„Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 19. desember 2025 07:02 Við ákvörðun heildarafla í efnahagslögsögu Evrópusambandsins á dögunum og úthlutun afla til ríkja þess var farið með grófum hætti gegn hagsmunum Írlands að sögn írskra stjórnmálamanna og hagsmunasamtaka þarlendra sjómanna. Regla sem samið var um við forvera sambandsins á áttunda áratug síðustu aldar og tryggja átti ákveðinn lágmarks rétt írskra fiskiskipa til veiða í lögsögu Írlands, hafi verið höfð að engu einkum fyrir tilstilli fjölmennustu ríkja Evrópusambandsins. Haft er eftir Pat „the Cope“ Gallagher, talsmanni stjórnmálaflokksins Fianna Fáil í sjávarútvegsmálum, sem myndar núverandi ríkisstjórn Írlands, í írskum fjölmiðlum að ljóst sé að Evrópusambandið hafi algerlega brugðist Írum. Framganga Frakklands, Þýzkalands, Póllands og Hollands í málinu fæli í sér „fullkominn fjaldskap í garð smáríkis“ og það að hafa að engu rétt Írlands, sem samið hefði verið um við forvera sambandsins fyrir fjórum áratugum, fæli í sér „rándýrshegðun.“ „Evrópusambandið starfrækir kerfi sem byggir á tvöföldu siðgæði eftir því hvaða ríki sambandsins eiga í hlut,“ sagði Gallagher. Írland stæði þar höllum fæti gagnvart stærri ríkjum. Á sama tíma og komið væri fram við Íra með þessum hætti veiddu fiskiskip frá áðurnefndum ríkjum í írskri efnahagslögsögu án þess að mikið eftirlit væri með því. „Írar áttu að hafa tryggingu fyrir ákveðinni hlutdeild í aflaheimildum á þeirra eigin miðum. Þeirri vernd hefur nú verið kippt í burtu.“ Vægi ríkja innan í stofnunum Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði vægi landsins þannig 0,08% í ráðherraráði þess, valdamestu stofnuninni, sem er á við einungis 5% hlutdeild í einum þingmanni á Alþingi. Írland er hins vegar 13 sinnum fjölmennara en Ísland. Hver yrði staða okkar Íslendinga innan Evrópusambandsins þegar komið er fram við Íra með þessum hætti? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Sjá meira
Við ákvörðun heildarafla í efnahagslögsögu Evrópusambandsins á dögunum og úthlutun afla til ríkja þess var farið með grófum hætti gegn hagsmunum Írlands að sögn írskra stjórnmálamanna og hagsmunasamtaka þarlendra sjómanna. Regla sem samið var um við forvera sambandsins á áttunda áratug síðustu aldar og tryggja átti ákveðinn lágmarks rétt írskra fiskiskipa til veiða í lögsögu Írlands, hafi verið höfð að engu einkum fyrir tilstilli fjölmennustu ríkja Evrópusambandsins. Haft er eftir Pat „the Cope“ Gallagher, talsmanni stjórnmálaflokksins Fianna Fáil í sjávarútvegsmálum, sem myndar núverandi ríkisstjórn Írlands, í írskum fjölmiðlum að ljóst sé að Evrópusambandið hafi algerlega brugðist Írum. Framganga Frakklands, Þýzkalands, Póllands og Hollands í málinu fæli í sér „fullkominn fjaldskap í garð smáríkis“ og það að hafa að engu rétt Írlands, sem samið hefði verið um við forvera sambandsins fyrir fjórum áratugum, fæli í sér „rándýrshegðun.“ „Evrópusambandið starfrækir kerfi sem byggir á tvöföldu siðgæði eftir því hvaða ríki sambandsins eiga í hlut,“ sagði Gallagher. Írland stæði þar höllum fæti gagnvart stærri ríkjum. Á sama tíma og komið væri fram við Íra með þessum hætti veiddu fiskiskip frá áðurnefndum ríkjum í írskri efnahagslögsögu án þess að mikið eftirlit væri með því. „Írar áttu að hafa tryggingu fyrir ákveðinni hlutdeild í aflaheimildum á þeirra eigin miðum. Þeirri vernd hefur nú verið kippt í burtu.“ Vægi ríkja innan í stofnunum Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði vægi landsins þannig 0,08% í ráðherraráði þess, valdamestu stofnuninni, sem er á við einungis 5% hlutdeild í einum þingmanni á Alþingi. Írland er hins vegar 13 sinnum fjölmennara en Ísland. Hver yrði staða okkar Íslendinga innan Evrópusambandsins þegar komið er fram við Íra með þessum hætti? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun