Sætta sig ekki við að bera kostnaðinn af því að gera Laugardalsvöll leikfæran Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2023 19:30 Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdarstjóri Blika telur að KSÍ verði samkvæmt reglum sambandsins að hafa Laugardalsvöll leikfæran í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Blikar hefja leik í þeirri keppni síðar í þessum mánuði. Blikar hafa tilkynnt Laugardalsvöll sem heimavöll sinn í Sambandsdeild Evrópu. Völlurinn þarf að vera leikfær í lok nóvember og framkvæmdarstjóri félagsins segir KSÍ bera ábyrgð á því. Breiðablik dróst í riðil með Gent, Maccabi Tel Aviv og Zorya Luhansk í riðlakeppninni sem fer fram frá 21. september til 14.desember. Kópavogsvöllur er ekki löglegur í riðlakeppni og þurf því Blikar leika tvo heimaleiki í nóvember, þann 9. og 30. nóvember. Einn heimaleikur fer síðan fram í október. Það gæti orðið flókið verkefni að hafa völlinn leikfæran. „Það er búið að vera smá bras á þessu en við urðum að tilkynna völl og ég get upplýst um það að við tilkynntum Laugardalsvöllinn,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdarstjóri Blika, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Til að Laugardalsvöllur verði leikfær í lok nóvember þá liggur alveg fyrir að gera þurfi töluverðar ráðstafanir eins og sést hefur í gegnum tíðina þar sem dúkkur hefur verið lagður á grasið í aðdraganda leiks sem og pulsan fræga sem komið var á völlinn á sínum tíma. „UEFA hefur gert þá kröfu á KSÍ að þeir svari hvernig þeir ætla sér að hafa völlinn leikfæran. Svona lausnir eins og hafa verið áður hafa verið ræddar en hnífurinn stendur þar núna í kúnni, hver borgar kostnaðinn? KSÍ er aðili að UEFA og á að tryggja Evrópuliðunum völl. Þetta er okkar þjóðarleikvangur. Við komum að sjálfsögðu eins og önnur lið og leigjum þennan völl. En að við þurfum að bera kostnaðinn af því að gera völlinn leikfæran er eitthvað sem við sættum okkur ekki við og erum ekki tilbúnir að taka þann kostnað sem hleypur á tugi milljóna,“ segir Eysteinn og bætir því við að samtal við KSÍ um málið sé hafið. „Þeim ber að skaffa þennan völl samkvæmt reglugerð. Þetta er bara staðan núna og við erum svo sem ekki búnir að sjá fyrir því hvernig þetta endar. Síðan er það þannig að Reykjavík á þennan völl og ég átta mig á því að þeir eru ekkert tilbúnir að leggja í auka kostnað. Þá spyr maður sig á móti. Skiptir máli hvaðan liðið kemur sem er í Evrópukeppni, þar sem við erum í Kópavogi, ekki Reykjavík.“ Reglugerðin sem Blikar vísa til úr Leyfisreglugerð KSÍ. Eysteinn segir að Blikar hafi skoðað það að fara með heimaleikina erlendis. „Það er náttúrlega gríðarlegur kostnaður líka. En auðvitað eiga okkar áhorfendur heimtingu á því að sjá okkar lið heima. Núna þurfa þessi aðilar að fara hætta þessari störukeppni, ríki og borg. Þó það væri ekki nema gera ástandi á núverandi leikvelli sómasamlegt, þó það væri ekki nema til bráðabyrgða. Þetta gengur ekkert svona. Landsliðið eiga eftir að fá leiki yfir vetrartímann. Meistara- Evrópu – og Sambandsdeildin, það er verið fjölga liðum í þeim öllum á næsta ári. Ég er handviss um það að fleiri lið verða í þessum sporum á næstu árum.“ Sambandsdeild Evrópu Breiðablik KSÍ Laugardalsvöllur Reykjavík Kópavogur Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Breiðablik dróst í riðil með Gent, Maccabi Tel Aviv og Zorya Luhansk í riðlakeppninni sem fer fram frá 21. september til 14.desember. Kópavogsvöllur er ekki löglegur í riðlakeppni og þurf því Blikar leika tvo heimaleiki í nóvember, þann 9. og 30. nóvember. Einn heimaleikur fer síðan fram í október. Það gæti orðið flókið verkefni að hafa völlinn leikfæran. „Það er búið að vera smá bras á þessu en við urðum að tilkynna völl og ég get upplýst um það að við tilkynntum Laugardalsvöllinn,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdarstjóri Blika, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Til að Laugardalsvöllur verði leikfær í lok nóvember þá liggur alveg fyrir að gera þurfi töluverðar ráðstafanir eins og sést hefur í gegnum tíðina þar sem dúkkur hefur verið lagður á grasið í aðdraganda leiks sem og pulsan fræga sem komið var á völlinn á sínum tíma. „UEFA hefur gert þá kröfu á KSÍ að þeir svari hvernig þeir ætla sér að hafa völlinn leikfæran. Svona lausnir eins og hafa verið áður hafa verið ræddar en hnífurinn stendur þar núna í kúnni, hver borgar kostnaðinn? KSÍ er aðili að UEFA og á að tryggja Evrópuliðunum völl. Þetta er okkar þjóðarleikvangur. Við komum að sjálfsögðu eins og önnur lið og leigjum þennan völl. En að við þurfum að bera kostnaðinn af því að gera völlinn leikfæran er eitthvað sem við sættum okkur ekki við og erum ekki tilbúnir að taka þann kostnað sem hleypur á tugi milljóna,“ segir Eysteinn og bætir því við að samtal við KSÍ um málið sé hafið. „Þeim ber að skaffa þennan völl samkvæmt reglugerð. Þetta er bara staðan núna og við erum svo sem ekki búnir að sjá fyrir því hvernig þetta endar. Síðan er það þannig að Reykjavík á þennan völl og ég átta mig á því að þeir eru ekkert tilbúnir að leggja í auka kostnað. Þá spyr maður sig á móti. Skiptir máli hvaðan liðið kemur sem er í Evrópukeppni, þar sem við erum í Kópavogi, ekki Reykjavík.“ Reglugerðin sem Blikar vísa til úr Leyfisreglugerð KSÍ. Eysteinn segir að Blikar hafi skoðað það að fara með heimaleikina erlendis. „Það er náttúrlega gríðarlegur kostnaður líka. En auðvitað eiga okkar áhorfendur heimtingu á því að sjá okkar lið heima. Núna þurfa þessi aðilar að fara hætta þessari störukeppni, ríki og borg. Þó það væri ekki nema gera ástandi á núverandi leikvelli sómasamlegt, þó það væri ekki nema til bráðabyrgða. Þetta gengur ekkert svona. Landsliðið eiga eftir að fá leiki yfir vetrartímann. Meistara- Evrópu – og Sambandsdeildin, það er verið fjölga liðum í þeim öllum á næsta ári. Ég er handviss um það að fleiri lið verða í þessum sporum á næstu árum.“
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik KSÍ Laugardalsvöllur Reykjavík Kópavogur Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira