Móðir, verslunareigandi og bikaróð: „Fann að það var eitthvað rosalegt að fara að gerast“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2023 12:46 Árið hefur verið afar viðburðarríkt hjá Nadíu Atladóttur, fyrirliða Víkings. Vísir/Anton Brink Nadía Atladóttir fyrirliði Víkings í Lengjudeild kvenna hefur haft í nægu að snúast í sumar, hún er móðir, verslunareigandi og bikaróð, en hún fer með liði sínu í Bestu deildina á næstu leiktíð. Nadía, sem er 24 ára gömul, viðurkennir að hún hafi ekki búist við því þegar hún skrifaði undir við Lengjudeildarlið Víkings í fyrrasumar að hún yrði orðin tvöfaldur meistari með liðinu ári síðar. „Ef ég á að vera hreinskilin bjóst ég nú ekki við þessu,“ sagði Nadía í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka Stöðvar 2. „En samt svona í fyrra þegar ég er að koma til baka í lok tímabilsins og þær voru svona að gæla við það að fara upp og þá fann ég að það væri eitthvað að fara að gerast. Allavega á næsta ári eins og var núna í ár. Maður fann það alveg að það var eitthvað. Hópurinn var að smell það vel saman að ég fann það alveg að það var eitthvað rosalegt að fara að gerast.“ Nadía Atladóttir í baráttunni við Telmu Ívarsdóttur í úrslitum Mjólkurbikarsins.Vísir/Hulda Margrét Púslar saman móðurhlutverkinu, verslunarrekstri og knattspyrnunni Nadía, sem á rúmlega eins árs gamlan son, er stolt af frammistöðu sinni á tímabilinu. „Já og af Ernu [Guðrúnu Magnúsdóttur] og Selmu [Dögg Björgvinsdóttur] líka. Við erum allar að koma til baka eftir barn og okkur er að ganga bara ótrúlega vel. En það er svo mikið á bakvið þetta, mikil vinna, metnaður og tími í burtu frá barninu,“ sagði Nadía. „En maður sér ekki eftir neinu í dag. Maður er bikarmeistari, Lengjudeildarmeistari og Lengjubikarmeistari líka. Þannig við tókum þrennuna,“ bætti Nadía við. Þá rekur Nadía einnig verslun og þarf því að finna tíma til að koma rekstrinum inn í púslið. „Þetta eru búnar að vera smá strembnar vikur, en bara ótrúlega skemmtilegt og krefjandi. Ég fékk þetta húsnæði hérna fyrir tíu dögum og við erum búin að tjasla þessu saman og á meðan er ég búin að vera bikarmeistari og vann Lengjudeildina“ „Þetta er bara búið að vera ótrúlegt. Ég var með þessa netverslun í fjögur ár og fékk svo þetta ótrúlega fallega rými frá Burkna og þetta er bara ótrúlega skemmtilegt. Ég vona að allir komi og kíki á mig.“ „Er þetta ekki enn þannig að allir hata KR?“ En velgengni fylgir oft öfund og nú þegar Víkingum er farið að ganga vel bæði í karla- og kvennaflokki var Nadía spurð að því hvort liðið væri farið frá því að vera litla liðið sem auðvelt var að halda með yfir í vondu kallana sem allir fara að hata. Nadía var þó með svör á reiðum höndum. „Nei er það nokkuð? Er þetta ekki enn þannig að allir hata KR? Ég held það,“ grínaðist Nadía að lokum. Viðtalið við Nadíu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Móðir, verslunareigandi og bikaróð Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Nadía, sem er 24 ára gömul, viðurkennir að hún hafi ekki búist við því þegar hún skrifaði undir við Lengjudeildarlið Víkings í fyrrasumar að hún yrði orðin tvöfaldur meistari með liðinu ári síðar. „Ef ég á að vera hreinskilin bjóst ég nú ekki við þessu,“ sagði Nadía í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka Stöðvar 2. „En samt svona í fyrra þegar ég er að koma til baka í lok tímabilsins og þær voru svona að gæla við það að fara upp og þá fann ég að það væri eitthvað að fara að gerast. Allavega á næsta ári eins og var núna í ár. Maður fann það alveg að það var eitthvað. Hópurinn var að smell það vel saman að ég fann það alveg að það var eitthvað rosalegt að fara að gerast.“ Nadía Atladóttir í baráttunni við Telmu Ívarsdóttur í úrslitum Mjólkurbikarsins.Vísir/Hulda Margrét Púslar saman móðurhlutverkinu, verslunarrekstri og knattspyrnunni Nadía, sem á rúmlega eins árs gamlan son, er stolt af frammistöðu sinni á tímabilinu. „Já og af Ernu [Guðrúnu Magnúsdóttur] og Selmu [Dögg Björgvinsdóttur] líka. Við erum allar að koma til baka eftir barn og okkur er að ganga bara ótrúlega vel. En það er svo mikið á bakvið þetta, mikil vinna, metnaður og tími í burtu frá barninu,“ sagði Nadía. „En maður sér ekki eftir neinu í dag. Maður er bikarmeistari, Lengjudeildarmeistari og Lengjubikarmeistari líka. Þannig við tókum þrennuna,“ bætti Nadía við. Þá rekur Nadía einnig verslun og þarf því að finna tíma til að koma rekstrinum inn í púslið. „Þetta eru búnar að vera smá strembnar vikur, en bara ótrúlega skemmtilegt og krefjandi. Ég fékk þetta húsnæði hérna fyrir tíu dögum og við erum búin að tjasla þessu saman og á meðan er ég búin að vera bikarmeistari og vann Lengjudeildina“ „Þetta er bara búið að vera ótrúlegt. Ég var með þessa netverslun í fjögur ár og fékk svo þetta ótrúlega fallega rými frá Burkna og þetta er bara ótrúlega skemmtilegt. Ég vona að allir komi og kíki á mig.“ „Er þetta ekki enn þannig að allir hata KR?“ En velgengni fylgir oft öfund og nú þegar Víkingum er farið að ganga vel bæði í karla- og kvennaflokki var Nadía spurð að því hvort liðið væri farið frá því að vera litla liðið sem auðvelt var að halda með yfir í vondu kallana sem allir fara að hata. Nadía var þó með svör á reiðum höndum. „Nei er það nokkuð? Er þetta ekki enn þannig að allir hata KR? Ég held það,“ grínaðist Nadía að lokum. Viðtalið við Nadíu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Móðir, verslunareigandi og bikaróð
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti