Mannskæðir vatnavextir í úrhelli á Spáni Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2023 12:24 Björgumenn leita að fjölskylduföður sem hvarf þegar aurskriða ýtti bíl hans út í á við Aldea del Fresno í Madridarhéraði í gær. Vísir/EPA Að minnsta kostir tveir eru látnir í miklum vatnavöxtum á Spáni. Fólki hefur verið bjargað af húsþökum og vegir og járnbrautarlínur hafa lokast vegna úrhellisrigningarinnar sem byrjaði að falla í gær. Rauðar veðurviðvaranir vegna aftakaúrkomu voru gefnar út í Madrid, Toledo og Cádiz vegna óveðursins Dönu í gær. Íbúar í höfuðborginni voru beðnir um að halda sig heima og knattspyrnuleik Atlético Madrid og Sevilla var frestað í gær. Mikið álag var á viðbragðsaðilum þar sem sinntu á annað þúsund útköllum. Spáð er áframhaldandi rigningu, að minnsta kosti til síðdegis í dag. Tveir fórust í dreifbýli við borgina Toledo, rúma sjötíu kílómetra suðvestur af Madrid á miðjum Spáni. Annar þeirra fórst í bíl sínum á hraðbraut við bæinn Bargas. Hinn maðurinn lést þegar hann festist í lyftu í bænum Casarrubios de Montes. Slökkviliðsmenn reyndu að bjarga honum þaðan árangurslaust, að sögn spænska ríkisútvarpsins RTVE. Major flooding unfolding in Spain right now as heavy storms batter the peninsula. This from Camping Alfacs in Tarragona.pic.twitter.com/igKOGjcGk8— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) September 3, 2023 Tíu ára bjargað úr tré eftir átta klukkutíma Eins manns, sem hvarf þegar bíll hans og fjölskyldu hans hafnaði út í ánni Alberche þegar hann varð fyrir aurskriðu, er leitað við Aldea del Fresno, einnig suðvestur af Madrid. Tíu ára gömlum syni hans, sem var með honum í bílnum, var bjargað átta klukkustundum síðar. Hann hafði náð að klifra upp í tré. Móðir hans og systir, sem voru einnig í bílnum, höfðu áður fundist að lífi, að sögn spænska dagblaðsins El País. Þá er 83 ára gamals karlmanns leitað en vatnselgurinn hreif hann með sér í bænum Villamanta í sjálfstjórnarhéraði Madridar. Yfirvöld í Madrid og Toledo eru sögð ætla að fara fram á að svæðin verði lýst hamfarasvæði. Vegir breyttust í ólgandi stórfljót vatns og eðju í Madrid, Castilla-La Mancha, Katalóníu og Valencia. Sum staðar gerði jafnvel haglél. Í Castelló-héraði í sjálfstjórnarhéraðinu Valencia björguðu slökkviliðsmenn manni sem sat fastur í bíl sínum í mittisháu flóðvatni. Sobering scenes from Toledo pic.twitter.com/0Sb9RsoLFf— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) September 3, 2023 Þyrlur voru notaðar til þess að bjarga fólki af húsþökum í kringum Toledo, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Úrhellið kemur í kjölfar ákafra hitabylgna á Spáni í ágúst. Slökkviliðsmenn hafa glímt við mikla gróðurelda víðs vegar um landið en tugir þúsunda hektara lands hafa orðið eldi að bráð á þessu ári. Spánn Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Rauðar veðurviðvaranir vegna aftakaúrkomu voru gefnar út í Madrid, Toledo og Cádiz vegna óveðursins Dönu í gær. Íbúar í höfuðborginni voru beðnir um að halda sig heima og knattspyrnuleik Atlético Madrid og Sevilla var frestað í gær. Mikið álag var á viðbragðsaðilum þar sem sinntu á annað þúsund útköllum. Spáð er áframhaldandi rigningu, að minnsta kosti til síðdegis í dag. Tveir fórust í dreifbýli við borgina Toledo, rúma sjötíu kílómetra suðvestur af Madrid á miðjum Spáni. Annar þeirra fórst í bíl sínum á hraðbraut við bæinn Bargas. Hinn maðurinn lést þegar hann festist í lyftu í bænum Casarrubios de Montes. Slökkviliðsmenn reyndu að bjarga honum þaðan árangurslaust, að sögn spænska ríkisútvarpsins RTVE. Major flooding unfolding in Spain right now as heavy storms batter the peninsula. This from Camping Alfacs in Tarragona.pic.twitter.com/igKOGjcGk8— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) September 3, 2023 Tíu ára bjargað úr tré eftir átta klukkutíma Eins manns, sem hvarf þegar bíll hans og fjölskyldu hans hafnaði út í ánni Alberche þegar hann varð fyrir aurskriðu, er leitað við Aldea del Fresno, einnig suðvestur af Madrid. Tíu ára gömlum syni hans, sem var með honum í bílnum, var bjargað átta klukkustundum síðar. Hann hafði náð að klifra upp í tré. Móðir hans og systir, sem voru einnig í bílnum, höfðu áður fundist að lífi, að sögn spænska dagblaðsins El País. Þá er 83 ára gamals karlmanns leitað en vatnselgurinn hreif hann með sér í bænum Villamanta í sjálfstjórnarhéraði Madridar. Yfirvöld í Madrid og Toledo eru sögð ætla að fara fram á að svæðin verði lýst hamfarasvæði. Vegir breyttust í ólgandi stórfljót vatns og eðju í Madrid, Castilla-La Mancha, Katalóníu og Valencia. Sum staðar gerði jafnvel haglél. Í Castelló-héraði í sjálfstjórnarhéraðinu Valencia björguðu slökkviliðsmenn manni sem sat fastur í bíl sínum í mittisháu flóðvatni. Sobering scenes from Toledo pic.twitter.com/0Sb9RsoLFf— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) September 3, 2023 Þyrlur voru notaðar til þess að bjarga fólki af húsþökum í kringum Toledo, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Úrhellið kemur í kjölfar ákafra hitabylgna á Spáni í ágúst. Slökkviliðsmenn hafa glímt við mikla gróðurelda víðs vegar um landið en tugir þúsunda hektara lands hafa orðið eldi að bráð á þessu ári.
Spánn Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira