Tilraunadýr Seðlabankans Þorsteinn Sæmundsson skrifar 4. september 2023 10:30 Seðlabankastjóri hefur líkt 14 stýrivaxtahækkunum bankans við n.k. tilraun. Í hartnær tvö ár hef ég ásamt tugþúsundum annarra Íslendinga verið í óumbeðnu ólaunuðu aukastarfi sem tilraunadýr seðlabankastjórans og peningastefnunefndar. Á þeim tíma sem liðinn er af tilrauninni hafa afborganir af lánum heimilisins hækkað svo um munar og er greinarhöfundur þó skuldnettur. Nú er það svo með tilraunir að beri þær ekki árangur leita menn gjarnan annarra lausna. Það gerir ekki íslenski Seðlabankinn (SÍ) og peningastefnunefnd. Ekkert er gert til að hafa hemil á bönkum s.s. með útlánakvóta heldur er hamast á almenningi og smáum fyrirtækjum sem eru útsettust fyrir tilraunastarfseminni. Tilraunin skal halda áfram þó árangur sé lítill sem enginn. Þó ein verðbólgumæling hafi bent til lækkunar er hún frá þeim mánuði sem útsölur eru hvað útbreiddastar. Langtímaverðbólguhorfur eru dekkri ekki síst vegna vaxtahækkana SÍ. Hugur minn er hjá þeim eru verulega skuldsett og mega illa við áföllum Allmargir hafa breytt lánum sínum úr óverðtryggðum í verðtryggð sem reyndar dregur mjög úr áhrifum stýrivaxtahækkana. Seðlabankastjóri og peningastefnunefnd eru þannig að skjóta sjálf sig í fætur. Við nýjustu vaxtaákvörðun var rætt um auknar verðbólguvæntingar. Jú, undirritaður gengst við því að vænta meiri verðbólgu nú en fyrr eftir kynnta vaxtahækkun. Þessi ráðstöfun SÍ slær ekki á þær væntingar nema síður sé. Seðlabankinn er eins og áður hefur verið lýst líkt og hundur sem eltir skottið á sjálfum sér. Þær vaxtahækkanir sem þegar hafa komið fram hafa flestar verið sem olía á eld og eru bein tengsl milli þeirra og verðhækkana. Verðhækkanir vegna ytri aðstæðna eins og stríðsátökum eru að mestu komnar fram og sumar hafa gengið til baka þó þess sjáist lítil merki hér í fákeppnislandinu. Viðskiptaráðherra virðist hafa vaknað af værum blundi og komist að því hvaða málefni tilheyra ráðuneyti hennar og er það löngu tímabært. Alvarlegast er þó að með síendurteknum stýrivaxtahækkunum sem munu hafa áhrif nokkur misseri fram í tímann er einkum hert að heimilum og smáum fyrirtækjum. Áhrif þegar framkominna vaxtahækkana leyna sér ekki á húsnæðismarkaði. Vaxtahækkanir hækka byggingakostnað sem aftur eykur verðbólgu vegna áhrifa húsnæðisliðar í vísitölugrunni. Skortur á framboði íbúða veldur einnig því að fasteignaverð hækkar þvert á spár SÍ. Þær íbúðir sem nú eru í smíðum á Höfuðborgarsvæðinu eru hvorttveggja of fáar og of dýrar til þess að vinna á skortinum. Engar íbúðir eru á markaði þar sem nýst gætu fyrstu kaupendum og tekjulágum. Í skýringum SÍ á vaxtahækkunarfundinum um daginn kom fram að bankinn telur atvinnuleysi hér á landi of lítið. Einnig kom fram að núverandi hagvöxtur truflar seðlabankamenn og hamast þeir við að reyna að minnka hann sem mest þeir geta. Það mátti gæta sérstakrar ánægju í framlagi aðalhagfræðings SÍ á síðasta kynningarfundi vegna kólnunar á húsnæðismarkaði. Seðlabankinn er greinilega að stuðla að kreppuástandi á Íslandi með tilraunum sínum. Á sama tíma og hernaður SÍ gegn almenningi og smærri fyrirtækjum stendur er ekki hróflað við fjármálakerfinu með nokkrum hætti. Skilaboð seðlabankastjóra eru að fólk ,,ræði við bankann sinn.” Á sama tíma hefur fjármálaráðherra gefið skýrt til kynna að seðlabankastjóri rói ekki í sömu átt og ríkisstjórnin. Augljós trúnaðarbrestur er milli ráðherrans og seðlabankastjóra. Allt framansagt vekur ekki bjartsýni heldur eykur óvissu og veldur kvíða hjá almenningi sem enn er brenndur eftir síðustu eignaupptöku í kjölfar fjármálahrunsins. Lítil von er til þess að verðbólga lækki hér á næstunni enda lauk fundinum með hefðbundinni kveðju Seðlabankastjóra: ,,Við gætum þurft að hækka vexti meira.” Tilrauninni er sem sagt hvergi nærri lokið. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Seðlabankinn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Sjá meira
Seðlabankastjóri hefur líkt 14 stýrivaxtahækkunum bankans við n.k. tilraun. Í hartnær tvö ár hef ég ásamt tugþúsundum annarra Íslendinga verið í óumbeðnu ólaunuðu aukastarfi sem tilraunadýr seðlabankastjórans og peningastefnunefndar. Á þeim tíma sem liðinn er af tilrauninni hafa afborganir af lánum heimilisins hækkað svo um munar og er greinarhöfundur þó skuldnettur. Nú er það svo með tilraunir að beri þær ekki árangur leita menn gjarnan annarra lausna. Það gerir ekki íslenski Seðlabankinn (SÍ) og peningastefnunefnd. Ekkert er gert til að hafa hemil á bönkum s.s. með útlánakvóta heldur er hamast á almenningi og smáum fyrirtækjum sem eru útsettust fyrir tilraunastarfseminni. Tilraunin skal halda áfram þó árangur sé lítill sem enginn. Þó ein verðbólgumæling hafi bent til lækkunar er hún frá þeim mánuði sem útsölur eru hvað útbreiddastar. Langtímaverðbólguhorfur eru dekkri ekki síst vegna vaxtahækkana SÍ. Hugur minn er hjá þeim eru verulega skuldsett og mega illa við áföllum Allmargir hafa breytt lánum sínum úr óverðtryggðum í verðtryggð sem reyndar dregur mjög úr áhrifum stýrivaxtahækkana. Seðlabankastjóri og peningastefnunefnd eru þannig að skjóta sjálf sig í fætur. Við nýjustu vaxtaákvörðun var rætt um auknar verðbólguvæntingar. Jú, undirritaður gengst við því að vænta meiri verðbólgu nú en fyrr eftir kynnta vaxtahækkun. Þessi ráðstöfun SÍ slær ekki á þær væntingar nema síður sé. Seðlabankinn er eins og áður hefur verið lýst líkt og hundur sem eltir skottið á sjálfum sér. Þær vaxtahækkanir sem þegar hafa komið fram hafa flestar verið sem olía á eld og eru bein tengsl milli þeirra og verðhækkana. Verðhækkanir vegna ytri aðstæðna eins og stríðsátökum eru að mestu komnar fram og sumar hafa gengið til baka þó þess sjáist lítil merki hér í fákeppnislandinu. Viðskiptaráðherra virðist hafa vaknað af værum blundi og komist að því hvaða málefni tilheyra ráðuneyti hennar og er það löngu tímabært. Alvarlegast er þó að með síendurteknum stýrivaxtahækkunum sem munu hafa áhrif nokkur misseri fram í tímann er einkum hert að heimilum og smáum fyrirtækjum. Áhrif þegar framkominna vaxtahækkana leyna sér ekki á húsnæðismarkaði. Vaxtahækkanir hækka byggingakostnað sem aftur eykur verðbólgu vegna áhrifa húsnæðisliðar í vísitölugrunni. Skortur á framboði íbúða veldur einnig því að fasteignaverð hækkar þvert á spár SÍ. Þær íbúðir sem nú eru í smíðum á Höfuðborgarsvæðinu eru hvorttveggja of fáar og of dýrar til þess að vinna á skortinum. Engar íbúðir eru á markaði þar sem nýst gætu fyrstu kaupendum og tekjulágum. Í skýringum SÍ á vaxtahækkunarfundinum um daginn kom fram að bankinn telur atvinnuleysi hér á landi of lítið. Einnig kom fram að núverandi hagvöxtur truflar seðlabankamenn og hamast þeir við að reyna að minnka hann sem mest þeir geta. Það mátti gæta sérstakrar ánægju í framlagi aðalhagfræðings SÍ á síðasta kynningarfundi vegna kólnunar á húsnæðismarkaði. Seðlabankinn er greinilega að stuðla að kreppuástandi á Íslandi með tilraunum sínum. Á sama tíma og hernaður SÍ gegn almenningi og smærri fyrirtækjum stendur er ekki hróflað við fjármálakerfinu með nokkrum hætti. Skilaboð seðlabankastjóra eru að fólk ,,ræði við bankann sinn.” Á sama tíma hefur fjármálaráðherra gefið skýrt til kynna að seðlabankastjóri rói ekki í sömu átt og ríkisstjórnin. Augljós trúnaðarbrestur er milli ráðherrans og seðlabankastjóra. Allt framansagt vekur ekki bjartsýni heldur eykur óvissu og veldur kvíða hjá almenningi sem enn er brenndur eftir síðustu eignaupptöku í kjölfar fjármálahrunsins. Lítil von er til þess að verðbólga lækki hér á næstunni enda lauk fundinum með hefðbundinni kveðju Seðlabankastjóra: ,,Við gætum þurft að hækka vexti meira.” Tilrauninni er sem sagt hvergi nærri lokið. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun