalskipulags Reykjavíkur ganga eftir og þjónusta, verslun, menntun og atvinnutækifæri verði dreift um borgarhlutana og inn í ibúðahverfin þá munu öflugir hverfiskjarnar myndast. Flest verður í göngufæri og ferðum með einkabíl mun fækka verulega. Það veit engin hvað framtiðin ber í skauti sér og því er óabyrgt að byrja á plani sem engin veit hvað kostar að reka og hvorki eru fjármunir né almenn sannfæring eða sátt um. Það er líklegt að í framtíðinni verði kynntar nýjar lausnir eins og sjálfkeyrandi deilibílar með 10-15 manns sem safar með hjálpsnjallsíma, farþegum saman sem eru á svipaðri leið og skapar þá samgöngunet í stað línu. Það þarf að endurskoða Samgöngusáttmálann og gera á honum róttækar breytingar, Höfuðborgarsvæðinu, Borgarlínunni og almenningssamgöngum til heilla. Höfundur er arkitekt FAÍ.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar