Slæmir stjórnendur slátra gagnsæi Sigurður Ragnarsson skrifar 4. september 2023 11:30 Undanfarið hef ég lesið margar góðar bækur á sviði stjórnunar og forystu, eins og „The Trillion Dollar Coach“ um Bill Campbell, „The Subtle Art of Not Giving a f*ck“, „Winning" eftir Jack Welch“, „The Ride of a Lifetime“ eftir Robert Iger, forstjóra Disney, og „No Rules Rules: Netflix and the Culture of Reinvention.“ Margt kemur upp í hugann eftir lesturinn en eitt stendur þó upp úr og það er mikilvægi gagnsæis (e. transparency) í vinnunni, og auðvitað í lífinu almennt. Gagnsæi vísar m.a. til opinna, hreinskilinna og heiðarlegra samskipta á meðal alls starfsfólks þar sem víðsýni og tillitsemi er í hávegum höfð ásamt því að hafa hugrekki til að tjá sig. Það er auðvelt að gera ráð fyrir því að við séum tilbúin að tjá okkur opinskátt og vera óhrædd að viðra skoðanir okkar, þar á meðal að hafa hugrekki til að vera ósammála. En hugsaðu um núverandi vinnustað þinn eða þau störf sem þú hefur gegnt. Er eða var fólk hvatt til að vera opið og hreinskilið og leggja sitt af mörkum með því að opinbera ólíkar hugmyndir sínar og mismunandi skoðanir? Mig grunar að svarið sé ,,Nei... því miður." Þá spyr ég: Hvers vegna ekki? Ýmsir framúrskarandi stjórnendur, sérfræðingar ásamt fræðifólki leggja áherslu á mikilvægi gagnsæis og telja það vera eina af meginstoðunum fyrir langtíma velgengni, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Ástæðan er sú að gagnsæi skapar t.d. traust, leiðir til betri ákvörðunartöku, hefur jákvæð áhrif á teymisvinnu sem og virkni starfsfólks, sköpun, hamingju o.s.frv. Það má segja að gagnsæi sé lykilþáttur í að byggja upp og viðhalda jákvæðri og heilbrigðri vinnustaðamenningu. Þetta snýst í raun um að veita faglega forystu. Eða ætti ég að segja að hjá slæmum stjórnendum snýst þetta um skort á faglegri forystu? Einstaklingar sem veita forystu, hvort sem um er að ræða forstjóra, framkvæmdastjóra, deildarstjóra eða hvað við köllum þennan einstakling á að vera fyrirmynd og leiðtogi. En það undarlega er að margir sem gegna þessum hlutverkum koma í veg fyrir gagnsæi eða hreinlega drepa það niður. Þessir einstaklingar halda að þeir hafi yfirleitt eða alltaf bestu hugmyndirnar og að þeir eigi að ákveða hvað sé skynsamlegast að gera. Þegar þetta er viðhorfið, hvers vegna að hlusta á aðra? En hvernig veistu hvort að þú hafir svona stjórnanda eða stjórnendur? Líklega þarf ég ekki að útskýra því það fer ekki á milli mála, en ég ætla að leyfa mér að koma með nokkur dæmi: Slæmir stjórnendur bregðast t.d. við hugmyndum annarra með eftirfarandi hætti: ,,Við höfum ekki tíma fyrir þetta, við gerum þetta eins og við höfum gert áður. Mér finnst það hafa virkað vel og af hverju að breyta?" Slæmir stjórnendur leita ekki eftir eða biðja um skoðanir eða hugmyndir annarra heldur segja fólki frekar hvað það á að gera: „Gerðu þetta...“ eða „gerðu eins og ég segi þér...“ Jafnvel þótt slæmir stjórnendur segist óska eftir skoðunum hlusta þeir ekki og segja fólki hvað það á að gera. Það versta er að sumir slæmir stjórnendur refsa fólki sem tjáir skoðanir sínar og hugmyndir, sérstaklega ef það er ekki í samræmi við skoðanir stjórnendanna sjálfra. Hverjar eru afleiðingarnar? Það má segja að það slokkni á starfsfólki því auðvitað veldur þetta vanlíðan og margir yfirgefa fyrirtækið eins fljótt og hægt er, sem kemur auðvitað ekki á óvart. Við þurfum að leggja áherslu á og verðlauna gagnsæi og viðhalda heilbrigðri vinnustaðamenningu þar sem fólk getur og er hvatt til að tjá mismunandi skoðanir sínar og hugmyndir. Hins vegar, ef slæmur stjórnandi eða ef slæmir stjórnendur eru alls ráðandi í fyrirtækinu þá er mjög ólíklegt að þar ríki gagnsæi. Í þessu samhengi hugsa ég oft til félaga míns Ben Lichtenwalner hjá „Modern Servant Leader“ sem heldur því fram að í mörgum tilfellum þurfum við að bjarga fyrirtækjum okkar frá slæmum stjórnendum! Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri og Heartstyles forystuþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hef ég lesið margar góðar bækur á sviði stjórnunar og forystu, eins og „The Trillion Dollar Coach“ um Bill Campbell, „The Subtle Art of Not Giving a f*ck“, „Winning" eftir Jack Welch“, „The Ride of a Lifetime“ eftir Robert Iger, forstjóra Disney, og „No Rules Rules: Netflix and the Culture of Reinvention.“ Margt kemur upp í hugann eftir lesturinn en eitt stendur þó upp úr og það er mikilvægi gagnsæis (e. transparency) í vinnunni, og auðvitað í lífinu almennt. Gagnsæi vísar m.a. til opinna, hreinskilinna og heiðarlegra samskipta á meðal alls starfsfólks þar sem víðsýni og tillitsemi er í hávegum höfð ásamt því að hafa hugrekki til að tjá sig. Það er auðvelt að gera ráð fyrir því að við séum tilbúin að tjá okkur opinskátt og vera óhrædd að viðra skoðanir okkar, þar á meðal að hafa hugrekki til að vera ósammála. En hugsaðu um núverandi vinnustað þinn eða þau störf sem þú hefur gegnt. Er eða var fólk hvatt til að vera opið og hreinskilið og leggja sitt af mörkum með því að opinbera ólíkar hugmyndir sínar og mismunandi skoðanir? Mig grunar að svarið sé ,,Nei... því miður." Þá spyr ég: Hvers vegna ekki? Ýmsir framúrskarandi stjórnendur, sérfræðingar ásamt fræðifólki leggja áherslu á mikilvægi gagnsæis og telja það vera eina af meginstoðunum fyrir langtíma velgengni, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Ástæðan er sú að gagnsæi skapar t.d. traust, leiðir til betri ákvörðunartöku, hefur jákvæð áhrif á teymisvinnu sem og virkni starfsfólks, sköpun, hamingju o.s.frv. Það má segja að gagnsæi sé lykilþáttur í að byggja upp og viðhalda jákvæðri og heilbrigðri vinnustaðamenningu. Þetta snýst í raun um að veita faglega forystu. Eða ætti ég að segja að hjá slæmum stjórnendum snýst þetta um skort á faglegri forystu? Einstaklingar sem veita forystu, hvort sem um er að ræða forstjóra, framkvæmdastjóra, deildarstjóra eða hvað við köllum þennan einstakling á að vera fyrirmynd og leiðtogi. En það undarlega er að margir sem gegna þessum hlutverkum koma í veg fyrir gagnsæi eða hreinlega drepa það niður. Þessir einstaklingar halda að þeir hafi yfirleitt eða alltaf bestu hugmyndirnar og að þeir eigi að ákveða hvað sé skynsamlegast að gera. Þegar þetta er viðhorfið, hvers vegna að hlusta á aðra? En hvernig veistu hvort að þú hafir svona stjórnanda eða stjórnendur? Líklega þarf ég ekki að útskýra því það fer ekki á milli mála, en ég ætla að leyfa mér að koma með nokkur dæmi: Slæmir stjórnendur bregðast t.d. við hugmyndum annarra með eftirfarandi hætti: ,,Við höfum ekki tíma fyrir þetta, við gerum þetta eins og við höfum gert áður. Mér finnst það hafa virkað vel og af hverju að breyta?" Slæmir stjórnendur leita ekki eftir eða biðja um skoðanir eða hugmyndir annarra heldur segja fólki frekar hvað það á að gera: „Gerðu þetta...“ eða „gerðu eins og ég segi þér...“ Jafnvel þótt slæmir stjórnendur segist óska eftir skoðunum hlusta þeir ekki og segja fólki hvað það á að gera. Það versta er að sumir slæmir stjórnendur refsa fólki sem tjáir skoðanir sínar og hugmyndir, sérstaklega ef það er ekki í samræmi við skoðanir stjórnendanna sjálfra. Hverjar eru afleiðingarnar? Það má segja að það slokkni á starfsfólki því auðvitað veldur þetta vanlíðan og margir yfirgefa fyrirtækið eins fljótt og hægt er, sem kemur auðvitað ekki á óvart. Við þurfum að leggja áherslu á og verðlauna gagnsæi og viðhalda heilbrigðri vinnustaðamenningu þar sem fólk getur og er hvatt til að tjá mismunandi skoðanir sínar og hugmyndir. Hins vegar, ef slæmur stjórnandi eða ef slæmir stjórnendur eru alls ráðandi í fyrirtækinu þá er mjög ólíklegt að þar ríki gagnsæi. Í þessu samhengi hugsa ég oft til félaga míns Ben Lichtenwalner hjá „Modern Servant Leader“ sem heldur því fram að í mörgum tilfellum þurfum við að bjarga fyrirtækjum okkar frá slæmum stjórnendum! Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri og Heartstyles forystuþjálfari.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar