Sætta sig ekki við að bera kostnaðinn af því að gera Laugardalsvöll leikfæran Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2023 19:30 Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdarstjóri Blika telur að KSÍ verði samkvæmt reglum sambandsins að hafa Laugardalsvöll leikfæran í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Blikar hefja leik í þeirri keppni síðar í þessum mánuði. Blikar hafa tilkynnt Laugardalsvöll sem heimavöll sinn í Sambandsdeild Evrópu. Völlurinn þarf að vera leikfær í lok nóvember og framkvæmdarstjóri félagsins segir KSÍ bera ábyrgð á því. Breiðablik dróst í riðil með Gent, Maccabi Tel Aviv og Zorya Luhansk í riðlakeppninni sem fer fram frá 21. september til 14.desember. Kópavogsvöllur er ekki löglegur í riðlakeppni og þurf því Blikar leika tvo heimaleiki í nóvember, þann 9. og 30. nóvember. Einn heimaleikur fer síðan fram í október. Það gæti orðið flókið verkefni að hafa völlinn leikfæran. „Það er búið að vera smá bras á þessu en við urðum að tilkynna völl og ég get upplýst um það að við tilkynntum Laugardalsvöllinn,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdarstjóri Blika, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Til að Laugardalsvöllur verði leikfær í lok nóvember þá liggur alveg fyrir að gera þurfi töluverðar ráðstafanir eins og sést hefur í gegnum tíðina þar sem dúkkur hefur verið lagður á grasið í aðdraganda leiks sem og pulsan fræga sem komið var á völlinn á sínum tíma. „UEFA hefur gert þá kröfu á KSÍ að þeir svari hvernig þeir ætla sér að hafa völlinn leikfæran. Svona lausnir eins og hafa verið áður hafa verið ræddar en hnífurinn stendur þar núna í kúnni, hver borgar kostnaðinn? KSÍ er aðili að UEFA og á að tryggja Evrópuliðunum völl. Þetta er okkar þjóðarleikvangur. Við komum að sjálfsögðu eins og önnur lið og leigjum þennan völl. En að við þurfum að bera kostnaðinn af því að gera völlinn leikfæran er eitthvað sem við sættum okkur ekki við og erum ekki tilbúnir að taka þann kostnað sem hleypur á tugi milljóna,“ segir Eysteinn og bætir því við að samtal við KSÍ um málið sé hafið. „Þeim ber að skaffa þennan völl samkvæmt reglugerð. Þetta er bara staðan núna og við erum svo sem ekki búnir að sjá fyrir því hvernig þetta endar. Síðan er það þannig að Reykjavík á þennan völl og ég átta mig á því að þeir eru ekkert tilbúnir að leggja í auka kostnað. Þá spyr maður sig á móti. Skiptir máli hvaðan liðið kemur sem er í Evrópukeppni, þar sem við erum í Kópavogi, ekki Reykjavík.“ Reglugerðin sem Blikar vísa til úr Leyfisreglugerð KSÍ. Eysteinn segir að Blikar hafi skoðað það að fara með heimaleikina erlendis. „Það er náttúrlega gríðarlegur kostnaður líka. En auðvitað eiga okkar áhorfendur heimtingu á því að sjá okkar lið heima. Núna þurfa þessi aðilar að fara hætta þessari störukeppni, ríki og borg. Þó það væri ekki nema gera ástandi á núverandi leikvelli sómasamlegt, þó það væri ekki nema til bráðabyrgða. Þetta gengur ekkert svona. Landsliðið eiga eftir að fá leiki yfir vetrartímann. Meistara- Evrópu – og Sambandsdeildin, það er verið fjölga liðum í þeim öllum á næsta ári. Ég er handviss um það að fleiri lið verða í þessum sporum á næstu árum.“ Sambandsdeild Evrópu Breiðablik KSÍ Laugardalsvöllur Reykjavík Kópavogur Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sjá meira
Breiðablik dróst í riðil með Gent, Maccabi Tel Aviv og Zorya Luhansk í riðlakeppninni sem fer fram frá 21. september til 14.desember. Kópavogsvöllur er ekki löglegur í riðlakeppni og þurf því Blikar leika tvo heimaleiki í nóvember, þann 9. og 30. nóvember. Einn heimaleikur fer síðan fram í október. Það gæti orðið flókið verkefni að hafa völlinn leikfæran. „Það er búið að vera smá bras á þessu en við urðum að tilkynna völl og ég get upplýst um það að við tilkynntum Laugardalsvöllinn,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdarstjóri Blika, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Til að Laugardalsvöllur verði leikfær í lok nóvember þá liggur alveg fyrir að gera þurfi töluverðar ráðstafanir eins og sést hefur í gegnum tíðina þar sem dúkkur hefur verið lagður á grasið í aðdraganda leiks sem og pulsan fræga sem komið var á völlinn á sínum tíma. „UEFA hefur gert þá kröfu á KSÍ að þeir svari hvernig þeir ætla sér að hafa völlinn leikfæran. Svona lausnir eins og hafa verið áður hafa verið ræddar en hnífurinn stendur þar núna í kúnni, hver borgar kostnaðinn? KSÍ er aðili að UEFA og á að tryggja Evrópuliðunum völl. Þetta er okkar þjóðarleikvangur. Við komum að sjálfsögðu eins og önnur lið og leigjum þennan völl. En að við þurfum að bera kostnaðinn af því að gera völlinn leikfæran er eitthvað sem við sættum okkur ekki við og erum ekki tilbúnir að taka þann kostnað sem hleypur á tugi milljóna,“ segir Eysteinn og bætir því við að samtal við KSÍ um málið sé hafið. „Þeim ber að skaffa þennan völl samkvæmt reglugerð. Þetta er bara staðan núna og við erum svo sem ekki búnir að sjá fyrir því hvernig þetta endar. Síðan er það þannig að Reykjavík á þennan völl og ég átta mig á því að þeir eru ekkert tilbúnir að leggja í auka kostnað. Þá spyr maður sig á móti. Skiptir máli hvaðan liðið kemur sem er í Evrópukeppni, þar sem við erum í Kópavogi, ekki Reykjavík.“ Reglugerðin sem Blikar vísa til úr Leyfisreglugerð KSÍ. Eysteinn segir að Blikar hafi skoðað það að fara með heimaleikina erlendis. „Það er náttúrlega gríðarlegur kostnaður líka. En auðvitað eiga okkar áhorfendur heimtingu á því að sjá okkar lið heima. Núna þurfa þessi aðilar að fara hætta þessari störukeppni, ríki og borg. Þó það væri ekki nema gera ástandi á núverandi leikvelli sómasamlegt, þó það væri ekki nema til bráðabyrgða. Þetta gengur ekkert svona. Landsliðið eiga eftir að fá leiki yfir vetrartímann. Meistara- Evrópu – og Sambandsdeildin, það er verið fjölga liðum í þeim öllum á næsta ári. Ég er handviss um það að fleiri lið verða í þessum sporum á næstu árum.“
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik KSÍ Laugardalsvöllur Reykjavík Kópavogur Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sjá meira